Morgunblaðið - 24.05.2014, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 24.05.2014, Blaðsíða 43
að klára skólann. Þar byrjaði minn blaðamannaferill.“ Hallgrímur var svo í sumarafleysingum á Frétta- stofu Útvarpsins sumarið 1997, blaðamaður á DV frá haustinu 1997- 1998, blaðamaður á Bændablaðinu frá 1998-2001, íþróttafréttamaður á DV 2001-2002 og fréttastjóri Víkur- frétta í Hafnarfirði frá 2003-2006. Frá árinu 2006 hefur Hallgrímur ver- ið fréttamaður á RÚV. „Fyrir utan þessi störf hef ég unn- ið nokkur aukastörf, meðal annars fyrir Rauða krossinn þar sem ég skrifaði meðal annars í blaðið Hjálp- ina. Ég hef skrifað eina bók, Hetjurn- ar okkar, sem kom út árið 2007 í til- efni af 50 ára afmæli Samtaka íþróttafréttamanna árið áður. Þar var farið yfir sögu samtakanna og af- rek þeirra sem kjörnir höfðu verið íþróttamenn ársins. Það var mjög skemmtilegt að vinna þá bók, en hún var í raun framhald af útvarpsþáttum sem ég hafði gert tíu árum áður fyrir Rás eitt ásamt félaga mínum, Jóni Heiðari Þorsteinssyni.“ Hallgrímur var félagi í Lúðrasveit verkalýðsins frá 1990-2001 þar sem hann spilaði á saxófón, og var vara- formaður frá 1998-2000. Þá hefur hann verið í stjórn Liverpoolklúbbs- ins á Íslandi frá árinu 2001, ýmist sem meðstjórnandi, varaformaður eða ritari, en aðalstarfið hefur verði að ritstýra Rauða hernum, tímariti Liverpoolklúbbsins. „Ég er reyndar að hætta í stjórninni í vor. Ég var út- nefndur heiðursfélagi í Liver- poolklúbbnum í mars síðastliðnum og það er held ég mesta viðurkenning sem ég hef fengið.“ Hallgrímur hefur svo verið formaður Félags frétta- manna frá árinu 2013. Rauður og röndóttur „Áhugamál mín eru helst íþróttir og tónlist. Ég varð harður KR-ingur af því að alast upp í Vesturbænum og hef síðustu árin liðsinnt KR- útvarpinu mér til óblandinnar ánægju. Ég er einnig harður stuðn- ingsmaður Liverpool og hef farið hátt í 20 sinnum á Anfield, oftast sem far- arstjóri. Það er alltaf einstakt að koma á Anfield og það sem þær heimsóknir hafa skilið eftir er ekki aðeins minningin um góða stemningu heldur líka góð kynni af frábærum innfæddum „scouserum“ eins og íbú- ar Liverpool eru kallaðir. Ég hef einnig mikinn áhuga á tónlist, eink- um poppi og djassi af eldra tagi. Þá hef ég líka gríðarlega gaman af að ferðast með fjölskyldunni og skoða nýja staði, bæði hér heima og erlendis. Síðan fer náttúrlega mikill tími í að styðja börnin í tómstund- unum. Báðar dæturnar æfa hand- bolta með Haukum og sú eldri er þar að auki á fullu í klarinettnámi í Tón- listarskóla Hafnarfjarðar, þar sem hún er komin á framhaldsstig í klarinettinu.“ Fjölskylda Kona Hallgríms er Rósa Lyng Svavarsdóttir, f. 5.1. 1973, kennari í Áslandsskóla. Foreldrar hennar eru Jenný Einarsdóttir skrifstofumaður, f. 2.10. 1953, og Svavar Geirsson smiður, f. 31.8. 1952. Fósturfaðir hennar er Hjalti Sæmundsson, fyrrv. varðstjóri hjá Landhelgisgæslunni, f. 11.8. 1947 Börn Hallgríms og Rósu eru Líf Hallgrímsdóttir, f. 15.10. 1998, og Sif Hallgrímsdóttir, f. 27.1. 2006. Foreldrar Hallgríms eru Sigrún Klara Hannesdóttir, prófessor í bókasafnsfræði við HÍ og síðar Landsbókavörður, f. 9.10. 1943, og Indriði Hallgrímsson bókasafnsfræð- ingur, f. 21.10. 1944, d. 27.1. 