Morgunblaðið - 24.05.2014, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.05.2014, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Nú styttistí aðblásið verði til leiks á heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu í Brasilíu. Fáar þjóðir hafa lagt jafn mikið af mörkum til knatt- spyrnunnar og Brasilíu- menn. Margir af bestu knattspyrnumönnum sög- unnar koma frá Brasilíu og landslið þeirra hafa iðulega heillað heims- byggðina með leikni og samspili, sem þegar best lætur eru töfrabrögðum líkust. Nú sem endranær hljóta Brasilíumenn að teljast sigurstranglegir. Mikil eftirvænting ríkir um allan heim vegna mótsins og hefði mátt ætla að spennan væri mest í Brasilíu. Það er öðru nær. Þar í landi hafa verkföll og mótmæli sett svip sinn á þjóðlífið. Daglega berast fréttir af umfangsmiklum aðgerðum, sem lama um- ferð og setja þjóðfélagið úr skorðum. Ekki er langt síðan kveikt var í 400 strætisvögnum í Ríó út af verkfalli vagnstjóra. Í fá- tækrahverfum borgar- innar fara reglulega fram blóðugir bardagar milli lögreglu og eiturlyfjasala. Mótmælendur eru óánægðir með kostnaðinn við HM á meðan skólar og sjúkrahús grotni niður. Talið er að mótið muni kosta 11 milljarða dollara eða 1.250 milljarða ís- lenskra króna. Þeir telja að þessu fé hefði verið betur varið í uppbyggingu menntakerfisins, heilsu- gæslu, íbúðarhúsnæðis og samgangna. Brasilía hefði getað haldið mótið með minni tilkostnaði. Í Sao Paulo er fyrir leikvangur, sem stenst allar nútímakröfur. Þar rís nú leikvangur og eru iðnaðarmenn í kapp- hlaupi við tímann að reyna að klára hann. Sömu sögu er að segja um leikvanga um allt landið. Allt er á síðustu stundu. Fyrir nokkrum árum voru Brasilíumenn fremst- ir í flokki nýmarkaðsland- anna. Millistéttin stækk- aði og fátækum fækkaði. Brasilíumenn fengu gott verð fyrir útflutnings- vörur sínar og milljarð- arnir streymdu inn í landið. Fyrir tíu árum fengu Bras- ilíumenn réttinn til að halda HM og Lula da Silva forseti grét af gleði. Nú skyldu Brasilíumenn vinna sinn sjötta heims- meistaratitil og snúa við blaðinu frá því mótið var síðast haldið í Brasilíu og landsliðið tapaði í úrslitum fyrir Úrúgvæ. Nú syrtir hins vegar í álinn í efnahagsmálum. Í fyrra var hagvöxturinn 2,3%. Það teldist ef til vill viðunandi á Vesturlönd- um, en í löndum eins og Brasilíu þar sem ungt fólk streymir á vinnumark- aðinn þyrfti hann helst að vera þrefalt hærri. Í Bras- ilíu er kreppa og fátt bendir til að takist að vinna bug á henni í bráð. Brasilíumenn geta vissulega leyft sér meira en áður og víða blasa merki velmegunar við, en þar eru einnig margir minnisvarðar um mis- heppnaðar framkvæmdir, sem aldrei voru kláraðar. Nýir bílar standa óhreyfð- ir á stæðum verksmiðja og dregið hefur verið úr framleiðslu. Skattar hafa verið hækkaðir, leiga hefur hækkað og umferðaröng- þveiti lamar borgir. Víða eru merki spillingar. Ný- lega hófst rannsókn á því hvort flokkur forsetans hafi dregið sér stórfé úr ríkisolíufyrirtækinu Petrobras og sett í leyni- lega flokkssjóði. Dilma Rousseff, forseti landsins, þorir varla að koma fram opinberlega af ótta við að baulað verði á hana. Reiði Brasilíumanna er réttmæt. Hvernig er hægt að réttlæta það að nota milljarða af opinberu fé til að reisa leikvanga þar sem nokkrar hræður munu sitja á knattspyrnu- leikjum þegar HM sleppir á meðan almenningur er látinn sitja á hakanum? Eftir fréttum að dæma þarf ekki mikið til að sjóði upp úr í Brasilíu. Helsta von brasilískra ráðamanna hlýtur að vera að lands- liðið nái sem lengst, hampi heimsmeistaratitlinum og reiðin víki fyrir gleði. Lítið þarf til að upp úr sjóði í Brasilíu}Brauð og leikar Þ að er varla hægt að segja að kosn- ingabaráttan í borginni hafi staðið undir nafni. Það má líkja henni við UFC-bardaga, þar sem áhorf- endur bíða í eftirvæntingu eftir að kapparnir stigi inn í hringinn, en svo er slag- urinn yfirstaðinn innan nokkurra mínútna. Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með 21,5% fylgi í Reykjavík, nær aðeins þremur borgar- fulltrúum inn, en ófarir flokksins verða seint skrifaðar á blóðþorsta meirihlutans, þar sem honum hefur ekki verið til að dreifa. Það er erfitt að segja til um hvað háir sjálf- stæðismönnum; hvort málflutningur þeirra hafi ekki náð eyrum borgarbúa, hvort kjós- endum falli stefna flokksins ekki í geð, hvort þeir kunna ekki við frambjóðendurna, og svo framvegis. Kannski eru engar ein, tvær ákveðnar ástæður fyrir áhugaleysi kjósenda gagnvart flokknum; ef til vill byggist þetta á tilfinningu, fólki líkar ekki hvað flokkurinn stendur fyrir og/eða vill refsa hon- um fyrir gamlar syndir. Ef svo er, er vandséð að fram- boðið nái að rétta úr kútnum fyrir kosningar. Það er að minnsta kosti vafasamt að markmiðum flokksins verði náð með loforðum um að lækka húsnæðisverð, á sama tíma og fólk notar spariféð til að greiða inn á húsnæð- islánin í boði ríkisstjórnarinnar. Menn eru ekki á einu máli um hversu friðsælt síðasta kjörtímabil var í borginni en það virðist ríkja almenn sátt um að tími átakastjórnmála skuli liðinn. Þess vegna er áhugavert að minnihlutanum hafi ekki orðið meiri matur úr skærum borgaryfirvalda og borgarbúa síðastliðin ár. Þær voru ófáar und- irskriftirnar sem var safnað til að mótmæla áformum og ákvörðunum Besta flokksins og Samfylkingarinnar: 69.000 gegn flutningi flugvallarins úr Vatnsmýri, 15.000 gegn skipulagi við Ingólfs- torg og Austurvöll, 10.000 gegn sameiningar- og breytingaráformum í skólum borgarinnar, 661 gegn framkvæmdum við Hofsvallagötu, 417 gegn deiliskipulagi við Vesturbugt, og svona mætti áfram telja. Foreldrar í Graf- arvogi mótmæltu flutningi unglingadeilda Húsa- og Hamraskóla einum rómi, leik- skólastjórnendur kröfðust þess að borgin drægi til baka niðurfellingu á yfirvinnu- greiðslum leikskólakennara, og verslunar- og fasteignaeigendur við Laugaveg voru afar ósáttir vegna lokunar Laugavegar fyrir bílaumferð. Þrátt fyrir þetta vilja borgarbúar meirihlutann áfram við stjórnvölinn og sjálfstæðismenn hljóta að vera hugsi yfir þeirri stöðu sem upp er komin. Það dugir þeim skammt að atast í staðgengli borgarstjóra fyrir að nota fyrirtækisbílinn, líkt og þeir gerðu á borgarráðsfundi í vikunni; kjósendur vilja Dag undir stýri. Viku fyrir kosn- ingar hafa sjálfstæðismenn ekki enn náð fótfestu í hringnum og því meira sem þeir reyna að koma höggi á andstæðinginn, þeim mun þéttara hálstaki nær hann. holmfridur@mbl.is Hólmfríður Gísladóttir Pistill Máttlítill bardagi um borgina STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Reykjavíkurborg hefurmótað stefnu um málefniutangarðsfólks fyrir árin2014–2018. Í henni er lögð áhersla á að auka forvarnir, aukið samstarf við ríkið og sveit- arfélög á höfuðborgarsvæðinu, meðal annars með það fyrir augum að kortleggja tækifæri á langtíma- úrbótum í húsnæðisúrræðum. Brugðist hefur verið við vanda þess hóps sem er húsnæðislaus undanfarin ár, meðal annars með fjölgun gistiskýla, tilkomu borg- arvarða og