Þjóðlíf - 01.09.1986, Síða 40

Þjóðlíf - 01.09.1986, Síða 40
sér heyra. Ritskoðunin er þá annars vegar sjálfsritskoðun og hins vegar ritskoðun í formi þrýstings frá samfé- laginu. Ekki fjalla um málið. Ekki segja meira. Vegna fámennisins er einnig erfið- ara hér en annars staðar að greina hinar stóru línur í pólitíkinni, hagsmunaárekstra stétta og stéttar- laga einsog auðvelt er í stærri þjófé- lögum. Persónupólitíkin verður því jafnan ófaglegri og persónunándin skyggir á umfjöllun málanna. Möppudýr valdsins Flokkshaldið á fjölmiðlum, sér- staklega dagblöðunum, hér á landi hefur haldið aftur af lýðræðislegri þjóðfélagsþróun. Þetta á sérstaklega við um aðhald að stjórnmála- mönnum, ríkisvaldinu og verkalýðs- kontórum. Einn fjölmiðill getur ekki á trúverðugan hátt gagnrýnt stjórn- málamenn tengda öðrum fjölmiðl- um, nema að taka á „eigin mönnum" með sama hætti, gera sömu kröfur til þeirra. Afleiðingin er sú að hvar- vetna, þarsem allra flokka menn fara saman með völd, eru þeir í gagn- (gfsílci®) kvæmri samtryggingu þagnarinnar. Þetta er ein skýringin á því hversu þingmenn á íslandi eru ófaglegir og þarafleiðandi lítilsigldir, — þeir fá ekki eðlilegt aðhald frá þeim sem gerst þekkja til verka þeirra. Ef einhver á flokkstengdum fjöl- miðli slysast til að gagnrýna „eigin mann“, þá á hann annað hvort fótum sínum fjör að launa, ellegar er tor- tryggður þartil hann steypist í sama mót og öll hin möppudýr valdsins, svo á fjölmiðlum sem annars staðar í heimi óttans, — og gerir það sem honum er sagt, sem honum er fyrir lagt. Frá hreyfingu til kontórs Samtryggð verkalýðshreyfing er sértækt íslenskt vandamál, þarsem skipulag verkalýðs„hreyfingar“ er hvergi annars staðar eins í veröldinni. Meiraðsegja ekki í Singapore. Ann- ars vegar er verkalýðshreyfingin „sterkt" þjóðfélagsafl, þarsem um er að ræða skylduaðild alls launafólks í verkalýðsfélög. Og á hinn bóginn er hvergi til hliðstæð hreyfing, þarsem 40 ÞJÓÐLÍF borgaralegir stjórnmálaflokkar eiga jafn sterk ítök í verkalýðshreyfingu. Reyndar einkenna allir gallar föl- flokkakerfisins verkalýðshreyfing- una, — en henni hefur aldrei lærst að nýta sér kosti fj ölþáttaþj óðfélags, þess plúralisma sem fær skárstu út- komuna með því að margs konar straumar togist á og komi saman. Ein ástæða þessa er sú, að fyrir tveimur áratugum komu broddarnir í verka- lýðshreyfingunni sér saman um að ekki skyldi boðið fram í verkalýðsfé- lögum gegn stjórnar- og trúnaðar- mannalistum. Flokkarnir hafa þannig skipt á milli sín stærstu verkalýðsfé- lögunum og fara svo saman í heildar- samtökunum með völdin. Petta fyrirkomulag samtryggingar leiðir til þess, að allir fjölmiðlar eru „bundnir“ verkalýðsforystunni, — í þeim skilningi að allir eiga þeir þar flokksbræður. Verkalýðsforystan er í véböndum samtryggingarinnar og vei þeim sem ætla að rjúfa þau bönd, einsog dæmin sanna. Afleiðingin er í stórum dráttum þögn, a.m.k. krafa um þögn. Þessi þögn er þeim mun frekar þrúgandi, þarsem vinstri menn hafa verið haldnir þeirri nauðhyggju frá því á kreppuárunum, að ekkert fram- sækið gæti gerst í þjóðfélögunum nema fyrir tilstuðlan