1979. Úr frændgarði Hallgríms Indriðasonar Hallgrímur Indriðason Rannveig Sveinsdóttir húsfreyja í Skagaf. Jón Kristjánsson kennari í Skagafirði Lilja Jónsdóttir símavörður, bús. á Akureyri Björn Jónsson alþingismaður og ráðherra Þorbjörg Jónsdóttir húsmóðir á Akureyri Óðinn Valdimarsson söngvari Björn Björnsson bankastj. Alþýðubankans og aðstoðarforstj. Íslandsbanka Hallgrímur Indriðason smiður í Kristnesi í Eyjafirði Indriði Hallgrímsson bókasafnsfræðingur í Reykjavík Helga Hannesdóttir húsfreyja á Espihóli Indriði Helgason bóndi á Espihóli í Eyjafirði Elín Júlíana Sveinsdóttir húsmóðir á Seyðisf. Jóhannes Sveinsson úrsmiður á Seyðisfirði Sigríður Jóhannesdóttir húsmóðir á Seyðisf. og í Rvík Hannes Jónsson verkamaður á Seyðisfirði og í Reykjavík Sigrún Klara Hannesdóttir prófessor og landsbókavörður í Reykjavík Elín Hrefna Hannesdóttir húsmóðir í Reykjavík Þóra Árnadóttir jarðeðlisfræðingur hjá HÍ Sveinn Hannesson frkvstj., Gámaþjón. og fyrrv. frkvstj. Samtaka iðnaðarins Sigurjón Hannesson skiph. hjá Landhelgisg. Jóhann Sigurjónsson fjármálastjóri Regins og fyrrv. bæjarstjóri í Mosfellsbæ Sigríður Jónasdóttir húsfreyja í Vopnaf. Jón Hannesson bóndi í Vopnafirði Runólfur Hannesson bóndi í Böðvarsdal Gunnar Runólfsson bóndi í Dallandi í Vopnaf. Pálmi Gunnarsson tónlistarmaður ÍSLENDINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2014 103 ára Guðrún U.J. Straumfjörð 95 ára Ásdís Friðbertsdóttir Sigmar Hróbjartsson 90 ára Bergur Jónsson Guðrún Finnbogadóttir 85 ára Árni Jónsson Ásthildur Tómasdóttir Guðmundur Helgi Halldórsson Hallgerður Gunnarsdóttir Kristín Sigurjónsdóttir 80 ára Jakob Þorsteinsson Katrín Egilsdóttir Kristján Pétursson Magnea Kolbrún Leósdóttir Sigurbjörn Sveinsson 75 ára Anna María Tómasdóttir Elsa H. Óskarsdóttir Leifur Jóhannesson Þráinn Karlsson 70 ára Árný Hulda Halldórsdóttir Erna Sigríður Einarsdóttir Ragnheiður Ögmundsdóttir Sigurður Óskarsson Stefán Jónsson Veronica Margaret Jarosz Þengill Oddsson 60 ára Anna Sigríður Gísladóttir Eiður Örn Hrafnsson Guðmundur Baldursson Jóhannes Arelakis Kristín Björg Alfreðsdóttir Margrét Oddsdóttir Sigurbjörg Björgvinsdóttir Stefán Ólafur Ólafsson 50 ára Ágúst Þór Pétursson Ellert Jóhann Hreinsson Hildur Snjólaug Bruun Jóhann Eiríksson Robert Szczepan Daszkiewicz Wojciech Józef Turek 40 ára Arnar Þór Björgvinsson Ásgeir Þór Björgvinsson Friðrik Friðriksson Frosti Sigurgestsson Geraldine Suson Balo Gottskálk Gizurarson Halldóra Benediktsdóttir Kjartan Ríkharðsson Kristján Baldursson Matthías Sveinbjörnsson Sunna Svansdóttir Tsige Yirga Behaga Þór Þorsteinsson 30 ára Baldur Waage Haraldur Guðmundsson Helgi Torfason Magdalena Ewa Kowolik Ólafur Torfason Óli Jóhann Níelsson Sigurjón Ásgeirsson Stella Sigurbjörg Magnúsdóttir Þórdís Jónsdóttir Sunnudagur 85 ára Jóhanna Unnur Reimarsdóttir María Þuríður Gísladóttir Ráðhildur Ingvarsdóttir Unnur Finnbogadóttir Þorsteinn Þorgeirsson 80 ára Ásta Ólafsdóttir Jónas A. Aðalsteinsson 75 ára Guðni Jóhannes Guðnason Hafsteinn B. Halldórsson Jarþrúður Björg Sveinsdóttir Lára Kristín Ingólfsdóttir Þórdís Árnadóttir 70 ára Jóhanna A. Ólafsdóttir 60 ára Friðrik Hafberg Friðrik Steingrímsson Guðbjörg Gylfadóttir Guðlaug Harðardóttir Jakob Hólm Mark Kristján Brink Sigmar Bergvin Bjarnason Trausti S. Friðriksson Þóra Sigurþórsdóttir 50 ára Ásgrímur Óli Jóhannesson Áslaug Gunnarsdóttir Elzbieta Jadwiga Suwala Hafsteinn Kristinsson Jón Skúli Skúlason Ólafur Örn Jónsson Smári Vignisson 40 ára Elmar Freyr Kristjánsson Elvar Ágúst Ólafsson Florence Rosal Faderan Freygerður Anna Ólafsdóttir Guðjón Ragnar Jónasson Linda