Morgunblaðið - 24.05.2014, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 24.05.2014, Qupperneq 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2014 Þín samsetta sjón nefnist sýning sem opnuð verður í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, í dag kl. 16. Á hana hafa verið valin úrvals- verk úr eign safnsins frá árunum 1970-2010 og eru þau eftir um 50 listamenn, þar af marga af þekkt- ustu starfandi listamönnum lands- ins. Má þar nefna Ólaf Elíasson en titill sýningarinnar er sóttur í verk eftir hann. Af öðrum listamönnum má nefna Ragnar Kjartansson, Gjörningaklúbbinn, Gabríelu Frið- riksdóttur og Hrein Friðfinnsson. Í tilkynningu segir að verkin á sýningunni séu fjölbreytt, miðl- arnir margir og viðfangsefnin ólík. „Hér má sjá staðbundnar innsetn- ingar, minimalíska skúlptúra, hug- myndalist í ýmsum miðlum, gjörn- ingatengda vídeólist og verk byggð á rannsóknum. Viðfangs- efnin eru allt frá sjálfhverfri íhug- un um eðli listarinnar til þjóð- félagsádeilu og afbyggingu viðtekinna hugmynda um „Norðr- ið“ og íslenskan menningararf,“ segir þar. Upphaf íslenskrar sam- tímalistar megi rekja til uppreisn- ar hinnar svokölluðu SÚM-kynslóð- ar gegn þeim miklu áhrifum sem abstrakt málarar höfðu á íslenska list snemma á sjöunda áratugnum. „Þessi kynslóð kynnti nýjar hug- myndir í listmenntun og myndaði ný tengsl erlendis. Þetta varð til þess að næstu kynslóðir íslenskra listamanna leituðu fanga víða og hafa þeir listamenn sem eiga verk á sýningunni sótt sér framhalds- menntun í ekki færri en tíu lönd- um Evrópu og Norður-Ameríku. Þótt íslenskir listamenn hafi flutt margvíslegar hugmyndir heim með sér eftir nám erlendis hafa hugmyndirnar og efnistökin þrosk- ast enn frekar í nýju umhverfi,“ segir í tilkynningu. Sýningarstjóri er Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur. Tjaldkona Verk Gjörningaklúbbsins, Gestrisni tjaldkonunnar, frá 2007. Úrvalsverk eftir um 50 listamenn  Þín samsetta sjón í Hafnarhúsi Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Sýningin Lostastundin/Lust Hour, verður opnuð í galleríinu Kunst- schlager, Rauðarárstíg 1, í kvöld kl. 20 og er sýningin framlag gall- erísins til Listahátíðar í Reykja- vík, að sögn annars tveggja sýn- ingarstjóra, Guðlaugar Míu Ey- þórsdóttur en auk hennar stýrir sýningunni Kristín Karólína Helgadóttir. Á sýningunni er sumrinu, tíma ástarinnar, fagnað með erótískri myndlist eftir 13 listamenn og til að magna upp spennu fyrir opnun verður ekki upplýst hvaða lista- menn eru þar á ferð. Sumir þeirra munu vera þekktir af erótískum verkum, aðrir ekki og þjóðþekktir listamenn eru í hópnum. Áhersla er lögð á tvívíð verk og kennir ýmissa grasa, allt frá skúffuerótík til hugmyndafræðilegra verka. Þá verður erótískt myndrit gefið út í tengslum við sýninguna með verk- um af sýningunni auk annarra. Feimnismál „Þessi sýning verður algjör bomba. Það er fólk af ýmsum toga að sýna á henni, fólk sem hefur ekki komið fram sem myndlist- armenn áður þannig að það mætti segja að þeir væru skúffumynd- listarmenn og sýni skúffuerótík á sýningunni. Svo eru þekktari nöfn þarna,“ segir Guðlaug og gefur upp tvö nöfn, þau Kristínu Ómars- dóttur og Steingrím Eyfjörð. Í tilkynningu kemur fram að verkin á sýningunni