Morgunblaðið - 24.05.2014, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.05.2014, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2014 Áttu fullt af græjum sem liggja ótengdar? Leyfðu okkur að aðstoða! S: 444 9911 – hjalp@taeknisveitin.is – www.taeknisveitin.is Tengjum heimabíóið Setjum upp þráðlaust net Standsetjum nýju tölvuna Tengjum saman ólíkar græjur Sjónvarpsmerki í öll sjónvörpin Lagnavinna á heimilinu ...og margt, margt fleira! Hvað gerum við? TÆKNISVEITIN til þjónustu reiðubúin! Við komum til þín, veitum ráðgjöf, setjum tækin upp, gerum við, leggjum lagnir, tengjum tækin saman við önnur og fáum allt til að virka. Svo færðu kennslu líka ef þörf er á því. Gosminjasafnið Eldheimar var opnað í Vestmanna- eyjum í gær. Á meðal gesta voru Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Íslands, og Illugi Gunnarsson menntamála- ráðherra. Safnhúsið er byggt yfir húsið Gerðisbraut 10, sem grófst í vikri í Heimaeyjargosinu 1973 og var grafið upp. Einnig er þar sýning um Surtseyjargosið 1963 og jarðsögu Vestmannaeyja. „Það kom fjöldi fólks og opnunin lukkaðist ákaflega vel,“ sagði Kristín Jóhannsdóttir, forstöðumaður Eld- heima. Öllum íbúum Vestmannaeyja var sent boðskort og fá þeir að skoða safnið ókeypis fyrstu fimm dagana. Safnið verður opnað almenningi klukkan 11.00 í dag. Gerður Sigurðardóttir, sem bjó að Gerðisbraut 10 ásamt Guðna heitnum Ólafssyni manni sínum og börn- um, flutti ávarp við opnunina í gær. Lag þeirra Oddgeirs Kristjánssonar og Ása í Bæ, „Ó, gamla gatan mín“ var leikið þegar Gerður gekk inn í gömlu götuna sína. Kristín sagði safnið hafa mælst vel fyrir. Hún kvaðst stefna að því að 15.000 gestir skoði safnið á þessu ári, en vona að þeir verði miklu fleiri. gudni@mbl.is „Gamla gatan mín“ í Eldheimum Morgunblaðið/Ómar Garðarsson Gerðisbraut 10 Safnhúsið sem hýsir Eldheima var byggt utan um íbúðarhús sem var grafið upp í hlíðum Eldfells. Húsfreyjan Gerður Sigurðardóttir bjó í húsinu sem var grafið upp. Hún sagði Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og öðrum frá reynslu sinni. Gestir Margir voru viðstaddir opnun Eldheima í gær og var glatt á hjalla. Safnið verður opnað almenningi klukkan 11.00 í dag. BÆJARLÍFIÐ Sigmundur Sigurgeirsson Selfossi Flugklúbbur Selfoss fagnaði ný- verið 40 ára afmæli sínu og hélt upp á það með skemmtilegum hætti á flugvellinum ásamt fjölda gesta. Þar var jafnframt skrifað undir vilja- yfirlýsingu um að færa safn Flug- sögufélagsins og koma því upp á Selfossi, en að yfirlýsingunni koma fulltrúar Íslenska flugsögufélagsins, sveitarfélagsins Árborgar og Flug- klúbbs Selfoss. Í henni felst að Flugsafnið fái lóð við flugvöllinn þar sem hægt verður að reisa allt að þrjú þúsund fermetra safnahús auk ýmissa ívilnana af hálfu sveitarfé- lagsins. Flugsögufélagið hefur að- stöðu í flugskýli við Reykjavík- urflugvöll en samkvæmt áætlunum um breytingar þar verður skýlið rif- ið á næsta ári.    Góð þátttaka er ávallt í árlegu Grýlupottahlaupi á Selfossi, sem fram fer fyrstu sex laugardaga í sumri. Í dag er fimmta hlaup sum- arsins, en þetta er 45. árið sem hlaupið er Grýlupottahlaup, um 850 metra leið þar sem sex hlaupa sam- an og ræst er með 30 sekúndna millibili. Þátttakendur eru á öllum aldri enda aðalatriðið að taka þátt og hreyfa sig. Næsta laugardag er síðasti keppnisdagurinn en að því loknu verður tekinn saman besti ár- angur samanlagt úr fjórum hlaup- um. Hlaup þetta dregur nafn sitt af hraunbollum sem friðlýstir eru og er að finna á útivistarsvæði Selfyss- inga nálægt miðbænum.    Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn í Árborg verður opnuð á nýjum stað á mánudag. Verður hún flutt í Hótel Selfoss og fær þar meira rými en verið hefur. Í nokkur ár hefur starfsemin farið fram í hús- næði bókasafnsins, við nokkuð þröngan kost. Ferðamönnum sem gista og fara um sveitarfélagið fjölg- ar jafnt og þétt og með stækkun og færslu upplýsingamiðstöðvarinnar er m.a. verið að bregðast við þeirri þróun. Sveitarfélagið hefur gert samning við Heiðar Guðnason og Helgu Gísladóttur um að starfrækja upplýsingamiðstöðina en þau hyggj- ast jafnframt bjóða þar upp á bók- unarþjónustu fyrir ferðamenn.    Lögreglan á Selfossi hefur til rannsóknar þrettán innbrot í Árnes- sýslu sem framin hafa verið í þess- um mánuði, þar af þrjú á Selfossi. Að sögn fulltrúa lögreglunnar er þetta nokkru meira en verið hefur, en erfitt er að skýra ástæður þessa. Það sé einkennandi fyrir innbrotin í húsin að rótað sé í skápum og skúff- um. Í stað raftækja hafi þjófarnir leitað að minni hlutum, svo sem spjaldtölvum og skartgripum. Lög- reglan segir rannsókn slíkra mála geta verið erfiða, og stóla verði á íbúa í grennd, um að greina frá óvenjulegum mannaferðum. Stutt er síðan ákveðið var að kaupa myndavélar til að setja upp á vegum sveitarfélagsins Árborgar á nokkr- um stöðum, sem lögreglan telur munu koma að gagni, bæði við að upplýsa mál en einnig geti slíkar vélar haft fælingarmátt. Búið er að setja upp tengibúnað fyrir vélarnar en þær sjálfar hafa ekki enn verið fluttar til landsins. Flugsafn flutt á Selfoss Hlaupagarpar Þátttakendur í fyrsta Grýlupottahlaupi ársins. Hlaupið er kennt er við hraunpotta við íþróttavöllinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.