Pelse Maciej Henryk Kaczynski Margrét Þorleifsdóttir Somporn Khiansanthia Sólveig Ágústsdóttir Sveinn Hinrik Guðmundsson 30 ára Auður Stefánsdóttir Dayan Kigozi Dóra Esther Einarsdóttir Eyþór Friðriksson Guðberg Björnsson Guðbjörn Már Ólafsson Heiða Millý Torfadóttir Ísak Jarl Þórarinsson Lilja Laufey Davíðsdóttir Magdalena Las Osman Saliji Sigurður Kristinn Sigurðsson Taskin Ugur Thuy Van Pham Unnur Birna Vilhjálmsdóttir Yusmila Guerra Torres Til hamingju með daginn Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einnmánuð. Hægt er að sendamynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Sigrún María Kristinsdóttir hefur varið doktorsritgerð sína í umhverfis- og auð- lindafræði frá Félags- og mannvísinda- deild Háskóla Íslands. Ritgerðin nefnist „Samleiðniferlið – með áherslu á þátttökulýðræði, sjálf- bærni og félagslegt jafnrétti“ (The Con- vergence Process – A public participa- tory pathway for societies to sustainability and social equity). Ritgerðin fjallar um þverfræðilega rannsókn sem gerð var við Háskóla Ís- lands árin 2009 til 2013 og snerist um að skapa og prófa ferli með þátttöku íbúa. Ferlið má nota til að færa sam- félög í átt að sjálfbærni og félagslegu jafnrétti innan þeirra marka sem jörðin setur. Rætist spár Sameinuðu þjóðanna um að mannkynið verði fleiri en níu millj- arðar einstaklinga árið 2050, og ef stór hluti þess sækist eftir þeim ósjálfbæra lífsstíl sem Vesturlandabúar lifa í dag, blasa gríðarleg vandamál við. Jörðin getur ekki viðhaldið slíku fjölmenni með ósjálfbærum hætti, og vaxandi þrýst- ingur á kerfin sem nú eru notuð til að skipta og stýra auðlindum hennar leiðir til sífellt meiri ójöfnuðar. Möguleg lausn gæti falist í breytingum á skiptingu auðlinda milli þjóða, samfélaga og einstaklinga; nýjum stjórnunar- og úthlut- unarferlum sem eru bæði sann- gjarnari en þau sem nú ríkja og rúmast jafnframt innan líffræðilegra marka jarðarinnar. Samleiðniferlinu er beitt á vinnu- fundum íbúa, þar sem útfærslu af Heimskaffi-aðferðinni (World Café) er fylgt. Þar notast valdir þátttakendur við markvissa kerfishugsun og teikna myndir af orsakatengslum í fyrirfram ákveðnu kerfi. Hugmyndin er sú að þeir sem búa við kerfið, sem skoða á, þekkja það sameiginlega betur en aðrir og geta því fundið lausnir sem utanað- komandi fá ekki séð. Með Samleiðni- ferlinu geta íbúarnir því bent á nauð- synlegar breytingar innan kerfisins – til dæmis í stefnu stjórnvalda eða eigin lifnaðarháttum – sem dregið geta úr notkun auðlinda og fært samfélögin nær sjálfbærni og félagslegu jafnrétti. Markmiðið er að mismunandi samfélög geti beitt ferlinu sjálf án íhlutunar vís- indamanna eða annarra sérfræðinga. Doktor í umhverfis- og auðlindafræði  Sigrún María Kristinsdóttir fæddist í Reykjavík árið 1971. Hún hefur lengst af starfað sem blaðamaður í Kanada og á Íslandi. Árið 2004 lauk hún lista- gráðu (Bachelor of Fine Arts, BFA) í ritlist með áherslu á ljóðagerð og smá- söguskrif frá Háskólanum í Viktoríu í Kanada, auk BA-gráðu í enskum bók- menntum. Árið 2009 lauk hún MA-námi í umhverfis- og auðlindafræðum frá Háskóla Íslands. Eiginmaður Sigrúnar Maríu er Mark Andrew Zimmer mennta- skólakennari og saman eiga þau tvo drengi. Z-BRAUTIR OG GLUGGATJÖLD FAXAFENI 14 - 108 REYKJAVÍK - S. 525 8200 - Z.IS - ÚRVA L - GÆ ÐI - Þ JÓNU STA HÖFUM HAFIÐ SÖLU Á ESPRIT HEIMILISVÖRUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.