Morgunblaðið - 24.05.2014, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.05.2014, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2014 ✝ Helgi FriðmarGunnarsson var fæddur í Tungu í Fáskrúðsfirði 11. maí 1935. Hann andaðist á heimili sínu þann 10. maí 2014. Foreldrar hans voru hjónin Anna Sólveig Vilhjálms- dóttir, húsfreyja, f. 27. október 1892 á Brekku í Mjóafirði, d. 27. júlí 1981, og Gunnar Pálsson, bóndi í Tungu, f. 22. júní 1896 í Þing- múla í Skriðdal, d. 1. febrúar 1987. Systkini Friðmars eru í aldursröð: Svanbjörg Ragnhild- ur, f. 10. september 1924, Gísli Björg, f. 11. janúar 1959, gift Halldóri Pétri Ásgeirssyni. Börn þeirra eru: Helgi Friðmar og Kristín Hrönn. 2) Gunnar Páll, f. 18. september 1960. Sambýlis- kona hans er Dagný Gunn- arsdóttir. Börn Gunnars eru: Gunnþóra Valdís, Guðjón Frið- mar, Ragnhildur Jóna, Heiða Mjöll. 3) Sigurbjörn, f. 10. nóv- ember 1961. Eiginkona hans var Guðrún Jakobína Jakobsdóttir, hún lést 2. mars 2007. Börn þeirra: Steinar Örn, Ingvar, dó fimm daga gamall og Jóna Sæ- rún. 4) Friðjón Valdór, f. 14. mars 1976 og d. 12. júlí 2011. Friðmar var bóndi í Tungu og rak þar blandaðan búskap lengst af starfsævi. Jafnframt var hann hreppstjóri og oddviti um árabil. Hann tók virkan þátt í ýmsum fé- lagsstörfum og framfaramálum fyrir sveit og byggð. Útför Friðmars fer fram frá Fáskrúðsfjarðarkirkju í dag, 24. maí 2014, kl. 14. Vilhjálmur, f. 21. desember 1925, d. 27. ágúst 1991, El- ínborg, f. 3. október 1927, Páll f. 7. sept- ember 1930, d. 8. maí 2003. Friðmar kvænt- ist Jónu Sig- urbjörnsdóttur þann 19. október 1958. Hún er fædd að Höfðahúsum í Fáskrúðsfirði 8. október 1941. Foreldrar hennar voru þau Sig- urbjörn Gíslason, f. 29. maí 1904, d. 16. október 1986 og Valborg Benedikta Jónasdóttir, f. 21. apr- íl 1911, d. 17. september 1993. Börn Friðmars og Jónu eru: 1) Það var eitt kvöld að mér heyrðist hálfvegis barið, ég hlustaði um stund og tók af kertinu skarið, ég kallaði fram, og kvöldgolan veitti mér svarið: Hér kvaddi Lífið sér dyra, og nú er það farið. (Jón Helgason) Eitt af því sem kemur fram í huga minn er Þetta kvæði eftir Jón Helgason þegar ég hugsa til þín, elsku pabbi minn. Þú fórst svo oft með þetta fyrir mig, allt frá því að ég var lítil telpa, við mis- jöfn viðbrögð mín. Mér fannst þetta alltaf hálf draugalegt kvæði, enda skildi ég ekki merkingu þess þá. En nú eru þessi orð sem segja svo margt mér afar kær í minn- ingunni um þig. Ljóðelskur varstu og hagmælt- ur sjálfur en þú varst ekki að flíka því, það var ekki í þínum anda. Mikið kunnir þú af alls konar kveðskap og ljóðum sem gaman var að heyra þig fara með. Þú tal- aðir afar fallegt og gott mál og ég er svo lánsöm að þú vaktir með mér mikinn áhuga og virðingu fyrir íslenskri tungu, sem ég hef svo einnig yfirfært til barnanna minna. Þú varst hógværðin ein í öllu sem þú gerðir og öll málefni íhugaðir þú vel áður en af stað var farið, þetta innprentaðir þú mér líka. Snemma kenndir þú mér að til þess að áorka einhverju í lífinu þyrfti að vinna og hafa fyrir, hlut- irnir yrðu