Morgunblaðið - 24.05.2014, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.05.2014, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2014 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég er kominn á þann staðí lífinu að mér finnstágætt að vera í friði meðsjálfum mér. Ég nýt þess að vera fullorðinn og fást við hreina og klára myndlist. Ég hef alla ævi beðið eftir því að hafa tíma til að sinna myndlistinni, einvörðungu fyr- ir sjálfan mig. Ég er líka skógar- bóndi austur í Flóa og ég hef verið að ferðast mikið,“ segir Gísli B. Björnsson grafíker en í dag verður opnuð yfirlitssýning á verkum hans sem spanna yfir fimm áratugi. „Þarna verður hægt að sjá þver- skurð af ævistarfi mínu, en þetta er sama sýning og var í Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ fyrir einu og hálfu ári, en nú hefur hún verið end- urunnin fyrir Ketilhúsið. Það var ákveðið að leyfa fólkinu fyrir norðan að njóta líka,“ segir Gísli sem hefur þó nokkra tengingu norður á Akur- eyri, þar er Lena kona hans fædd og uppalin og þau hjónin áttu þar lengi litla íbúð sem dæturnar ráða nú yfir. Einnig gerði Gísli tvær ljósmynda- bækur um Akureyri og Eyjafjörð fyrir nokkrum árum. Sæmilega sáttur við ferilinn Þegar Gísli er spurður að því hvernig það sé að horfa yfir hálfrar aldar feril þá segist hann vera sæmi- lega sáttur. „Innan um eru ágæt verk, en það er ekki allt gott, það getur aldrei orðið hjá neinum. Þetta snýst líka um hvernig maður er upp- lagður hverju sinni og hvernig sá sem maður er að vinna fyrir höndlar mann.“ Gísli segir nánast enga þekk- ingu hafa verið til staðar hjá fyrir- tækjum um markaðsmál þegar hann og aðrir honum samtíða komu heim úr námi árið 1960. „Kynslóð manna hér á landi hafði farið í nám á stríðs- árunum og lært auglýsingateiknun, en við sem menntuðum okkur á þessu sviði um 1960 vorum flest með meiri sérhæfingu og vissum meira um leikreglur markaðarins. Engir hönnuðir eða auglýsingamenn höfðu komið inn á markaðinn rúman ára- tug þar á undan. Listamennirnir Hörður Ágústsson, Kjartan Guð- jónsson, Sverrir Haraldsson og fleiri voru að bjarga mönnum með einstök hönnunarverkefni, en síðan verða vatnaskil árið 1962 þegar stofnuð var sérdeild í auglýsingateiknun við Myndlista- og handíðaskólann sem hét Hagnýt myndlist. Hún varð síð- Skógarbóndi sem nýtur þess að mála Allir Íslendingar þekkja merki Sjónvarpsins sem Gísli B. Björnsson hannaði og teiknaði fyrir margt löngu. Hann er einn atkvæðamesti grafíker íslenskrar hönn- unarsögu og hefur búið til mörg af þekktustu vörumerkjum landsins, bókakápur, tímarit og umbrot og hönnun bóka. Hann segir útkomuna m.a. snúast um hvernig hann sé upplagður hverju sinni og hvernig sá sem hann vinnur fyrir höndlar hann. Morgunblaðið/Eggert Á vinnustofunni Gísli nýtur þess að geta loks sinnt myndlistinni. Landslag Ein af nýjum myndum Gísla, sem hann vann með olíukrít. Sum merki festast betur í minni en önnur og þau sem eru eftirminnileg eru verðmæt í aurum talið. Á vefsíðunni www.goodlogo.com er yfirlit yfir þau merki sem þykja best heppnuð. Þar er raunar að finna allt sem tengist vörumerkjum, þróun þeirra og sögu auk þess sem hægt er að spila leiki þar sem reynir á hversu mörg merki fólk ber kennsl á. Einnig er hægt að kjósa og gefa álit sitt á merkjunum. Sérstök tímalína sýnir vörumerki sem slegið hafa í gegn frá árinu 1850. Á meðal þeirra merkja sem not- endum síðunnar þykja best má nefna íþróttamerkið Adidas, Starbuck’s- kaffihúsakeðjumerkið, Puma, Apple og Shell. Ekkert íslenskt merki virðist vera á síðunni en það má koma með ábend- ingar um merki sem erindi eiga á síð- una. Vefsíðan www.goodlogo.com Reuters Eftirminnilegt Merki McDonald’s varð til árið 1962 og þekkja það æði margir. Heimsins bestu merki (lógó) Í dag og á morgun verða sérstakar „SING-A-LONG“-sýningar á vinsæl- ustu teiknimynd allra tíma, Frozen, í SAM-bíóunum í Egilshöll. Myndin verður sýnd ótextuð og með ensku tali. „SING-A-LONG“-myndir hafa notið mikilla vinsælda gegnum tíðina og nægir þar að nefna myndir á borð við Mary Poppins frá 1964 og Grease frá 1978. Það er fátt skemmtilegra en að taka hraustlega undir og sannarlega ekki á hverjum degi sem það má í kvikmyndahúsum. Á sýningunum í dag og á morgun gefst gott tækifæri til að syngja með myndinni Frozen. Endilega … … farið í bíó til að syngja með Söngur Margir þekkja lögin í Frozen. Um helgina verður sannkölluð frí- merkjahelgi í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Auk frímerkjasýningar- innar Merkileg merki, sem staðið hef- ur yfir frá 12. apríl, verður nú um helgina sýningin FRÍMERKI 2014 á vegum Landssambands íslenskra frí- merkjasafnara. Slík sýning er árlegur viðburður á vegum sambandsins og jafnan gleðiefni á meðal frímerkja- safnara og annarra sem áhuga hafa á frímerkjasöfnun. Á sýningunni FRÍMERKI 2014 eru til sýnis nokkur valin söfn ein- staklinga. Þar á meðal er safn kór- ónustimpla, safn um ferðir Zeppelin loftskipsins til og frá Íslandi, safn greiðslu- og orlofsmerkja og safn söfnunarmerkja, t.d. gömlu spari- merkin, svo nokkuð sé nefnt. Í tilefni sýningarinnar hefur sambandið útbú- ið sýningarörk sem verður til sölu á sýningunni. Sýningin er opin í dag og á morgun, sunnudag, kl. 13-17. Á frímerkjasýningunni Merkileg merki eru frímerki og ýmis spennandi og skemmtilegur fróðleikur sem þeim tengist. Hluti sýningarinnar er Mikið um að vera í Gerðubergi um helgina Sendibréfasmiðja og skemmti- leg frímerkjasöfn einstaklinga Frímerkjaheimskort Gaman er að finna hvar frímerki eiga heima. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.