Morgunblaðið - 24.05.2014, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.05.2014, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2014 ✝ Guðjón Her-mann Hann- esson fæddist í Reykjavík 8. ágúst 1932. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Patreksfjarðar 11. maí 2014 eftir nokkurra mánaða veikindi. Foreldrar hans voru Svanlaug Thorlacius Péturs- dóttir, f. 27.12. 1910, d. 3.2. 1991 og Hannes Sigurbjartur Guð- jónsson, f. 12.8. 1911, d. 1992. Bræður hans voru Tryggvi, f. 29.4. 1935, d. 9.12. 2012, Grétar, f. 9.4. 1937, d. 22.7. 2012, og Guðni, f. 3.1. 1944. Hálfsystir er Unnur Lilja Hannesdóttir, f. ur. Hermann Guðjónsson húsa- smiður, f. 20.6. 1961, maki Guðný Ólafsdóttir, f. 30.7. 1962. Börn þeirra eru Þórdís, Sig- urpáll og Herdís. Árið 1973 flutti Guðjón til Patreksfjarðar. Þar kynntist hann síðari konu sinni, Sjöfn A. Ólafsson, f. 4.11. 1929, d. 23.3. 1989. Hann hélt áfram rekstri fyrirtækis síns á Patreksfirði eftir andlát hennar og bjó þar til dauðadags. Guðjón fór ungur að læra bif- vélavirkjun og fékk meist- araréttindi í þeirri iðn árið 1955. Um leið og námi lauk stofnaði hann sitt eigið bifreiða- verkstæði og rak verkstæði í Reykjavík og síðar á Patreks- firði. Hann starfaði í fjölda ára í Lionshreyfingunni, bæði í Reykjavík og á Patreksfirði og hlaut heiðursmerki hennar fyrir vel unnin störf. Útför Guðjóns fer fram frá Patreksfjarðarkirkju í dag, 24. maí 2014, kl. 14. 1.3.1930. Guðjón Hermann giftist árið 1950 Laufeyju Torfa- dóttur, f. 13.7. 1931, d. 27.2. 2009. Börn þeirra eru: Guðrún Guðjóns- dóttir Bergmann, framkvæmdastjóri og rithöfundur, f. 25.10. 1950, maki hennar var Guð- laugur Bergmann, f. 20.10. 1938, d. 27.12. 2004. Synir þeirra eru Guðjón og Guð- laugur. Guðni Guðjónsson húsa- smíðameistari, f. 29.6. 1953, maki Hrafnhildur Steingríms- dóttir, f. 15.2. 1951. Börn þeirra eru Laufey, Rúnar, Elísa og Pét- Nú ertu farinn, elsku pabbi minn. Líkami þinn var orðinn þreyttur og lélegur og þú talaðir um það síðast þegar við hitt- umst, hvort ekki væri komið nóg og þú mættir fara. Þú mátt fara þegar þú vilt, sagði ég, en svo var það áfall þegar þú fórst. Ég held að fyrsti maðurinn í lífi allra kvenna sé faðir þeirra. Sem lítið barn skynjaði ég frek- ar en skildi að ég elskaði þig og skynjaði líka að þú elskaðir mig. Þú varst hetjan mín, pabbinn sem var allt í lífi okkar, þessi mikilvægi maður sem sá fyrir heimili og fjölskyldu, tryggði að alltaf væri til nóg af öllu og varst sá sem aðrir leituðu til eftir að- stoð. Og þú varst greiðvikinn svo í mörg horn var að líta. Lífið var mikið ævintýri hjá lítilli stelpu, sem fékk að fara með pabba sínum í veiði, keyra bíl áður en hún hafði aldur til, ferðast með þér og mömmu um landið og læra af ykkur að elska það og ganga um það af virð- ingu. Svo veltirðu síðar fyrir þér hvaðan umhverfisverndaráhugi minn kom. Auðvitað kom hann frá ykkur, því alltaf var skilið við alla án- ingarstaði í sama ástandi og þeir voru í þegar við komum að þeim. Eina sem mátti sjást var farið eftir tjaldið og ef aðrir höfðu skilið eftir rusl hreinsuðum við það upp líka. Litla stelpan þín óx úr grasi og aðrir menn komu inn í líf hennar, en