Þjóðlíf - 01.11.1986, Blaðsíða 70

Þjóðlíf - 01.11.1986, Blaðsíða 70
rúnu Guðmundsdóttur kemur bókin Föt fyrir börn, en fyrri bók hennar, Föt fyrir alla, er út kom fyrir tveimur árum, hlaut geysigóðar viðtökur. Pá skrifar Jörgen Pind Bókina um MS-DOS, bók um al- gengasta stýrikerfið í einkatölvum og er sú bók þegar komin á markað. MÁL OG MENNING gefur út fjögur þýdd skáldverk að þessu sinni og eru þau hvert öðru bitastæðara. Guðbergur Bergsson þýðir nýjustu bók Gabríel García Marquez, Ástin á tímum kóler- unnar, en hún kom út fyrir tæpu ári og hefur hlotið mjög góðar viðtökur erlend- is. Eins og nafnið bendir til fjallar sagan um ástina, en þetta er stór og mikil skáld- saga sem gerist í Kólumbíu undir lok síð- ustu aldar og langt fram á þessa. Ingibjörg Haraldsdóttir þýðir Fávita Fjodors Dostójevskís og kemur fyrra bindið út nú. Friðrik Rafnsson þýðir bók Milans Kundera og er íslenskt heiti hennar Óbærilegur létleiki tilverunnar. Þetta er ný skáldsaga höfundar og hefur vakið mikla athygli austan hafs og vestan. Kundera er Tékki sem býr í útlegð í París og er Friðrik Rafnsson nemandi hans. Þá þýðir Björn Th. Björnsson Flarmaminn- ingu Leónóru Kristínar í Bláturni. Þetta er sjálfsævisaga danskrar kóngsdóttur á 17. öld, er sat í fangelsinu Blátumi í konungshöllinni miðri í hartnær 40 ár. Þýðandi ritar sögulegan inngang og skrif- ar skýringar og bókin er prýdd fjölmörg- um myndum. Tvær íslenskar barnabækur koma út hjá MÁL OG MENNINGU að þessu sinni. Þorvaldur Þorsteinsson skrifar Skilaboðaskjóðuna - spennandi ævintýri með litmyndum eftir hann sjálfan, og Hrafnhildur Valgarðsdóttir sendir frá sér söguna Kóngar í ríki sínu með teikning- um eftir Brian Pilkington. Sú bók er reyndar þegar komin út. Þá sendir forlag- ið frá sér bókin Ekki á morgun, ekki hinn... eftir Ragnheiði Gestsdóttur, en það er bók sem ætti að létta yngstu kyn- slóðinni biðina eftir jólunum. Þetta eru 24 opnur í stóm broti, ein fyrir hvem dag desembermánaðar. Þá kemur út söngbók bamanna, Fljúga hvítu fiðrildin, Helga Gunnarsdóttir, tónmenntakennari, safnaði lögum og vísum, og Ragnheiður Gestsdóttir teiknaði myndir. Loks má svo nefna bókina íslensk úrvalsœvintýri sem ætluð er bömum og unglingum. Hall- freður Örn Eiríksson annaðist þá útgáfu. Frá metsöluhöfundinum Andrési Indriðasyni koma út tvær bækur hjá MÁL OG MENNINGU. önnur þeirra ber vinnutitilinn Meiri stœlar og er þar um að ræða sjálfstætt framhald af bókinni Bara stœlar. Hann skrifar einnig bókina Með stjörnur íaugum - sögu um ungt fólk, ástina og framtíðina. ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ gefur út fjórar ljóðabækur, sem ljóðaunnendur ættu að kætast yfir. Matthías Viðar Sæmundsson sér um útgáfu á ljóðum Kristjáns Jónssonar fallaskálds og hann ritar einnig inngang um skáldið. Ljóð- mœli heitir sú bók. Hin ljóðabók AB er bók Jóhanns Hjálmarssonar, Áfanga- staður myrkrið. Þessar bækur tvær vom reyndar gefnar út nú í haust, en væntan- legar eru frá útgáfunni tvær aðrar ljóða- bækur fyrir jólin. Eru þær eftir Heimi Steinsson, Haustregn, og Pjetur Hafstein Lárusson, Daggardans og darraðar. Af öðrum bókum AB má nefna við- talsbók Jakobs Ásgeirssonar við Kristján Albertsson. Sú ber heitið Á yngri árum og ætti titill hennar að gefa innihaldið til kynna. Þá sendir Matthías Johannessen frá sér smásagnasafnið Konungur af Aragon og aðrar sögur. Hjá forlaginu kemur út nýjasta verk Einars Más Sigurðssonar. Eftirmáli regndropanna heitir sú. Önnur íslensk skáldsaga frá AB er eftir Helga Jónsson og ber hún heitið / kyrrþey. Tvær barnabækur koma út hjá AB nú. Iðunn Steinsdóttir sendir frá sér Jóla- sveinabókina og Kristín Thorlacius þýðir bókina Sigling