ekki til af sjálfu sér. Ég var því snemma þáttakandi í hin- um ýmsu störfum og var treyst. Minningin um barnæskuna og uppvaxtarárin heima í Tungu er ljúf. Ég er óendanlega þakklát fyrir allan þann tíma sem ég fékk með þér. Þú kenndir mér svo ótal- margt og sagðir mér sögur frá lið- inni tíð, varst svo minnugur á allt og mikill fróðleiksbrunnur. Við áttum saman góðar stundir á þessum síðasta mánuði í lífi þínu, þó svo að við hefðum eflaust kosið að þær væru við betri aðstæður, þú varst þjakaður af sárinu á fæt- inum þínum, sem síðar leiddi til annarra og meiri veikinda. Þú tókst þessu mótlæti þínu af miklu æðruleysi og hugrekki og vildir sem minnst af því vita. Þess í stað spjallaðir þú og sagðir mér frá gömlum tíma og atburðum heima í Tungu ásamt svo mörgu öðru. Það var svo gaman að hlusta á þig, pabbi minn, og heyra þig segja frá, ekki síst þegar þú rifj- aðir upp frásagnir af mér sjálfri þegar ég var lítil hnáta. Þá var ég höfð með rauða húfu þannig að ég sæist á milli puntstráanna, sem voru örlítið hærri en ég í þá daga. Ég var mjög hænd að þér og var því oft að leita að þér. Elsku pabbi minn, ég kveð þig með miklum söknuði og trega, endalaust þakklát fyrir allt. Það verður erfitt að sætta sig við það að geta ekki skrafað við þig leng- ur, sjá ekki til þín á hlaðinu heima eða á hestbaki á landareigninni í þínum útsýnistúrum, því þú fylgdist svo vel með öllu. Hvíldu í friði, elsku pabbi, minningin um þig mun lifa í hjarta mínu. Björg Friðmarsdóttir. Í dag kveð ég minn kæra tengdaföður, Friðmar Gunnars- son í Tungu. Kynni okkar hófust fyrir hart- nær fjörutíu árum er ég kom í fjölskyldu hans. Í fyrstu er við Björg bjuggum í Reykjavík voru samskiptin ekki svo mikil en árið 1984 fluttum við austur í Nes- kaupstað og þá urðu samveru- stundirnar fleiri. Friðmar var fróður maður og gaman að tala við hann um hin ýmsu málefni. Íslenskumaður var hann góður og vandaði ávallt mál sitt og leiddist er fjölmiðlamenn og aðrir óðu elginn og misbuðu ís- lenskunni. Friðmar var mikill áhugamað- ur um hvers konar ræktun og má þar nefna túnin á nesinu er hann ræktaði meðan hann stundaði hefðbundinn búskap og svo hin síðari ár ræktun skjólbelta, skóg- rækt og uppgræðsla hvers konar eins og stóri melurinn sunnan við bæinn ber glöggt vitni um ásamt fleiru. Einnig ber að nefna mikinn áhuga hans á fiskirækt í ám dals- ins sem honum var mjög umhug- að um. Eitt af síðustu verkum Friðmars var að láta friðlýsa allt land Tungu austan þjóðvegar í þágu ræktunar æðarvarps sem þar fer vaxandi. Nú er það verk- efni okkar sem eftir erum að halda starfinu áfram. Það er sjón- arsviptir að mönnum eins og Frið- mari og það mun taka tíma að venjast því að hafa ekki höfðingj- ann gegnt sér við eldhúsborðið í Tungu. Ég mun varðveita allar góðu minningarnar í huga mér. Hvíl í friði, kæri vinur. Halldór Pétur Ásgeirsson. Elsku afi, það er með miklum söknuði sem ég skrifa þessi orð til þín. Það kom mér mikið á óvart þegar ég frétti að þú hefðir kvatt þennan heim þann 10. maí, daginn fyrir afmælið þitt. Ég hélt að þú værir að