Morgunblaðið - 24.05.2014, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 24.05.2014, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2014 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Michel Butor & vinir nefnist sýning sem opnuð verður í Þjóðarbókhlöð- unni á mánudaginn kl. 16 og er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. Á sýningunni verða sýnd bókverk tólf listamanna sem hafa unnið með Michel Butor, einum af fremstu höf- undum hópsins sem umbylti skáld- sögunni í Frakklandi undir lok sjötta áratugarins undir merkjum „nouveau roman“, nýju skáldsög- unnar. Butor mun flytja ávarp við opnun sýningarinnar og einnig Marc Bouteiller, sendiherra Frakk- lands og Sigurður Pálsson skáld. Þá mun Butor einnig ræða verk sín í opinni málstofu með sýning- arstjóra sýningarinnar, Bernard Alligand, 28. maí kl. 13-14.30. Ólaf- ur J. Engilbertsson sér um sýning- arhald og kynningarmál fyrir Landsbókasafn Íslands – Háskóla- bókasafn, og ræddi blaðamaður við hann um Butor og sýninguna í vik- unni. Braust út úr forminu „Hann er fæddur 1926 og er þekktur rithöfundur í nýju skáld- sögunni svokölluðu í Frakklandi. Skáldsagan La modification, eða Breytingin, er hans þekktasta verk og í byrjun sjöunda áratugarins gaf hann út skáldsöguna Mobile þar sem hann var byrjaður að losa sig út úr skáldsagnaforminu eins og margir af þessum höfundum nýju skáldsögunnar voru að gera,“ segir Ólafur. Butor hætti að skrifa skáldsögur á sjöunda áratugnum og eftir hann liggur mikill fjöldi ritgerða, ljóða, ferðasagna og tilraunatexta. Hann hefur til margra áratuga einbeitt sér að textum fyrir myndlist- arbókverk og hefur starfað með mörgum myndlistarmönnum að slíkum verkum. Ólafur segir bókverkið sterka listgrein í Frakklandi og þá frekar í myndlistargeiranum en ritlistar. „Það er talsverð hefð í Frakklandi fyrir útgáfu á svona verkum í fáum eintökum, þau eru meira eins og grafíkverk, í þeim geira,“ segir Ólafur. Sýningin er samstarfsverkefni Landsbókasafns Íslands – Háskóla- bókasafns, Listaháskóla Íslands, Háskóla Íslands, Franska sendi- ráðsins, Alliance française og Listahátíðar í Reykjavík en frum- kvæðið að verkefninu átti Sigurður Pálsson skáld sem hefur unnið bók- verk með Alligand. Sigurður og Al- ligand sýndu fyrsta bókverk sitt í Þjóðarbókhlöðunni árið 2007. Við opnun sýningarinnar munu nemendur Aðalheiðar Guðmunds- dóttur, Jóhanns Ludwigs Torfason- ar og Jóns Proppé við Háskóla Ís- lands og Listaháskóla Íslands standa fyrir bókverkagjörningi, vinna verk sem kallast á við bók- verkin á sýningunni og verður gest- um boðið að taka þátt. Morgunblaðið/Árni Sæberg Samstarf Ólafur J. Engilbertsson og Bernard Alligand við nokkur bókverkanna í Þjóðarbókhlöðunni. Bókverkið sterk list- grein í Frakklandi  Sýningin Michel Butor & vinir í Þjóðarbókhlöðunni Virtur Michel Butor hefur hlotið fjölda viðurkenninga, m.a. frönsku bókmenntaverðlaunin Renaudot. Hljóðlistahópurinn Innra eyrað býður gestum upp á hljóðferðalag um Austur- bæjarskóla, en ferðalagið er hluti af Listahátíð í Reykja- vík. „Austurbæjarskóli, sem tók til starfa árið 1930, er hýstur í glæsilegri og dul- arfullri byggingu. Í hljóð- myndinni sem Innra eyrað smíðar og læðir í eyru þátt- takenda á göngunni um hús- ið ægir öllu saman. Um leið verður til mynd af samspili fortíðar og nútíðar, æsku landsins og stórum draum- um um menntun þjóð- arinnar, um það leyti sem sjálfstæðisdraumar hennar voru að taka á sig skýrari mynd,“ segir í tilkynningu. Innra eyrað er skipað þeim Elísabetu Indru Ragn- arsdóttur og Þorgerði E. Sigurðardóttur, dag- skrárgerðarkonum á Rás 1, og Guðna Tómassyni list- fræðingi. „Innra eyra hélt sína fyrstu hljóðgöngu á Listahá- tíð 2011 en verkið var til- nefnt til evrópsku útvarps- verðlaunanna, Prix Europa, það sama ár.