Morgunblaðið - 24.05.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.05.2014, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2014 VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Mér finnst bjart framundan. Það hlýtur að verða vöxtur í mat- vælaframleiðslu og meiri markaður en er í dag,“ segir Birkir Arnar Tóm- asson, bóndi á Móeiðarhvoli II í Rangárþingi eystra. Þau hjónin, Birkir og Bóel Anna Þórisdóttir, eru að byggja nýtt fjós, risafjós á ís- lenskan mælikvarða, og hyggjast nýta þann meðbyr sem er með kúabúskapnum á markaði innan- lands og utan. „Við verðum að nýta þau tækifæri sem við höfum og framleiða sem mest hér innanlands. Það eru ekki margar þjóðir sem hafa jafn góðar aðstæður og við. Þótt við búum við erfiðari veðurskilyrði en margir aðr- ir þá höfum við hreint og gott land og getum framleitt heilnæmar afurðir ef við vöndum okkur,“ segir Birkir. Vegna mikillar söluaukningar á innanlandsmarkaði á síðasta ári vantaði mjólk í afurðastöðvarnar og því hefur verið lýst yfir að greitt verði fullt afurðastöðvaverð fyrir alla mjólk, hvort sem hún er innan eða utan kvóta, út næsta ár. Birkir segir að þessi staða hafi ýtt við þeim hjón- um að stækka við sig en tekur fram að nýja fjósið hafi lengi verið í und- irbúningi. „Við ákváðum að taka heldur stærri pakka en við annars hefðum gert. Það hjálpar til að vita til þess að ekki þurfi að kaupa kvóta á ofurverði fyrst í stað.“ Birkir telur raunhæft að hægt verði að framleiða mjólkurafurðir til útflutnings. „Við getum ekki keppt í magni, verðum að einbeita okkur að sérvöru á mörkuðum sem gefa gott verð.“ Hann bendir á mikla sölu- aukningu á skyri á Evrópumarkaði sem dæmi um möguleikana. „Neysla á mjólkurafurðum virðist vera að aukast. Það er til dæmis spáð 7% aukningu á osti á ári í Evrópu fram til ársins 2020. Byrjað að mjólka í desember Grafinn hefur verið grunnur að 1.750 fermetra fjósi á Móeiðarhvoli og smiðirnir hefja smíði hússins ein- hvern næstu daga. Fjósið verður með bása fyrir 130 kýr og er gert ráð fyrir tveimur mjaltaþjónum. Í fjós- inu verða eingöngu mjólkurkýr því kálfar og geldneyti verða í eldri úti- húsum. Þá verður eingöngu fóðrað með heilfóðri sem er nýjung á bæn- um. „Draumurinn er að byrja að mjólka í nýja fjósinu í desember,“ segir Birkir en tekur fram að það ráðist af gangi framkvæmdanna. Þau hafa verið að safna gripum til að undirbúa stækkun úr 75 kúa búi í 130 kýr en Birkir tekur fram að fjós- ið verði ekki fullt frá fyrsta degi. Framkvæmdin er liður í hagræð- ingu í búrekstrinum til að mæta því að verð fyrir mjólk hefur ekki hækk- að til samræmis við aðföng. Afurð- irnar nærri tvöfaldast en ekki þarf að auka vinnu og vélakost að sama skapi. „Það er stærðarhagkvæmni í kúabúskap og búin þurfa að stækka áfram. Þau bú sem voru fjölskyldubú fyrir 15-20 árum duga ekki lengur til að framfleyta fjölskyldu. Svo hefur tækninni fleytt fram.“ Í áætlunum er gert ráð fyrir að hægt verði að lengja fjósið og tvö- falda básafjöldann þannig að það verði fyrir 260 kýr með fjórum mjaltaþjónum. Tekur Birkir fram að engar ákvarðanir hafi verið teknar um slíka framkvæmd, fyrst verði að sjá hvernig gangi með það sem nú sé í takinu. „Við viljum framleiða meira en ytri aðstæður ráða líka þróun- inni,“ segir Birkir. Nýja fjósið er hannað að hol- lenskri fyrirmynd. Það er með breiðari og lengri bása en þarf fyrir íslensku kýrnar og gangar eru breið- ir. Bændurnir á Móeiðarhvoli eru með því að búa sig undir það að ein- hvern tíma á endingartíma fjóssins verði heimilað að kynbæta íslenska kúakynið með erlendu erfðaefni til að auka afköstin. Tvískinnungur í umræðunni „Kýrnar okkar mjólka ekki nógu mikið. Það munar allt að 50% í af- köstum þeirra og kúakynja í ná- grannalöndunum. Bilið er að gleikka því þótt nytin í okkar kúm aukist þá eykst hún meira hjá öðrum kynjum. Þetta er farið að standa okkur fyrir þrifum.