Þjóðlíf - 01.11.1986, Blaðsíða 17

Þjóðlíf - 01.11.1986, Blaðsíða 17
Nú er Ólafur reyndar hœttur að rit- stýra Samúel og byrjaður að spreyta sig á sjónvarpsþáttagerð — hjá ríkis- sjónvarpinu! Hvað er að gerast? „Ég byrjaði að skrifa um nauðsyn útvarpsfrelsis fyrir áratug. Þá var ég í námi í blaðamennsku í Bandaríkjun- um og sagði ma. frá því sem þar var að gerast. Ég skrifaði mikið næstu árin og eftir að ég kom heim tók ég þátt í stofnun Samtaka um frjálsan útvarpsrekstur árið 1979. Þetta félag samdi ma. lagafrumvarp sem Friðrik Sophusson flutti á þingi. Það var þó ekki fyrr en nokkrum árum seinna sem verulegur skriður komst á málin. Rás 2 var stofnuð árið 1983, útvarps- laganefnd lagði fram frumvarp og þegar ég sá fram á að draumur minn væri að verða að veruleika dró ég úr skrifunum." Átök um útvarp Áfram hélt Ólafur þó afskiptum sínum af útvarpsmálum enda segir hann að fjölmiðlun sé sitt helsta áhugamál. í verkfalli BSRB efndi hann ásamt fleirum til stofnfundar íslenska útvarpsfélagsins og þar var troðfullt út úr dyrum. „Fundurinn var auglýstur í Fréttaútvarpinu sem DV rak og á hann mættu ma. tveir ráðherrar. Framhaldsstofnfundur var svo boðaður þrem vikum seinna en að honum loknum sagði ég mig úr félaginu." — Hvers vegna? „Það gerðist þannig að við vorum sex sem áttum hugmyndina að þessu félagi. Við ætluðum að safna fimm miljónum í hlutafé og leggja sjálfir fram 200 þúsund krónur hver. Af- gangurinn átti að vera í höndum margra smærri hluthafa en við treystum á það að halda meirihlutan- um í félaginu þótt við ættum aðeins tæpan fjórðung í því. Svo gerist það að einn okkar, Jón Ólafsson í Skíf- unni, leggur fram miklu meira hluta- fé og skráir þess utan konu sína, endurskoðanda, fyrirtæki og vini, þám. nokkra félaga úr hulduher Al- berts Guðmundssonar, Helenu Al- bertsdóttur, Þorvald Mawby og Jón Hjaltason í Óðali, fyrir stórum hlut- um. Það var því augljóst að hann ætlaði sér að hafa töglin og hagldirn- ar í stjórninni sjálfur. Við reyndum að tala hann til en hann fékkst ekki til að draga úr sín- um hlut. Þar með var samstaða okkar sexmenninganna fokin og við geng- um út fjórir. Þetta var orðið allt öðru- vísi en við ætluðum okkur.“ - Voru ekki komin stórfyrirtæki til sögunnar líka? Hagkaup og fleiri? „Jú, reyndar, en það gerðist þó ekki í alvöru fyrr en seinna. Þá var hlutaféð aukið í 15 miljónir króna, Flugleiðir og Eimskip skrifuðu sig fyrir sinni miljóninni hvort fyrirtæki. Og fleiri fyrirtæki lögðu í púkkið. Nú skilst mér að Jón Ólafsson sé kominn út í horn og hafi fátt að segja um reksturinn." — Hvað vakti fyrir ykkur í upphafi? „Við vorum alltaf með stöð svip- aða Bylgjunni í huga. Við vildum láta fólkið hafa það sem fólkið vill og ætluðum okkur aldrei að fara út í samkeppni við gömlu Gufuna. Það hefur líka komið í ljós í könnunum að undanförnu að rúmlega helmingur þjóðarinnar vill hlusta á léttar popp- stöðvar. Ég er því ofboðslega ánægð- ur með að svona stór hópur hafi nú val á milli stöðva.