“ Hver ganga tekur um hálfa klukkustund og aðeins komast 20 gestir í hverja göngu. Gengið verður á morgun, sunnudag, kl. 14, 15 og 16 sem og sunnudag- inn 1. júní kl. 14, 15 og 16. Hljóðganga um Austurbæjarskóla Leyndardómur Einn innganga Austurbæjarskóla. Hringiða nefnist sýning sem opnuð verður í Listasafni Árnesinga í Hveragerði í dag kl. 12. „Hringiða er margmiðlunar- innsetning þar sem hljóð og mynd hreyfa við hugmyndum um landa- mæri eða mörk, raunveruleg og ímynduð. Um er að ræða samvinnu við finnskan sýningarstjóra, Mari Krappala og sex listamenn íslenska og erlenda. Við opnuna verður flutt- ur gjörningur eftir Lilju Birg- isdóttur,“ segir í tilkynningu frá safninu. Frá Íslandi leggja listamennirnir Katrín Elvarsdóttir fram ljósmyndir og Lilja Birgisdóttir hljóðverk. Þrír finnskir ljósmyndarar, Eeva Hann- ula, Hertta Kiiski og Tiina Palmu hafa í sameiningu unnið tvö mynd- bönd fyrir sýninguna og frá eist- neska listamanninum Marko Mäe- tamm koma þrívíð verk. „Á sýningunni eru ný verk sem ekki hafa verið sýnd áður nema verk Mä- tamm sem tilnefnt var til virtra eist- neskra verðlauna 2012, Köler- verðlauna Samtímalistasafnsins í Tallinn, en það er nú sett upp í nýju og stærra samhengi.“ Sýningarstjórinn Mari Krappala er rithöfundur og fræðimaður um samtímalist. „Hún er dósent í menn- ingar- og femínistafræðum við Aalto-listaháskólann í Helsinki þar sem hún kennir listfræði og að- ferðafræði rannsókna. Doktorsrann- sókn hennar fjallaði um ferli sam- tímalistar, ljósmyndun og heimspeki Luce Irigaray um siðfræði kynja- munar. Krappala vinnur líka sem sýningarstjóri með ýmsum sjálf- stæðum þverfaglegum listahópum.“ Sýningin stendur til 6. júlí. Ljós Krappala fyrir framan verkið „Little Drama“ eftir Marko Mäetamm. Innsetning um landamæri Listahátíð í́ Reykjavík 2014 Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS Næstsíðasta sýningarhelgi sýningarinnar Betur sjá augu – Ljósmyndun íslenskra kvenna 1872-2013 í Myndasal Silfur Íslands í Bogasal Innblástur á Torgi Silfursmiður í hjáverkum í Horni Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár - grunnsýning Skemmtilegir ratleikir Safnbúð og kaffihús Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið daglega frá kl. 10-17. Lusus naturae Ólöf Nordal, Gunnar Karlsson og Þuríður Jónsdóttir Tónlistargjörningur Laugard. 24. maí kl. 14 sunnud. 25. maí kl. 15 fimmtud. 29. maí kl. 20 Hnallþóra í sólinni Dieter Roth Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri. www.hafnarborg.is, sími 585 5790 Aðgangur ókeypis ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Leiðsagnir föstudaga kl. 12.10 Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is Opið daglega kl. 11-17, lokað mánudaga. SPOR Í SANDI, Sigurjón Ólafsson - Yfirlitssýning 23.5. - 26.10. 2014 SUNNUDAGSLEIÐSÖGN kl. 14 í fylgd Æsu Sigurjónsdóttur sýningarstjóra PULL YOURSELF TOGETHER Sýning á videóverki hollensku listakonunnar, Ninu Lassilu á kaffistofu safnsins. SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur • KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Sýningarnar, HÚSAFELL ÁSGRÍMS og FORYNJUR. Opið sunnudaga kl. 14-17. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR Laugarnestanga 70, sími 553 2906 SPOR Í SANDI, Sigurjón Ólafsson Yfirlitssýning 24.5. - 29.11. 2014 Opið alla daga kl. 14-17, lokað mánudaga. www.lso.is Opið kl. 12-17. Lokað mánud. Verslunin Kraum í anddyri Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.