“ Ef kúakynið yrði endurnýjað myndi kostnaðurinn ekki aukast í samræmi við aukin afköst, að sögn Birkis, hægt yrði að nota sömu fjós- in, mjaltaþjónana og heyvinnuvél- arnar en kýrnar þyrftu vissulega meira og öðruvísi fóður. „Það er ekki aðeins aukin nyt sem við viljum fá heldur einnig meira endingaröryggi kúnna og betri heilsu. Stærri kýr þola betur að mjólka mikið,“ segir Birkir. Hann segir að þótt andstaðan við innflutning á erfðaefni hafi minnkað í röðum kúabænda sé ekki víst að leyfi fáist fyrir innflutningi í hans búskapartíð. Að hans mati er mikill tvískinnungur í umræðunni því þótt ekki megi flytja inn nýtt erfðaefni til kynbóta megi flytja inn til landsins afurðir þessara sömu kúakynja. „Menn verða að gera sér grein fyrir því að ef haldið verður áfram með framleiðslutæki sem skila minni af- urðum þá kostar meira að framleiða hvern lítra en við erlendar vörur sem fluttar eru til landsins.“ Greitt fyrir tvö fjós Áætlað er að nýja fjósið og tækni- búnaður kosti alls 140 til 150 millj- ónir. Birkir segir að kjörin á lánum sem þurfi að taka séu þannig að greiðslur af þeim verði níðþungar. Í lok 25 ára lánstíma samsvari afborg- anir og kostnaður því að greitt hafi verið fyrir tvö fjós og fleiri ef verð- bólga fer á flug. „Þótt fjárhagsstaða okkar sé ágæt fyrir er fjölskyldan samt að leggja allt sitt undir,“ segir hann. Fjölskyldan leggur allt undir  Hjónin á Móeiðarhvoli byggja 130 kúa fjós  Bjartsýn á framtíð landbúnaðarins  Vilja nýta tæki- færin í mjólkurframleiðslunni  Stærri básar gerðir til að hægt verði að hýsa nýjan kúastofn Fjölskyldan Bóel Anna Þórisdóttir og Birkir Arnar Tómasson eiga fjögur börn. Róbert Bjarmi stendur við hlið föður síns og Belinda Margrét við hlið hans. Fyrir framan situr Lilja Sigríður Einarsdóttir sem var gestur fjölskyldunnar þennan daginn á milli Ívars Yls og Sólrósar Vöku. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Grunnur Smiðir koma að Móeiðarhvoli næstu daga til byggja risafjósið upp af grunninum sem hefur verið tekinn. Birkir og Bóel Anna keyptu jörð- ina Móeiðarhvol II árið 1998 af óskyldu fólki og hófu þar bú- skap. Birkir er úr Grafningi og Bóel Anna úr Landeyjum. Þau voru búin að leita töluvert fyrir sér áður en þau duttu niður á þessa jörð. „Landgæðin hér hafa unnið með okkur, hér er létt og gott að búa og það hjálp- ar okkur mikið,“ segir Birkir. Þau tóku við 15 kúm og 200 kindum en byggðu búið nokkuð hratt upp og voru komin lang- leiðina í núverandi stærð strax 2004. Þau eru nú með 75 kýr og 20 kindur. Þá hafa þau end- urbyggt flest gömlu húsin og byggt ný, meðal annars korn- hlöðu, vélaskemmu og korn- hlöðu. Jafnhliða hefur Birkir byggt upp verktakastarfsemi í land- búnaði. Hann annast ræktun og uppskerustörf fyrir aðra bænd- ur. Til þess þurfti hann að koma sér upp öflugum tækjakosti sem hann segir að sé vel nýttur. Hann er með duglegan ungan mann með sér í þessum störf- um hluta úr árinu. Umfangsmikil kornrækt er stunduð á Móeiðarhvoli, sáð er í rúma 100 hektara. Þau þurrka kornið og nota í fóður fyrir kýrnar og selja töluvert til Fóð- urblöndunnar. Vegna þess hversu gott vorið hefur verið lít- ur vel út með kornþroska í sum- ar. Það kemur sér vel eftir síð- asta ár þar sem aðeins var hálf uppskera. Hins vegar kom mikill hálmur í fyrra og eru gerð verð- mæti úr honum. Birkir er í hópi þeirra ak- uryrkjumanna sem gert hafa til- raunir með að rækta olíufræ, repju og nepju. „Ég held að það hljóti að vera framtíð í því. Við höfum sýnt fram á að hægt er að rækta þetta hér og nóg er til af landi,“ segir Birkir. Landgæðin hjálpa okkur BYGGT UPP Á 17 ÁRUM Mikill hálmur fellur til við korn- ræktina. Hluti hans er seldur til svepparæktar en hluti er not- aður til að þurrka kornið og hita upp öll hús og neysluvatn. Í því felst mikill orkusparnaður. Hjónin á Móeiðarhvoli tóku í notkun hálmbrennara fyrir tveimur árum. Hann tekur tvær stórrúllur í einu. Brennarinn hit- ar vatn í stórum tanki sem not- aður er til upphitunar. Birkir segir þó mesta sparnaðinn fólg- inn í því að ekki þurfi að kaupa olíu til að þurrka kornið. Brenn- arinn gengur allan veturinn en er mest notaður í nokkrar vikur á haustin. Hálmurinn er hliðarafurð og gott að geta nýtt það sem ekki selst til að draga úr orkukostn- aði. Leggja þarf í einhvern auka- kostnað við hálminn því pakka þarf rúllunum inn í plast svo ekki komist raki að þeim og þær geymist fram eftir vetri. Hálmurinn nýttur til hitunar AUKAAFURÐIR FALLA TIL VIÐ KORNRÆKT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.