“ Ekki gródavonin ein — Finnst þér draumar þínir vera að rœtast? „Já, ég get ekki neitað því. Það hefur líka sannast það sem ég hélt fram um gildi samkeppninnar. Hún hefur aukið úrvalið á ljósvakanum og Ríkisútvarpið hefur brugðist skynsamlega við samkeppninni, lengt útsendingartímann og færst í aukana. Að vísu fellur þetta saman við þá tilviljun að mikil mannaskipti verða í æðstu stöðum innan stofnunarinnar. En breytingarnar sem hafa orðið urðu fyrst og fremst vegna sam- keppninnar. Stofnun Rásar 2 sýndi að vitneskjan ein um það sem fram- undan væri nægði til þess að stofnun- in tæki við sér. Sjónvarpið hefur svo hlaupið upp til handa og fóta að undanförnu. ís- lensk framleiðsla hefur tvöfaldast án þess að hlutur erlenda efnisins minnki. Útsendingartíminn hefur einfaldlega lengst.“ — Þessi áhersla sem þú og þínir skoðanabrœður hafið lagt á frelsi til að reka eigin útvarpsstöðvur, er hún ekki sprottin af gróðavoninni einni? „Nei, alls ekki. Þetta er ekki síður spurning um áhugasvið. Við viljum hafa lifibrauð af þessu áhugamáli okkar. Ég vil líta á útvarpsstöðvar sem hluta af fjölmiðlaheiminum. Eins og aðrir fjölmiðlar hafa þær það hlutverk að uppfræða og skemmta og hlúa að siðmenningunni auk þess að vera tengiliður fólks við það sem al- menning varðar. Fjölmiðlar þjóna þessum mark- miðum misjafnlega. Dagblöð segja okkur það sem gerist hér og nú, tíma- rit kafa dýpra og eru sérhæfðari. Út- varp getur hins vegar stundað beinustu fjölmiðlun sem hugsast kann. Það getur haldið okkur í stöð- ugu sambandi við það sem er að ger- ast. Auk þess er það kjörinn miðill fyrir afþreyingartónlist. Að mínu viti ætti það ekki að gera mikið meira en að segja fréttir og leika tónlist. Flestir vilja hafa það þannig, þeir geta sótt fræðslu og upplýsingar annað. Eldra fólk vill hins vegar hafa meira kjöt á stykkinu og kannanir sýna að tæplega helmingur þjóðar- innar vill hafa útvarp eins og Rás 1. Það er búið að ala landann upp við slíka stöð. Og það er ekki hægt að skera niður þjónustu sem ótrúlega stór hópur fær frá Rás 1. Hins vegar er ljóst að þessi hópur er ekki góður markaður fyrir auglýsendur, stærstur hluti eldra fólks hefur lágar tekjur og er lítt ginnkeyptur fyrir nýjungum. Stöðin er dýr í rekstri og tekjuvonir litlar. Það liggur því í augum uppi að einkaaðilar hafa ekki áhuga á rekstri slíkra stöðva. Og þá verður ríkið að koma til og halda slíkri stöð uppi á kostnað skattborgaranna.“ Auglýsingakakan á að aukast — En hvað er grundvöllur fyrir miklu útvarpi? „Það fer eftir almennum aðstæðum í viðskiptalífinu. Auglýsingakakan hefur stækkað að undanförnu og það er grundvöllur fyrir því að hún stækki enn meir. Miðað við það hve tekju- háir við íslendingar erum þá erum við langt á eftir öðrum þjóðum hvað varðar eyðslu í auglýsingar. Hana mætti tvöfalda eða þrefalda til þess að við yrðum jafnokar annarra. Þetta á vonandi eftir að breytast til batnað- ar þegar menn sjá að það er betri fjárfesting að kynna söluvöru en eyða fé í steinsteypu. Á hinn bóginn finnst mér auglýs- ingar í útvarpi allt of dýrar. Útvarps- auglýsingar virka best ef þær eru endurteknar nógu oft. Þess vegna þarf grunngjaldið að vera lægra svo menn hafi efni á að endurtaka þær. En það sem skiptir höfuðmáli er að fólk geti valið milli stöðva. Það var til skamms tíma ekki hægt og í einokun- inni skapaðist tómarúm í kringum Ríkisútvarpið. Það hafði enga við- miðun til að taka sig á. Það er sam- bærilegt við kaupfélögin. Þar sem þau eru einráð eru búðirnar lélegar en þar sem samkeppni ríkir eru þær miklu betri. Þetta hafa stjórnendur RÚV skilið og brugðist skynsamlega við og því er ég hæstánægður með ástandið," sagði Ólafur Hauksson. ÞJÓÐLÍF 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.