Þjóðlíf - 01.11.1986, Blaðsíða 19

Þjóðlíf - 01.11.1986, Blaðsíða 19
Ríkir GOÐ- ÆRI í landinu? Ef undan er skilinn leiðtoga- fundur Gorbatsjof og Reagan í síðasta mánuði hefur fátt borið jafn hátt í fréttum og almennri umræðu nú á haustdögum en góðæri það, sem sagt er ríkja í efnahagslífi íslendinga þessi misserin. Ekki hafa allir verið á eitt sáttir um þetta góðæri. Ríkis- stjórnin hefur hampað því mjög og um leið áskilið sér þakkir fyrir góðan árangur í stjórn efnahagsmála. Stjórn- arandstæðingar hafa látið sér fátt um finnast. Annars vegar hafa þeir haldið því fram, að væri yfirleitt um nokkurt góð- æri að ræða, væri því mjög misskipt milli manna. Hins vegar hefur þeim þótt hlutur ríkisstjórnarinnar í besta falli rýr, en í versta falli verri en enginn. Ef marka má þaö sem haft er eftir fólki í fjölmiðlum og það sem sagt er á förnum vegi, virðist almenningur eiga nokkuð bágt með að gera sér grein fyrir hvað er á seyði. Flestir virðast trúa því, að góðæri ríki, en eiga um leið bágt með skilja hví þeir séu þá jafnblankir og áður. Fyllsta ástæða virðist því vera til að reyna að átta sig á því í hverju góðærið felist, og jafnframt reyna að skera úr um hverju(m) það sé að þakka. Góðæriö í þjóðhagsáætlun fyrir árið 1987, sem forsætisráðherra lagði fyrir Al- þingi um miðjan október, er góðær- inu lýst svo: „ . . . þjóðarbúið [stend- ur] nú traustari fótum en um langt árabil. Landsframleiðsla ... fer á þessu ári fram úr því sem hún varð mest fyrir efnahagsþrengingarnar [1982 og 1983]. Tekjur heimilanna eru einnig meiri en nokkru sinni fyrr. Atvinnuástand er gott. Síðast en ekki síst . . . er verðbólga hér á landi [nú sú langminnsta] í hálfan annan ára- tug.“ Hér er kröftuglega að orði komist, þótt fótur — a.m.k. flugufót- ur - sé fyrir því flestu. Landsframleiðslan í heild, þ.e. heildarverðmætasköpunin í landinu eins og hún er reiknuð út hjá Þjóð- hagsstofnun, dróst saman um rúm- lega fimm prósent á árunum 1982 og 1983, en síðustu þrjú ár hefur hún vaxið um nálægt tólf prósent. Ljóst er því, að hún verður meiri en nokkurn tíma áður. Það sem af er árinu hefur skráð atvinnuleysi verið innan við eitt prósent af mannafla. Sé litið til ná- Eftir Birgi Árnason ÞJÓÐLÍF 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.