Morgunblaðið - 24.05.2014, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.05.2014, Blaðsíða 8
Í Víkinni Varðskipið Óðinn er hluti af fastasýningu Sjóminjasafnsins. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sín- um í gær að verja tveimur millj- ónum króna af ráðstöfunarfé sínu til þess að tryggja varðveislu varð- skipsins Óðins. Það er gert með fyr- irvara um að samkomulag náist við Reykjavíkurborg. Óðinn var smíðaður í Álaborg í Danmörku árið 1959 og er nú hluti af Víkinni – Sjóminjasafninu í Reykjavík. Skipið tók þátt í öllum þremur þorskastríðunum. Öfl- ugasta vopn skipsins var 57 mm fallbyssa sem er á palli fyrir framan brú. Þekktasta og árangursríkasta vopnið í þorskastríðunum var þó togvíraklippurnar, sem sjá má á afturdekki skipsins, að því er segir á heimasíðu safnsins. Tvær milljónir frá ríkinu í varðskipið Óðin 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2014 Jón Magnússon lögmaður skrifar:„Dagur B. Eggertsson og sósíal- istaflokkur hans hefur það helst á stefnuskrá sinni við kosningar til borgarstjórnar Reykjavíkur að troða sem flestum inn í bæjarblokkir. 2.500 til 3.000 við- bótaríbúðir í bæjar- blokkum er lang- stærsti draumur þess fólks sem vill að fólk eigi ekki neitt annað en inneign sína í lífeyr- issjóðnum þegar það fer á elliheimilið. Sú inneign er þar tekin af því fyrir utan ör- litla dagpeninga. Fólk yrði þá nánast ekki fjár síns ráð- andi allt sitt líf.“    Jón bendir einnig á að bæj-arblokkirnar kosti jafn mikið í byggingu og annað húsnæði, en að það sé dýrari lausn að leigja fólki en að gera því kleift að eignast húsnæði og hafa meira fjárhagslegt svigrúm eftir miðjan aldur: „Fólk sem á hús- næðið sem það býr í leggur á sig ómælda vinnu við að halda húsnæð- inu við og dytta að því. Sá kostnaður fellur allur á leigusala í leiguíbúðum og leiguverð verður að miða við það. Þegar upp er staðið þá er greiðsla leiguverðs á mánuði meiri en greiðsla íbúðaláns á sanngjörnum vöxtum. Með bæjarblokkunum tap- ast þá möguleikinn til eignamynd- unar, sparnaður og hagkvæmni.“    Loks bendir Jón á að Dagur B. ogflokksmenn hans hafi „atyrt Framsóknarflokkinn og Sjálfstæð- isflokkinn fyrir yfirboð og atkvæða- kaup með því að knýja á um sann- girni við skuldaleiðréttingu húsnæðislána. En hvað kallast þá þessi stefna Samfylkingarinnar þar sem látið er í það skína að fólk geti fengið íbúðarhúsnæði á niður- greiddu verði, allt á kostnað ann- arra.“ Jón Magnússon Bæjarblokkir og eignaleysi STAKSTEINAR Dagur B. Eggertsson Veður víða um heim 23.5., kl. 18.00 Reykjavík 9 rigning Bolungarvík 6 rigning Akureyri 9 alskýjað Nuuk -1 snjókoma Þórshöfn 8 skúrir Ósló 17 skúrir Kaupmannahöfn 18 heiðskírt Stokkhólmur 23 heiðskírt Helsinki 23 heiðskírt Lúxemborg 17 léttskýjað Brussel 20 heiðskírt Dublin 8 skúrir Glasgow 13 léttskýjað London 16 léttskýjað París 16 léttskýjað Amsterdam 20 léttskýjað Hamborg 16 skýjað Berlín 20 skúrir Vín 27 léttskýjað Moskva 25 heiðskírt Algarve 20 léttskýjað Madríd 18 léttskýjað Barcelona 21 léttskýjað Mallorca 22 léttskýjað Róm 20 skýjað Aþena 25 léttskýjað Winnipeg 21 léttskýjað Montreal 15 alskýjað New York 19 skýjað Chicago 17 léttskýjað Orlando 31 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 24. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:44 23:06 ÍSAFJÖRÐUR 3:15 23:45 SIGLUFJÖRÐUR 2:57 23:29 DJÚPIVOGUR 3:06 22:43 FLUGFARÞEGAR FÁ VSK AFÖLLUMGLERAUGUM SÍMI 527 1515 GÖNGUGÖTU P Ó S T U R IN N /© 2 0 1 4 Tilboð óskast Akraneskaupsta›ur Tilboð óskast í útboðsverkið: Malbiksyfirlögn 2014. Um er að ræða útlögn malbiksslitlags um 8.000 fm á fræst yfirborð steyptra gatna ásamt öðrum tilheyrandi verkum. Útboðsgögn verða til afhendingar og sölu í þjónustu- veri Akraneskaupstaðar að Stillholti 16 – 18, 1. hæð, frá og með föstudeginum 22. maí n.k. Tilboð verða opnuð 10. júní n.k. kl. 11:00 á skrifstofum umhverfis- og framkvæmdasviðs Akraneskaupstaðar að Stillholti 16 – 18, 1. hæð. 100. Íslandsmótið í skák hófst í gær í Stúkunni við Kópavogsvöll. Lands- liðsflokkurinn er sá sterkasti sem sögur fara af en þar eru sjö stór- meistarar skráðir til leiks. Eftirtaldir voru skráðir í lands- liðsflokk: Stórmeistararnir Hannes Hlífar Stefánsson, Héðinn Stein- grímsson, Hjörvar Steinn Grét- arsson, Stefán Kristjánsson, Henrik Danielsen, Helgi Áss Grétarsson og Þröstur Þórhallsson. Auk þeirra al- þjóðlegu meistararnir Bragi Þor- finnsson og Guðmundur Kjart- ansson. Einnig er FIDE-meistarinn Guðmundur Gíslason í landsliðs- flokknum. Meðalstig þessara meistara eru 2.470. Hvorki hafa meðalstig verið hærri né heldur hafa fleiri stór- meistarar tekið þátt í Íslandsmótinu í skák. Flestir hafa stórmeistararnir til þessa verið fimm talsins. Íslandsmót kvenna og áskor- endaflokkur fara fram á sama tíma. Í áskorendaflokki er mikið í húfi þar sem tvö efstu sætin gefa sæti í landsliðsflokki að ári. Nánast allar sterkustu skákkonur landsins eru skráðar til leiks á Íslandsmóti kvenna í skák. Umferðin í dag hefst kl. 13.00. Mótinu lýkur 1. júní næstkomandi. gudni@mbl.is Morgunblaðið/Þórður 100. Íslandsmótið í skák Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri lék fyrsta leik- inn í skák Hjörvars Steins Grétarssonar og Héðins Steingrímssonar. Sterkasti landsliðs- flokkur sögunnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.