Þjóðlíf - 01.11.1986, Blaðsíða 8

Þjóðlíf - 01.11.1986, Blaðsíða 8
UMDEILDUR - EN VEKUR ATHYGLI Eftir Auði Styrkársdóttur Þröstur er stjórnarformaður í KRON og á sæti í stjórn Máls og menningar, var þar reyndar fram- kvæmdastjóri á árunum 1974-80, — tók við forlaginu úr mikilli lægð en tókst á skömmum tíma að snúa þró- uninni við. Þröstur er reyndar einnig stjórnarformaður Miklagarðs. Hann á sæti í stjórn Granda, útgerðarfélagi Reykjavíkurborgar og ísbjarnarins og situr í bankaráði Seðlabankans. Að auki gegnir hann svo starfi fram- kvæmdastjóra eins stærsta verkalýðs- félags landsins, Dagsbrúnar, eins og áður sagði. Þröstur Ólafsson hefur verið og er framámaður í Alþýðubandalaginu. Hann var formaður Reykjavíkurfé- lagsins 1974-77, starfsmaður iðnaðar- ráðherra, Magnúsar heitins Kjartans- sonar, 1971-74, og aðstoðarmaður fjármálaráðherra, Ragnars Arnalds, 1979-83. Hann hefur oft sætt harðri Það vakti nokkra athygli í viðskiptaheiminum þegar bókaforlagið Mál og menning keypti bókaverslun Snæ- bjarnar á sínum tíma. Vel stætt forlag, sögðu menn, en grunaði víst ekki hversu vel stætt það var, því skömmu síðar keypti forlagið viðbótarhúsrými undir starfsemi * sína. Kaupverðið var hátt. I sama mund bárust þau tíðindi, að Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis hefði keypt verslunina Víði í Mjóddinni. Kaupverðið var sömuleiðis hátt. Þessi saga er rakin vegna þess, að sami maður kemur mjög við sögu í báðum fyrirtækjum. Sá heitir Þröstur Olafsson, en hann gegnir annars stöðu framkvæmdastjóra Verkamannafélagsins Dagsbrúnar í Reykjavík. gagnrýni, innan flokksins og utan, fyrir störf sín, einkum sem aðstoðar- maður fjármálaráðherra á sínum tíma. Þá hefur hann sett fram hug- myndir um nýja Nýsköpunarstjórn — og ekki alltaf hlotið lof fyrir innan flokksins. Hann er umdeildur, — og vekur eftirtekt. Þá hefur margnefndur Þröstur Ól- afsson einnig á sér orð fyrir að hafa eitt sinn verið í hópi róttækustu stú- denta landsins á hinum frægu 68- árum, en hafi síðan snúið baki við flestum ef ekki öllum þeim hugmynd- um og hugsjónum, sem þá var haldið á lofti. Á sviði stjórnmála á hann bæði marga andmælendur og stuðn- ingsmenn, enda fer hann þar sjaldan troðnar slóðir. Hins vegar efast fæstir um hæfileika hans til fyrirtækjarekst- urs, því hann þykir hafa sýnt og sann- að að þar á hann sér fáa líka. „Hann er sannkallaður mógúll vinstri manna, sagði einn viðmælenda ÞJÓÐLÍFS um ha Þröstur Ólafsson er maður hæg- látur í fasi og sýnir ógjarnan mikil svipbrigði, — andstætt því sem menn kynnu að halda eftir að hafa kynnt sér feril hans. Þegar ég spyr hann um umsvif fyrirtækja „hans“ (þykist vita að hann hafi ráðið þar miklu um) talar hann eins og um sjálfsagða hluti sé að ræða. „Þessi umsvif KRON og Máls og menningar eru að ýmsu leyti eðlileg," segir hann. „Það hefur verið ákveðin kyrrstaða í KRON að undanförnu. Þessi kyrrstaða var rofin með Mikla- garði, en ég féllst á að taka að mér stjórnarformennsku þar. Það æxlað- ist einnig þannig til, að ég tók að mér formennsku í KRON, vegna beiðni annarra. Það er kannski ekki við- eigandi að segja þetta í viðtali, en einhvern veginn er ég þannig, að ég á 8 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.