Morgunblaðið - 24.05.2014, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.05.2014, Blaðsíða 24
BAKSVIÐ Hörður Ægisson hordur@mbl.is Efnahagsbatanum á Íslandi miðar vel og útlit er fyrir að hagvöxtur verði um 3% á komandi árum. Þrátt fyrir að fjármagnshöftin hafi stutt við aðlögun efnahagslífsins á und- anförnum árum þá hafa þau nei- kvæð áhrif á möguleika landsins til að nýta sér til fullnustu viðskipta- sambönd við umheiminn. Losun hafta sé því forgangsatriði fyrir Ís- land og nú er góður tími fyrir stjórn- völd til að uppfæra þá áætlun sem sett var fram árið 2011 um afnám hafta. Þetta var á meðal þess sem kom fram í máli Peter Dohlman, yfir- manns sendinefndar Alþjóðagjald- eyrissjóðsins (AGS), þegar hann kynnti yfirlýsingu nefndarinnar á fréttamannafundi á Kjarvalsstöðum í gærmorgun. Sendinefndin lauk tveggja vikna heimsókn sinni til Ís- lands í gær en hún tengist eftir- fylgni við efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda og sjóðsins sem lauk í ágúst 2011. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er bjartsýnn á horfur í íslenskum efna- hagsmálum en innlend eftirspurn hefur aukist á síðustu misserum og atvinnuleysi fer enn lækkandi. Verð- bólga er jafnframt í samræmi við 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands en í ljósi þess að slakinn sem hefur verið í hagkerfinu frá banka- hruni er nánast horfinn, þá er reikn- að með því að verðbólga taki að aukast á næsta ári. Arðgreiðslur takmarkaðar Þrátt fyrir ýmis jákvæð teikn í efnahagslífinu þá má lítið út af bera. Þannig gæti minni hagvöxtur í helstu viðskiptalöndum Íslands haft neikvæð áhrif á framvindu efna- hagsmála hérlendis með hærri lán- tökukostnaði og minni vexti í út- flutningi. Sömuleiðis þarf að gæta þess við framkvæmd losunar hafta að fara að með gát, enda gæti afnám þeirra að öðrum kosti haft neikvæð áhrif á þróun efnahagsmála. Sjóðurinn bendir á að frá því að stjórnvöld settu fram áætlun um af- nám hafta 2011 hefur orðið til meiri skilningur á því hversu umfangs- mikill og flókinn vandinn er og því þurfi að uppfæra áætlunina. Um þessar mundir séu stjórnvöld að vinna að slíkri endurskoðun með því að greina mögulegt útflæði fjár- magns við losun hafta. AGS telur mikilvægt að horft verði til lausna sem hafi jákvæð áhrif til lengri tíma fyrir íslenska hagkerfið en í þeim efnum skipti miklu efnahagstengsl við erlenda markaði. Nauðsynlegt er að afnám hafta fari fram þannig að stöðugleiki verði tryggður. Fram kom í máli Dohlman að ís- lensku bankarnir ættu að takmarka arðgreiðslur til hluthafa í því skyni að tryggja að þeir geti staðið af sér þann óróleika sem gæti myndast við losun hafta. Bankarnir þurfi að breikka fjármögnun sína með því að reiða sig í minna mæli á innlán við- skiptavina. Varnarorð AGS um arð- greiðslur bankanna eru af sama toga og fram hefur komið í riti Seðla- bankans um fjármálastöðugleika. Hefði mátt nýta í annað Dohlman lagði áherslu á að við boðaða endurskoðun á lögum um Seðlabanka Íslands yrði það haft að leiðarljósi að viðhalda sjálfstæði, ábyrgð og fjárhagslegu heilbrigði bankans. Mælir sjóðurinn með því að þeim breytingum sem voru gerð- ar á árinu 2009 – peningastefnu- nefnd, aðferðum við ráðningu æðstu stjórnenda og gegnsæi við ákvarð- anatöku – verði viðhaldið í því skyni að tryggja trúverðugleika stefnu- mótunar Seðlabankans. AGS telur jafnframt að styrkja eigi Fjármála- eftirlitið. Endurskoða ætti innri verkferla og reglur varðandi áhættumat og að fjárfest sé meira í þjálfun starfsfólks stofnunarinnar. Eigi hún að geta sinnt lögbundnu hlutverki sínu með sem áhrifarík- ustum hætti þá sé mikilvægt að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði FME og efla eftirlitsvald. Þrátt fyrir að skuldaniðurfelling- ar á verðtryggðum lánum íslenskra heimila muni styrkja fjárhagsstöðu þeirra og hafi ekki neikvæð áhrif á stöðu ríkisfjármála þá bendir sjóð- urinn á að hægt hefði verið að nýta þá fjármuni sem verður aflað með bankaskattinum í aðrar og meira að- kallandi aðgerðir. Efnahagsbatanum miðar vel Morgunblaðið/Þórður AGS Peter Dohlman, yfirmaður sendinefndar sjóðsins á Íslandi.  Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur að horfur í efnahagsmálum séu góðar  Losun hafta er forgangsatriði  Heppilegur tími til að uppfæra áætlun um afnám hafta Taki á fortíðarvandanum » ASG segir að efnahags- batanum á Íslandi miði vel en til að halda áfram á sömu braut þurfi stefna stjórn- valda að miða að því að leysa þann fortíðarvanda sem varð við bankahrunið. » Nú sé góður tími fyrir stjórnvöld til að uppfæra áætlun um afnám hafta sem var sett fram árið 2011. » Takmarka ætti arð- greiðslur bankanna til hlut- hafa. » Þótt skuldaniðurfellingar á verðtryggðum lánum bæti fjárhagsstöðu íslenskra heimila þá hefðu stjórnvöld mátt nýta fjármunina í aðrar og meira aðkallandi aðgerðir. 24 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2014 þegar þú vilt kvarts stein á borðið Blettaábyrgð Viðhaldsfrítt yfirborð Slitsterkt Bakteríuvörn Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | www.rein.is By Cosentino ● Salt Investments, fjárfestingarfélag í eigu Róberts Wessman, og slitabú Glitn- is hafa gert með sér samkomulag um uppgjör og þar með ákveðið að jafna ágreining sinn utan dómstóla. Ágrein- ingur hefur verið á milli þessara tveggja aðila um uppgjör á eftirstandandi skuld- um Salts, eftir að Glitnir tók yfir stærstu eignir félagsins árið 2009. Þær eignir voru 9,76% hlutur í Actavis, fyrir yf- irtöku Watson á félaginu, og helmings- hlutur í þýska lyfjafyrirtækinu Mainsee Pharma. Í raun snerist því deila aðila um verðmæti þeirra eigna sem Glitnir tók yfir og hefur nú náðst samkomulag um það. Salt Investments er nánast eignalaust félag en skuldir þess námu um 4,8 millj- örðum króna samkvæmt síðasta árs- reikningi frá árinu 2012. Árni Harðarson, forstjóri Salts, staðfesti við Morg- unblaðið að samkomulag væri í höfn eft- ir fimm ára viðræður, en það fæli í sér trúnað um uppgjörsfjárhæð. sn@mbl.is Glitnir og Róbert Wessman semja                                       ! " #!   $ $ "#! " $%# !! &'()* (+(    ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 "% %%  ! " !$! %% #$ "!%  ! $%" !!  $    #! " #! %!! $ " "#!   $ ! " " !% "! Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Greiningardeild Arion banka og IFS greining voru ekki vongóð um að uppgjör Eimskips yrði gott á fyrsta fjórðungi. Það kom á daginn að upp- gjörið var töluvert verra en grein- ingardeildirnar höfðu búist við. Þetta kemur fram í orðsendingum til viðskiptavina sem Morgunblaðið hefur undir höndum. Reiknuðu þær með að Eimskip yrði rekið að með- altali með 850 þúsund evra hagnaði en reyndin var að félagið tapaði næstum 800 þúsund evrum eða 124 milljónum króna. Gylfi Sigfússon, forstjóri Eim- skips, sagði í tilkynningu að afkoma á fyrsta ársfjórðungi hefði verið í samræmi við væntingar stjórnenda og ánægjulegt að flutningsmagn í kerfum félagsins væri að aukast. IFS segir að ekki megi einblína um of á rekstrartölur fjórðungsins heldur þurfi að gefa jákvæðum þátt- um gaum, líkt og að aukning hafi verið í flutningsmagni í frystimiðlun félagsins um 13% á milli ára og í áætlunarsiglingum um 3%. Arion banki bendir á að fyrsti árs- fjórðungur sé jafnan sá versti í af- komu félagsins og félagið hafi orðið fyrir skakkaföllum vegna veðurs sem stuðlaði að lækkun framlegðar. Fram kemur í orðsendingu frá bank- anum að tilkynning Eimskips beri með sér að ágætur gangur sé á öllum markaðssvæðum nema Íslandi. Inn- flutningur sé að aukast en samdrátt- ur hafi verið í útflutningi, t.d. vegna minni loðnuveiði. Jafnframt hafi lækkað verð í frystiflutningsmiðlun vegið á móti góðum vexti í magni. Eimskip veldur vonbrigðum  Uppgjör undir spám greinenda Afkoma Eimskips og spár greiningardeilda í milljónum evra Raun 1F 2013 Raun 1F 2014 Spá Arion Spá IFS Tekjur 105,3 104,2 106,8 106,4 EBITDA 7,2 6,0 7,6 6,4 Hagnaður 2,5 -0,8 1,5 0,2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.