komast yfir veikindi þín sem þú varst búinn að glíma við í vor. Ég á eftir að sakna heimsókn- anna til ykkar, ömmu og afa, að geta ekki lengur rætt málefni líð- andi stundar og landsins gagn og nauðsynjar við þig. En eftir sitja minningarnar sem notalegt er að eiga og mun ég oft hugsa til þeirra góðu stunda sem ég átti með þér. Ekki grunaði mig að símtal okkar um daginn yrði síðasta samtal okkar, finnst við eiga eftir að ræða svo margt. Það veitti mér mikla ánægju og hlýju að vita og finna það hve mik- inn áhuga þú hafðir á því sem ég var að gera í mínu lífi og þú fylgd- ist vel með framgangi mínum í námi og starfi. Þú varst stoltur af mér og það þótti mér gott að finna. Þú hafðir gaman af því þegar ég var að segja þér frá fasteigna- viðskiptum mínum nýverið. Þér fannst merkilegt hvað við unga parið værum að gera. Þegar þú spurðir mig hvernig ég hefði nú eiginlega farið að þessu, þá svar- aði ég þér „Það geta nú fleiri verið refir en þú“. Þetta svar þótti þér fyndið, þú hafðir gaman af svona tilsvörum. Stundirnar sem ég átti með þér, hvort sem ég var að koma í einhvern veiðiskap eða bara þeg- ar við fengum okkur rúnt um landið í Tungu, eiga eftir að ylja mér um ókomin ár. Þú þekktir landið þitt eins og lófann á þér, enda fæddur og uppalinn á þess- ari landareign og vildir helst hvergi annars staðar vera. Það verður tómlegt að koma í Tungu og hitta þig ekki, enginn afi sem tekur á móti manni og býður upp á kaffi. Helgi Friðmar Halldórsson. Elsku afi. Ég hef átt bágt með að trúa þessum hörmulegu fregn- um sem okkur bárust laugardags- morguninn 10. maí. Það vantar mikið í Tungu þeg- ar þú ert ekki til að spjalla við mann, spyrja hvernig gangi í skól- anum og hvort ég hafi verið nógu dugleg að spila á píanóið. Ég gleymi því aldrei hversu duglegur þú varst að hlusta á mig spila á pí- anóið, hvort sem þú sast hér í sóf- anum hjá mér eða hlustaðir frá Fáskrúðsfirði, í gegnum símtól. Þú varst virkilega tónelskur, enda ræddum við tónlist oft. Íslensku- fræðin og landnám Íslands komu líka oft til tals og gátum við rætt um hann Naddoð vel og lengi. Alltaf var hægt að treysta því sem þú sagðir og ef þú varst í minnsta vafa, þá flettir þú því upp í einni af ótal bókum þínum. Þess vegna var ég ekkert að efast um daginn þegar þú hringdir í mig og baðst mig að koma við í apótekinu fyrir þig á leið minni til þín. Þú sagðir mér að biðja dömurnar að skrifa þetta hjá þér og þú kæmir við hjá þeim seinna og borgaðir. Það end- aði þó þannig að ég borgaði, því kerfið er víst ekki svona einfalt eins og það var hér einu sinni. Þú hlóst mikið þegar ég sagði þér þetta því auðvitað varstu bara að gera at í mér. Ég var hins vegar svo viss um að Friðmar í Tungu hefði ekki verið í neinum vand- ræðum með að fá afgreiðsludöm- urnar til að hagræða kerfinu fyrir sig. Mikið þótti mér vænt um að finna hversu mikinn áhuga þú hafðir á öllu því sem ég tók mér fyrir hendur og man ég vel eftir þér við útskrift mína úr fram- haldsskóla, sitjandi stoltur á fremsta bekk og fylgjast með af athygli. Elsku afi minn, ég veit að þú munt