alltaf elskaði hún pabba sinn. Það tognaði hins vegar frekar mikið á sambandi okkar þegar þið mamma skilduð og þú fluttist út á land. Við sáumst sjaldnar og þótt ég kæmi í heimsókn til ykkar Sjafnar var langt á milli þeirra heimsókna. Stundum mættust stálin stinn í samskiptum okkar, því við vor- um bæði skapstór og ákveðin. Þú skildir ekki alltaf það líf sem ég hafði valið mér og ég náði ekki sambandi við þig. Og það komu tímabil sem langt var milli samskipta og við lifðum aðskildu lífi. En mig langaði til að ná betri tengslum við þig á ný. Ég lagði mig því fram um að hringja oftar í þig og segja þér í lok hvers símtals að ég elskaði þig. Ég man þú gafst nú lítið út á það, en sagðir svo eftir nokkurra mánaða skeið að ég þyrfti nú ekki alltaf að vera að endurtaka þetta. Þú værir búinn að heyra það. Ég hlýddi því auðvitað ekki, þar sem ég vissi að þú hafðir ekki heyrt mikið af hrósi í þínum uppvexti og þá tíðkaðist ekki að segja börnum að þau væru elsk- uð. Ég lagði mig fram um að sjá kostina í fari þínu, en ekki gall- ana og skrifaði þér eitt sinn bréf þar sem ég taldi upp það besta sem þú hafðir kennt mér í gegn- um tíðina. Þú hringdir klökkur í mig til að þakka fyrir bréfið sem þú sagðir vera algjört gull. Þegar ég kom til þín á sjúkra- húsið á Patró á páskadagsmorg- un rétt fyrir hálfsjö og ein af starfsstúlkunum var að sinna þér, sagðirðu henni að litla stelpan þín væri mætt til að heimsækja pabba sinn. Við vor- um komin hringinn, aftur með sömu tengingu og í upphafi. Þegar ég kvaddi þig sagði ég alltaf: „Mundu svo að ég elska þig, pabbi minn“ … og þú svar- aðir: „Já, og Guð geymi þig!“ Nú geymir Guð þig og við gerum eins og segir í ljóði eftir Rumi: Handan við allar hugmyndir um rangt og rétt er opið víðerni. Þar skulum við hittast. Guðrún Guðjónsdóttir Bergmann. Enda þótt afi hafi búið tæpa hálfa ævina í Reykjavík man ég aðeins eftir honum sem „afa á Patró“. Mér eru minnisstæðir heiðgulir strigaskór sem mér tókst að kría út úr honum á ell- efta ári og fengust í búðinni niðri á eyri á Patró þegar ég var einu sinni sem oftar í sumarheimsókn hjá honum og Sjöfn. Seinna sagði hann gjarnan „þú ert seig“ þegar honum fannst mér takast að fá eitthvað með lítilli fyrir- höfn eða tilkostnaði, yfirleitt þó með hlýju í röddinni. Hann valdi með mér forláta Mitsubishi Colt (ekki Toyotu), húðlitaðan, sem ég hafði safnað mér fyrir þegar ég fékk ökuskírteini. Næstu árin fór ég reglulega með bílinn í viðhald á Patró. Afi tók svo að heimsækja mig þegar ég var flutt út fyrir landstein- ana, fyrst til Berlínar, sællar minningar. Hann var heillaður af borginni, stríðsminjum og magnaðri sögu hennar við hvert fótmál sem hann hafði lengi áður gleypt í sig í ritröðinni um seinni heimsstyrjöldina. Afi bauð út að borða á hverju kvöldi af sínum alkunna höfðingsskap og kyssti okkur þakklátur með tár í aug- um að kvöldi hvers einasta dags þessarar eftirminnilegu viku. Allir gestir sem heimsóttu okk- ur eftir þetta þóttu í samanburði við hann vanþakklátir. Við vor- um svo ekki fyrr komin til Par- ísar til vetrardvalar er afi bank- aði upp á. Þrátt fyrir að vera orðinn slæmur í mjöðm og eiga erfitt um gang, beit hann á