verkalýðshreyf- ingarinnar. Þeir hafa litið svo á að verkalýðshreyfingin væri samkvæmt skýrgreiningu það hreyfiafl sem óhjá- kvæmilega leiddi til meira lýðræðis í þjóðfélögunum. Þá vísa þeir til reynslu afa og ömmu, sem komust til bjargálna og mannlegrar reisnar með vaxandi verkalýðshreyfingu. Þá gleyma menn sögu og þróun. Frímúr- arareglan var upphaflega stéttarfé- lag. Frumkristnu söfnuðirnir voru sameignarsamfélög, sem þróuðust á miðöldum í lénsk kúgunartæki. Sam- vinnuhreyfingin hóf forfeður okkar úr moldarhaugum í reisuleg híbýli, — en nú er hún í hermangi suðrá velli. Gott fólk, tímarnir breytast. Vitur maður hefur sagt eða ætlað að segja, að fagrar hugsjónir og öflugar hreyf- ingar fólksins geti snúist upp í and- stæðu sína. Afi minn, bolsévikinn, átti sér fagra hugsjón — hann hefði hins vegar ótrauður lagt til atlögu við Gúlagið, sem eignar sér þá hina sömu(?) hugsjón. Ef verkalýðsfélög halda ekki einu sinni uppi markaðs- verði á vinnnuafli okkar, ef við telj- um þau ekki veita okkur lýðræðislegt svigrúm, - þá kemur fyllilega til álita að ræða hvort rétt sé að vera á móti verkalýðskontórunum eða hvort mynda skuli nýja verkalýðshreyf- ingu. En það nær hins vegar ekki nokkurri átt að heilu hreyfingarnar skuli sameinast um að þegja um verkalýðskontórana, - það hefur leitt til meiriháttar og almennrar sjálfsritskoðunar og ritskoðunar á íslandi. Launin eru leyndarmál Sú íslensk auðlind, sem mest er ofnotuð og nýtt á íslandi er að sjálf- sögðu vinnuafl fólksins. Flvergi í öðr- um vestrænum ríkjum þekkist önnur eins vinnuþrælkun og hér á landi. Lágu launin, sú stefna sem rekin hef- ur verið, veldur að sjálfsögðu hinum langa vinnutíma. Þetta ástand kemur harkalega niðrá fjölmiðlum, þarsem fjöldi fólks vinnur á lágum launum og langan vinnudag. Það form ritskoð- unar sem láglaunakerfið veldur lýsir sér máske best með klassísku dæmi. Þegar kjarasamningar eru gerðir, læt- ur að líkum að þeir sem gera samn- ingana gefi út fréttatilkynningar og túlkanir á þeim. Þær eru auðvitað einhliða jákvæðar. Ef gagrýnir starfs- menn viðkomandi fjölmiðils gætu fengið tíma til að fara ofaní saumana á samningunum, yrði útkoman krít- ísk umfjöllun, meira upplýsinga- streymi, meiri líkur á því að fleiri gætu kynnt sér innihald samning- anna. Því miður virðast menn sætta sig við þau vinnubrögð að éta allt upp eftir þeim sem tilkynnir gagnrýnis- laust. Þegar svo við bætist pólitísk samtrygging á bakvið samningana, þá er ekki nema von að útkoman verði gagnrýnislaus lofgjörð einsog gerðist í síðustu samningum. Morgunblaðið, Tíminn, DV lýstu strax yfir ánægju sinni með samningana og útvarp og sjónvarp gerðu það einnig með sínum hætti. Síðustu árin hefur alveg keyrt um þverbak í almennri launamálaum- ræðu í landinu. Allir heildarsamning- ar eru í raun hrundir og ritskoðun varðandi launin lamar alla aðra um- ræðu. Það er umhugsunarvert, að Fámennið reynir meira á íslenska fjölmiðlamenn en kollega þeirra erlendis. Allir fjölmiðlar eru „bundnir“ verkalýðshreyfingunni — því allir eiga þar flokksbræður.

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.