áfram fylgjast með mér og vona ég að þú verðir áfram stoltur er þú vakir yfir mér, ég er þakklát fyrir allar þær stundir sem ég átti með þér. Hvíldu í friði, elsku afi minn. Minningin um þig lifir. Kristín Hrönn Halldórsdóttir. Það var gott að njóta vináttu með Friðmari í Tungu. Hann bar vitni um traust og virðingu í orði og verki. Það birtist svo vel í störf- um hans og umræðu um kirkjuna sem var honum kær. Hann söng í kirkjukórnum um árabil. Hún er falleg minningin af þeim bræðr- um, Friðmari og Páli, ásamt öðru kórfólki á kirkjuloftinu í Fá- skrúðsfjarðarkirkju, þar sem þeir stóðu uppáklæddir og sungu af hjartans innlifun. Friðmar hafði svo næma vitund um gildi menn- ingar og trúar í kirkjunni og því var honum svo einlægt málefni, að vel væri hlúð að Kolfreyjustað, sóknarkirkju hans og umhverfi hennar. Friðmar var hestamaður af lífi og sál og hafði á orði, að lítið yrði úr deginum nema komast á hestbak. Og það gerði hann á sín- um hinsta degi. Það var svo gott að leita ráða hjá Friðmari, hvort sem var um hestamennskuna, kirkjuna eða þjóðfélagsmálin, skiptast á skoðunum og ræða málin. Hjá honum var ábyrgðin í fyrirrúmi, en alltaf uppörvandi og hvetjandi, og oft svo stutt í kímni og augun tindruðu af lífsfjöri. Friðmar reyndi sáran ástvina- missi. Með æðruleysi, en ekki síst fyrir ástríka samstöðu með Jónu, eiginkonu sinni, og stórfjölskyld- unni, var tekist á við sorgina með því að rækta vonina um hið fagra og góða. Friðmar og Jóna voru saman eitt, og það var svo gefandi að koma í heimsókn og njóta gest- risni þeirra og samfélags. Frið- mar var oddviti og hreppstjóri í Fáskrúðsfjarðarhreppi um árabil og gegndi þeim störfum af trú- festi. Hann unni sinni heima- byggð, enda heimakær. Við þökkum samfylgd og trausta vináttu með Friðmari í Tungu. Góður Guð blessi og varðveiti minningu hans og styrki Jónu og fjölskylduna. Gunnlaugur, Sjöfn og Stefán Már. Við félagarnir í veiðifélaginu 20+ eigum Friðmari Gunnars- syni margt að þakka. Þegar við sóttumst eftir að taka árnar í Fá- skrúðsfirði, Dalsá og Tungudalsá, á leigu á árinu 2008 með það fyrir augum að reyna að koma upp lax- veiði í ánum ásamt bleikjuveiðinni varð Friðmar strax hrifinn af þeirri hugmynd. Hann sem stærsti landeigandi að ánum lagð- ist strax á sveif með okkur og fyr- ir hans tilstilli var gerður við okk- ur leigusamningur til 10 ára um leigu á ánum. Til að koma laxa- ræktinni í gang þurfti að byggja sleppitjarnir við báðar árnar og allt heimilisfólkið í Tungu með bóndann í fararbroddi lagðist á sveif með okkur við uppbyggingu sleppitjarnarinnar við Tungu- dalsá. Þá reyndist okkur vel út- sjónarsemi Friðmars um stað- setningu tjarnarinnar að ótöldu öllu timbrinu og öðru byggingar- efninu sem Friðmar útvegaði og sparaði það okkur umtalsverða peninga við uppbyggingu tjarnar- innar. Friðmar hafði brennandi áhuga á þessu verkefni. Þó að ekki hefði tekist eins og stefnt var að var hann ánægður með það að nú var farið að hugsa vel um árnar og með tímanum sá hann eins og við að gera mætti árnar að góðum veiðiám. Friðmar var viss