jaxl- inn og lét þræla sér fótgangandi um alla borg. Það var því ekki að undra að hann skyldi standa nánast heill upp eftir bílveltu nokkrum árum síðar, kominn vel á áttræðisaldur. Hann var ótrú- lega seigur. Afi var þekktur meðal vina okkar, ekki síst fyrir hina ljúffengu, sjófrystu ýsu sem við fengum senda út í nokk- ur ár og var svo fersk að hægt var að borða hana hráa. Valhöll var hús við hæfi fyrir baráttu- manninn afa minn sem sló ekki hendinni á móti góðum gleð- skap. Léttvín var honum þó framandi og alltaf var honum jafn skemmt þegar hann þóttist vita að ég hefði hitt vinkonur og fengið mér rauðvínsglas. Síð- ustu árin tókum við aftur að heimsækja afa reglulega á Patró og hefur frumburðurinn vanist því að gista í Valhöll á sumrin og fá nýja derhúfu hjá „litla afa“ (viðurnefnið kom til af saman- burði langafabarnsins á Guðjóni og „stóra afa“, syni hans, sem átti ennþá stærri jeppa), vand- lega valda úr stóru safni sem honum hafði áskotnast á löngum bifvélavirkjaferli. Hann hefði farið létt með að grafa upp nýja húfu árlega þótt hann hefði orð- ið 100 ára. Enda þótt líkaminn hafi verið tekinn að gefa sig undir það síð- asta, var kollurinn alltaf í lagi og það er ekki nema rúmur mán- uður síðan hann hringdi í mig til Berlínar og tilkynnti glaðbeittur að nú ætlaði hann að koma aftur að heimsækja okkur. Síðasta ár- ið var ég spurð í hverju símtali hvernig okkur liði í hjartanu enda hafði afi sjálfur upplifað sáran missi og óbærilega sorg. Það verður með hlýju og trega sem ég gisti í Valhöll á Patró í síðasta sinn. Ég kveð þig nú að eilífu, elsku afi, eins og þú kvaddir mig símleiðis yfir hafið fyrir stuttu, með þakklæti og kærleik í hjarta. Þín Laufey. Guðjón Hermann Hannesson HINSTA KVEÐJA Kallið er komið, afi er farinn, ég kveð hann í síðasta sinn, en minningin lifir í hjörtunum okkar, minningin um afa minn. Þórdís Hermannsdóttir. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Hvíldu í friði, elsku tengdapabbi minn. Þín tengdadóttir, Guðný Ólafsdóttir Vonin okkar um að lífið sé til ein- hvers var okkur gefin við upprisu frelsarans og við eigum ekki að spyrja: „Til hvers er þetta allt ef allt er svona valt?“ En við spyrjum samt, þrátt fyrir að ár van- þroska ættu að vera að baki. Í samneyti við Þórnýju voru það brosið hennar og hnyttin svör við áleitnum spurningum sem bræddu í burt ískaldan óttann við ókomna tíma eða mótlæti stundarinnar. Samverustundir með Þór- nýju voru mér sérstaklega dýr- mætar á hvíldarstaðnum okkar í Hveragerði, en á öðrum stundum þurfti ekki annað en að sími væri tiltækur til að við lifðum lífi okkar lifandi. Þetta allt var og er mér kært og þetta allt var gefandi. Brosið hennar og hnyttin svör við áleitnum spurningum bræddu svo oft í burt ískaldan óttann við ókomna tíma eða mótlæti stundarinnar, það var gott og það er viðvarandi auður að hafa átt samverustundir með henni. Í minningastraumnum sem rennur fram í hug er stef frá Þórný Axelsdóttir ✝ Þórný Axels-dóttir fæddist 2. febrúar árið 1934. Hún lést 14. apríl 2014. Útför Þórnýjar fór fram 30. apríl 2014. Eyjafjarðarskáld- inu, Davíð, sem segir: „… en stundum lýsir ljós, sem aldrei var kveikt lengur en hin, sem kveikjum sínum brenna.