Þjóðlíf - 01.11.1986, Blaðsíða 60

Þjóðlíf - 01.11.1986, Blaðsíða 60
Af og til berast fréttir af ógnvekjandi hryðjuverkum, sem mörg hver eru rakin til landanna fyrir botni Miðjarðarhafs, einkum til Palestínu. En hverjir eru Pale- stínumenn, hvaðan komu þeir og hvað vilja þeir? Dagur Þorleifsson svarar þess- um spurningum í eftirfarandi grein og leiðir þar m.a. í ljós, að Palestína hefur aldrei verið til sem land, og því síður hefur verið til þjóð er gæti kallað sig Palestínu- menn. Landspildan, sem hlotið hefur nafn- ið Palestína, hefur verið byggð ýmsum þjóðum og þjóðabrotum í aldanna rás og Gyðingar hafa alla tíð verið þar fjöl- mennir. PALESTÍNU- MENN Eftir Dag Þorleifsson Palestína þýðir Filistaland og dreg- ur sem sé nafn af Filistum, þjóð að líkindum ættaðri úr suðurhluta Litlu- Asíu er upp úr aldamótum 1200 f. Kr. settist að á suðurhluta pale- stínsku strandsléttunnar og var allvoldug um hríð, svo sem lesa má um í Biblíunni. Það munu hafa verið Rómverjar, sem tóku upp á því að kalla Júdeu og nærliggjandi héruð Palestínu, og hefur það trúlega staðið í sambandi við þá viðleitni þess heimsveldis að uppræta gyðingdóm- inn úr þessu kjarnasvæði hans. Eftir tíð Rómaveldis var aldrei um það að ræða að þetta svæði skæri sig svo heitið gæti úr umhverfinu hvað snerti þjóðerni, trúarbrögð eða menningu yfirleitt, þ.e.a.s. ekki fyrr en gyðingum fór að fjölga þar á ný. 1 soldánsdæmi Ósmana var heitið Sýr- land gjarnan látið ná einnig yfir þau svæði sem nú eru Ísrael-Vesturbakki og Jórdanía. En þegar Bretar lögðu undir sig þessi svæði í lok heimsstyrj- aldarinnar fyrri kölluðu þeir þau einu 60 ÞJÓÐLlF nafni Palestínu - þ.e. einnig svæði það austan Jórdanár sem nú er kon- ungsríkið Jórdanía. Þetta var engan veginn út í hött þar eð Jórdan hefur aldrei verið teljandi þröskuldur milli héraðanna austan ár og vestan. Á milli þeirra svæða hefur og verið náið samband frá fornu fari, t.d. bjó nokk- ur hluti ísraelsmanna hinna fornu austan ár. í heimsstyrjöldinni fyrri og næstu árin þar á eftir ýttu Bretar undir þjóðernishyggju araba, sem fram til þessa hafði verið veikburða, bæði til að fá araba með sér gegn Tyrkjum og til þess að bægja frá Austurlöndum nær öðrum stórveldum. Liður í því tafli var að Bretar fengu Abdúlla, syni Hússeins sérífa í Hedjas, stjórn yfir þeim hluta þessa yfirráðasvæðis síns er austan Jórdanar lá. Bretar töldu þetta svæði lítt arðvænlegt og fékk Ábdúlla að hafa þar sína henti- semi að mestu og eftir heimsstyrjöld- ina síðari varð það að forminu til sjálfstætt konungsríki undir nafninu Transjórdanía. Þar situr nú að völd- um sonarsonur Abdúlla, Hússein, og nú heitir ríkið Jórdanía. Svo sem alkunna er lýstu Bretar því yfir í heimsstyrjöldinni fyrri að þeir myndu stuðla að því að gyðingar kæmu sér upp þjóðarheimili í Pale- stínu. Persónuleg samúð með gyðing- um af hálfu vissra breskra framá- manna, ekki síst Balfours utanríkis- ráðherra, átti einhvern þátt í þessu, en meginástæðan var sú að Bretar vildu með þessu afla sér stuðnings og samúðar meðal gyðinga almennt, einkum í Bandaríkjunum, með tilliti til stríðsins. í bollaleggingum Breta um téð þjóðarheimili var ekki ráð fyrir öðru gert en að gyðingar settust einnig að austan Jórdanar. Eftir að téðu yfirráðasvæði Breta var skipt í tvennt með fyrrgreindum hætti færðist það smám saman í vöxt að heitið Palestína var eingöngu haft um svæðið vestan Jórdanár. Hin merking heitisins hefur þó aldrei al- veg fallið úr gildi, hvorki meðal gyð- A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.