um að veiðiárnar gætu orðið góð viðbót við þá afþreyingu sem ferðamenn gætu notið þegar þeir sæktu Fá- skrúðsfjörð heim. Þau hjónin Friðmar og Jóna höfðu komið á fót gistiheimili í Tungu. Sagði Friðmar okkur að það væri frú Jóna sem bæri hitann og þungann af þeim rekstri. Við félagarnir í 20+ ásamt konum okkar höfum farið, mörg árin, eina helgi öll saman og veitt í ánum og nýtt gistinguna í Tungu. Höfum við þar notið gestrisni heimilisfólks- ins og ekki síst notið hinnar miklu náttúrufegurðar sem er inn til dalanna og Friðmar var óþreyt- andi að fræða okkur um. Þau voru oft löng dagsverkin hjá okkur við að sinna seiðunum og bregðast við ýmsum óvæntum hlutum sem upp komu. Þá var okkur oftar en ekki boðið heim í Tungu í kaffi. Þar sá frú Jóna um að enginn stæði upp frá borðum fyrr en hann væri orð- inn pakksaddur. Að leiðarlokum viljum við félagarnir í 20+ þakka Friðmari alla þá aðstoð sem hann veitti okkur og einnig fyrir allan þann fróðleik sem hann miðlaði okkur í gegnum árin. Þá sendum við frú Jónu, Björgu, Dóra og öll- um öðrum í fjölskyldunni okkar innilegustu samúðarkveðjur vegna fráfalls Friðmars. Þó að dimmt sé yfir um stund þá vitum við að öll él birtir upp um síðir. Guð blessi minningu Friðmars Gunnarssonar. Guðmundur Bjarnason, Víglundur Gunnarsson, Guðmundur Ingvason, Helgi Friðmar Gunnarsson ✝ BergsveinnHaralz Elí- asson fæddist í Reykjavík 21. september 1958. Hann lést á heimili sínu 19. apríl 2014. Útför Bergsveins fór fram frá Dómkirkjunni 2. apríl 2014. Meira: mbl.is/minningar Minningar á mbl.is Bergsveinn Haralz Elíasson Sigtúni 38, sími: 514 8000 erfidrykkjur@grand.is / grand.is Hlýlegt og gott viðmót Fjölbreyttar veitingar í boði Næg bílastæði og gott aðgengi erfidrykkjur Grand ÚTFARARÞJÓNUSTA Vönduð og persónuleg þjónusta Sími: 551 7080 & 691 0919 ATHÖFNÚTFARAÞJÓNUSTA - athofn@athofn.is - www.athofn.is Inger Steinsson IngerRósÓlafsdóttir ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÓHANN F. BALDURS, lést á hjúkrunarheimilinu Boðaþingi 19. maí. Útför hans fer fram frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 27. maí kl. 15.00. Ása Þ. Baldurs, Þorvaldur Baldurs, Jón Arnar Baldurs, Jóhanna Pálsdóttir, Ásgeir Baldurs, Björg Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT RANNVEIG HALLDÓRSDÓTTIR, Bakkastíg 11, Bolungarvík, lést á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudaginn 21. maí. Útförin fer fram frá Hólskirkju í Bolungarvík föstudaginn 30. maí kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Sjálfsbjörg í Bolungarvík. Halldór Jónatansson, Elísabet Hálfdánardóttir, Margrét R. Halldórsdóttir, Þórarinn Grettir Einarsson, Daði Þór Halldórsson, Jónatan Þór Halldórsson og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÁSKELL JÓNSSON, Þjóðbraut 1, Akranesi, lést sunnudaginn 18. maí. Útför hans fer fram frá Akraneskirkju miðvikudaginn 28. maí kl. 14.00. Vigdís Björnsdóttir, Sigrún Áskelsdóttir, Þórir Ólafsson, Jón Áskelsson, Kristbjörg Antoníusardóttir, Nanna Þóra Áskelsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.