“ Þórný var einfald- lega ein af þessum sérstæðu boðber- um birtu og vinar- þels, sem aldrei þarf að „kveikja á“, því í þeirra innra sjálfi er birtan svo skær að hún lýsir sjálfkrafa upp allt þeirra umhverfi. Hin fölskvalausa góðvild með raunsæju ívafi, listrænir hæfi- leikar, dugnaður og velvilji og ábyrgðarkennd, allt í ríkum mæli, átti hún fyrir sitt um- hverfi og létti þar með göngu hennar og Konna um grýttar götur lífsbaráttunnar. En fyrst og síðast rennur um mitt hjarta straumur gleði og þakklætis, því hún var vinur sem kastaði birtu og yl á allt sviðið, hverja samverustund, svo stundin var önnur og betri en stundin sem var liðin. Hún sannaði um leið að í hverju lífsins spori getur maður verið manns gaman, en samt liðið alvöru lífsins og erfið veikindi. Ég þakka allt og þetta allt er geymt í mínu hjarta. Innilegar samúðarkveðjur, vinir og vandamenn. Guð blessi minn- ingu Þórnýjar. Jóhanna Guðnadóttir. ÞAR SEM FAGMENNSKAN RÆÐUR Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030 Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35, Rvík. • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hinrik Valsson ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, EDDA HÓLMFRÍÐUR LÚÐVÍKSDÓTTIR, Pósthússtræti 3, Keflavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 17. maí. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 27. maí kl. 13.00. Sigurður Vignir Sigurðsson, Guðrún Sigurðardóttir, Annel Borgar Þorsteinsson, Hrafhildur Sigrún Sigurðardóttir, Halldór Einarsson, Sigurður Lúðvík Sigurðsson, barnabörn og langömmubörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, JÓRUNN ÓLÍNA HINRIKSDÓTTIR, Stigahlíð 34, lést föstudaginn 16. maí á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund. Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 26. maí kl. 15.00. Sigurlína J. Gunnarsdóttir,Guðbrandur Einarsson, Lára G. Gunnarsdóttir, Vigdís Gunnarsdóttir, Ágúst Karlsson, Markús Gunnarsson, Ragnhildur Rögnvaldssóttir, Sigurlín Matcke, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, HELGA RUNÓLFSDÓTTIR, húsfreyja í Unnarholtskoti, Hrunamannahreppi, lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi, Hafnar- firði, miðvikudaginn 14 maí. Útför hennar fer fram frá Hrunakirkju föstudaginn 30. maí kl. 14.00. Hjörleifur Gíslason, Hólmfríður Sólveig Haraldsdóttir, Guðlaug Gísladóttir, Hildur Helga Gísladóttir, Kristján Rafn Heiðarsson, Unnar Gíslason, Hjördís Heiða Másdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, bróðir, mágur, afi og langafi, SIGURÐUR INGI SIGMARSSON, lést 17. maí. Útför fer fram frá Digraneskirkju mánudaginn 26. maí kl. 13.00. Fanney Stefánsdóttir, Guðbjörg H. Sigurðardóttir, Víglundur Jónsson, Sigmar Á. Sigurðsson, Dagmar H. Eysteinsdóttir, Ingólfur F. Sigurðsson, Stefán Svanur Sigurðsson, Magnea Sigmarsdóttir, Guðlaug Sigmarsdóttir, Hafliði Baldursson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæra NANNA HJALTADÓTTIR lést miðvikudaginn 14. maí á Lands- sjúkrahúsinu í Þórshöfn í Færeyjum. Jarðarförin hefur farið fram í Skopun á Sandey. Fjölskylda hinnar látnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.