séu ekki við hæfi barna og liggur því beinast við að spyrja Guðlaugu hvort verk- in séu svona gróf. „Já, fólk ætti alla vega að passa aðeins upp á það. Það verða skúlptúrar og ann- að sem er alls ekki við hæfi barna, það eru engar ýkjur,“ svarar Guðlaug. – Af hverju þetta þema, finnst ykkur skortur á erótískri myndlist í íslenskum galleríum? „Já og þetta er kannski ákveðið feimnismál fyrir marga. Fólk hef- ur neitað að taka þátt í þessari sýningu, vill ekki sýna í þessu samhengi þannig að þetta er meira mál fyrir suma en aðra.“ – Þó er þetta eitt elsta og al- gengasta viðfangsefni myndlist- arsögunnar? „Nákvæmlega og með sýning- unni er verið að sýna fram á að þetta er dásamlegt og yndislegt, að sumarið er tími ástarinnar og að við eigum að fagna erótíkinni,“ segir Guðlaug. Kunstschlager er opið frá mánu- degi til laugardags kl. 15-18. „Algjör bomba“  Sumrinu, tíma ástarinnar, er fagnað með erótískri mynd- listarsýningu sem opnuð verður í Kunstschlager í kvöld Morgunblaðið/Kristinn Erótík Kristín Karólína og Guðlaug Mía við gallerí Kunstschlager. ÍSL TAL ÍSL TAL Tilboð í bíó. Gildir á allar sýningar merktar með rauðu. Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is Miðasala og nánari upplýsingar KL. 10 :40 EMPIRE 9,3 - IMDB 93% - Rottentomatoes.com STANSLAUS SPENNA OG BRJÁLAÐ SKEMMTANAGILDI. LANGBESTA X-MYNDIN! T.V. , biovefurinn og s&h LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar X-MEN 3D Sýnd kl. 5 - 8 - 10:40 (P) VONARSTRÆTI Sýnd kl. 2 - 5 - 8 - 10:40 BAD NEIGHBOURS Sýnd kl. 8 - 10:10 THE OTHER WOMAN Sýnd kl. 5:40 LÁSI LÖGGUBÍLL Sýnd kl. 2 - 4 RIO 2 2D Sýnd kl. 2 „Meinfyndin og heldur húmornum alla leið“ T.V. - Bíóvefurinn ★★★ 14 „Besta íslenska kvikmynd sögunnar!” Lilja Katrín Gunnarsdóttir, Fréttablaðið 12 12 12 L L EGILSHÖLLÁLFABAKKA GODZILLA KL.3D: 2:30-5:20-8-10:402D: 3-6-9 GODZILLAVIP2D KL.2-5:20-8-10:40 WALKOFSHAME KL.1:30-5:50-8-10:10 BADNEIGHBOURS KL.1:30-5:50-8-10:10 DIVERGENT KL.5:15 TRANSCENDENCE KL.8 CAPTAINAMERICA22D KL.10:40 THELEGOMOVIE ÍSLTAL2DKL.1:30 UNDRALANDIBBA ÍSLTAL2DKL.3:20 KRINGLUNNI NÚMERUÐ SÆTI X-MEN:DAYSOFFUTUREPAST3DKL.2:20-5:10-8-10:50 X-MEN:DAYSOFFUTUREPAST2DKL.3-10:10 WALKOFSHAMEKL.5:50-8 GODZILLA2D KL.2:40-5:20-8-10:40 SPARBÍÓ MERKTAR MEÐ GRÆNU EÐA APPELSÍNUGULU KR.750 Á APPELSÍNUGULT OG KR. 1000 Á GRÆNT LOS ANGELES TIMES  CHICAGO SUN TIMES  THE BATTLE FOR THESTREET BEGINS. SETH ROGEN ZAC EFRON ROSE BYRNE T.V. - BÍÓVEFURINN.IS  AKUREYRI GODZILLA3D KL.2-5:20-8-10:30 WALKOFSHAME KL.5:50-8-10:10 THELEGOMOVIE ÍSLTAL2DKL.1:30-3:40 KEFLAVÍK X-MEN:DAYSOFFUTUREPAST3DKL.2-5-8 GODZILLA KL.3D:10:50 2D: 5 VONARSTRÆTI KL.10:10 WALKOFSHAME KL.8 RÍÓ2 ÍSLTAL2D KL.2 FJÖLSKYLDUDAGAR TILBOÐ 300 KR. FJÖLSKYLDUDAGAR TILBOÐ 300 KR. VINSÆLASTA MYNDIN Í HEIMINUM Í DAG CHICAGO TRIBUNE  ROGEREBERT.COM  FRÁBÆR GAMANMYND MEÐ ELIZABETH BANKS FILM.COM  T.V., BÍÓVEFURINN OG S&H  “STANSLAUS SPENNA OG BRJÁLAÐ SKEMMTANAGILDI. LANGBESTA X-MYNDIN!” X-MEN:DAYSOFFUTUREPASTKL.3D:5:15-8-10:45 GODZILLAKL.3D:2:40-5:20-8-10:40 2D: 6:50-9:30 WALKOFSHAME KL.5:50-8-10:10 FROZENSINGALONG ENSTAL2D KL.2:50 THELEGOMOVIE ÍSLTAL2D KL.2:30-4:40 JÓNSIOGRIDDARAREGLAN ÍSLTAL2DKL.3:40 FJÖLSKYLDUDAGAR TILBOÐ 300 KR.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.