opnun Konukots svo fátt eitt sé nefnt. Í gistiskýlunum er pláss fyrir 8 konur og 20 karl- menn. Í ágúst verður opnað nýtt gistiskýli fyrir karla og hinu lokað. Plássin verða jafnmörg en aðbún- aðurinn betri. Eins og staðan er núna þá eru ekki í notkun þau aukagistirými í skýlunum. Aukarými ekki fullnýtt „Þótt staðan sé með þessum hætti núna þá er ekki þar með sagt að aukarýmin geti ekki fyllst, t.d. í næstu viku, af þeim hópi fólks sem nýtir sér þau,“ sagði Ellý Alda Þorsteinsdóttir, skrifstofustjóri vel- ferðarsviðs. Svokölluðu tilvísunarkerfi í gistiskýlin hefur verið komið til leiðar. Þar er fólk skráð og fylgst með komum sog það liður í að ná utan um hópinn. Það eykur yfirsýn og er virkur þáttur í að auka lífs- gæði þessa hóps sem er liður í stefnunni. Reglum um fjárhagsaðstoð var breytt á fundi velferðarráðs í upp- hafi maímánaðar. Þar voru víkk- aðar út heimildir til lána eða styrks á fyrirframgreiddri húsaleigu. „Það var gert til að koma til móts við einstaklinga sem hafa verið í lang- varandi húsnæðisvanda og búið við mikinn félagslegan vanda og/eða vímuefnavanda,“ sagði Ellý Alda. Hún bendir á að það sé í sam- ræmi við stefnuna en í henni stend- ur: „Forvarnir verða auknar með það fyrir augum að koma í veg fyr- ir útigang, s.s. með fjölgun hús- næðisúrræða, samstilltu átaki hags- munaaðila og einstaklingsbundinni þjónustuáætlun.“ Ellý segir að nú sé verið að forgangsraða verkefnum sem farið verður í á næstunni samkvæmt stefnunni. Á þessu ári verður farið í að vinna að þarfagreiningu vegna sér- tækra búsetuúrræða ákveðinna hópa innan utangarðsfólks. Sú vinna ætti að verða búin vorið 2015. Efla fyrsta stigs forvarnir Þá er stefnt að því að skila til- lögum um fjölgun úrræða utan- garðsfólks í haust. Í byrjun sumars er stefnt að því að leggja fram til- lögur um að efla fyrsta stigs for- vörn, þétta samvinnu stofnana og samtaka sem veita þjónustu til ut- angarðsfólks. Í því felst samstillt átak á meðal m.a. Vinnumálastofn- unar, Fangelsismálastofnunar og félagsmálastofnunar. Í stefnu borgarinnar er áhersla lögð á aukna samvinnu í málaflokknum meðal ríkis og sveit- arfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Ellý segir að stefnt sé á að hefja samræður á næstu vikum. Í stefnunni er bent á ýtarlega rannsókn velferðarráðs frá árinu 2012. Þá féllu 179 einstaklingar, þar af þriðjungur konur, undir skilgreiningu um heim- ilisleysi. Helstu ástæður má rekja til áfengis- og vímuefnavanda eða um 62% og hjá 31,3% var orsökin geðræn vandamál. Húsnæðisúrræði utangarðsfólks aukin Morgunblaðið/Kristinn Utangarðsfólk Í stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum utangarðsfólks næstu 4 árin er áhersla lögð á forvarnir og aukna samvinnu sveitarfélaga. „Við stöndum frammi fyrir því að þessi hópur fólks fer stækkandi. Útgangspunkturinn í stefnunni er að finna rót vandans og sjá hvar fólk miss- ir tökin og koma til móts við það á þeim stað, hjálpa því að hjálpa sér sjálft,“ segir Heiða Kristín Helgadóttir fulltrúi Besta flokksins, sem leiddi hópinn. Hún segir lausnina meðal annars felast í forvörnum sem eru fyrirbyggjandi aðgerðir. Hún bendir á að brýnt sé að finna út hvað virkar sem best fyrir þann hóp sem er í mestri hættu á að lenda í því að verða hús- næðislaust. Samstillt átak þurfi til þar sem margir fagaðilar koma að borð- inu og aukið samstarf sé mikilvægt. Hjálp til sjálfshjálpar STEFNAN 2014–2018 Heiða Kristín Helgadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.