Dagfara. Bókaklúbbur AB sendir frá sér eina bók í mánuði árið um kring. Nú í nóvember er væntanleg athyglisverð bók, Rósa eftir Knud Hamsun. VAKA - HELGAFELL VAKA-HELGAFELL gefur út tvær bækur sem tengjast Nóbelskáldinu. í annarri er að finna greinar eftir Halldór sem birtust í íslenskum dagblöðum á þriðja áratug aldarinnar. Hann er ærið oft fjarri heimahögum er hann ritar þessar greinar, dvelur m.a. á Sikiley, en fylgist eigi að síður með og blandar sér í þjóð- málaumræðuna. Bókin sú nefnist Af ís- lensku menningarástandi. Hin Laxness- bókin er eftir bókmenntafræðinginn Árna Sigurjónsson og ber heitið Skáldið og þjóðlífið. Hér er um doktorsritgerð Árna að ræða er hann lagði fram við Stokkhólmsháskóla. Árni hefur búið þetta rit til útgáfu með örlitlum breyting- um frá upprunalegu handriti. Þrjú skáldverk eftir íslenska höfunda koma út hjá VÖKU-HELGAFELL. Fríða Á. Sigurðardóttir sendir frá sér bókina Eins og hafið... Sögur Fríðu hafa ávallt vakið athygli og væntanlega verða lesendur hennar ekki fyrir vonbrigðum nú frekar en endranær. Ólafur Jóhann Ólafsson heitir nýtt íslenskt skáld sem sendir frá sér bókina Níu lykar og er þar um smásagnasafn að ræða. Þetta er frum- raun höfundar sem annars starfar sem framleiðslustjóri hjá stórfyrirtækinu Sony vestur í Bandaríkjunum - og er sonur hins góðkunna höfundar Ólafs Jóhanns Sigurðssonar. Þá sendir Jón Steingríms- son frá sér bókina Um höf til hafna og er þar á ferð framhald bókar hans Kola- kláfar og kafbátar er út kom í fyrra. Tvær ljóðabækur koma út hjá VÖKU- HELGAFELL nú fýrir jólin. Er önnur þeirra eftir Jónas Svafár og hefur Jónas myndskreytt hana sjálfur. Heitir hún Sjöstjarnan í meyjarmerkinu og er þar að finna bæði ný ljóð og úrval eldri ljóða. Hin Ijóðabókin er frumraun Gunnars Gunnlaugssonar, læknis, og ber heitið Flýguryftr bjarg. Af barna- og unglingabókum forlags- ins má nefna Emil og skunda eftir Guðmund Ólafsson, en hann hlaut ein- mitt Barnabókaverðlaun 1986 fyrirþessa sögu. Dómnefndin lauk miklu lofsorði á sögu Guðmundar og gagnrýnendur hafa tekið í sama streng. Þá kemur út fjórða bókin í flokknum Ævintýraheimur Ár- manns og nefnist hún Hvalveiðimenn í bjarnarklóm og fjallar eins og fyrri bækur í flokknum um þá félagana Óla og Magga og ævintýri þau er þeir lenda í. Af þýddum bókum forlagsins bere.t.v. hæst þýðingu Fríðu Á. Sigurðardóttur á bók Jean M. Auel, sem vakið hefur mikla athygli erlendis á undanförnum árum og fengið mjög góða dóma. íslenskt heiti hennar er Ætt bjarnarins mikla og er skáldsaga er gerist í árdaga mannkyns, - reyndar áður en homo sapiens er kominn fram á sjónarsviðið. Tvær bækur koma út hjá forlaginu um mat og drykk. Annar höfundanna er Sigmar B. Hauksson og nefnir hann bók sína A matarslóðum. Bók þessi er skrifuð með það að leiðarljósi að vera ferða- mönnum innanhandar við leiðsögn um Evrópu - matleiðis að sjálfsögðu. Hin bókin um þetta efni er Drykkir við allra hæft. Þar er að finna uppskriftir að 260 drykkjum af ólíkustu gerð, bæði áfengum og óáfengum. Ekki má skilja svo við VÖKU- HELGAFELL að ekki sé minnst á sjálft flaggskip útgáfunnar. Þar er á ferðinni geysilega vönduð bók og efnismikil eftir Ara Trausta Guðmundsson og fleiri. ís- landseldar heitir hún og fjallar um sögu eldsumbrota á íslandi frá upphafi skv. nýjustu rannsóknum. Bókin hefur verið í vinnslu í fjögur ár og hafa margir okkar fremstu vísindamanna komið þar við sögu. Bókin er ríkulega skreytt lit- myndum og teikningum. Áskrifenda- happdrætti Heimilis- sýningarinnar Dregið hefur verið í áskrifenda- happdrætti Þjóðlífs á sýningunni HEIMILIÐ ‘86. Upp komu eftirtalin númer: 1. 2156 2. -5. 2157, 0723, 1508, 1991 6.-10. 1137, 0330, 0153, 0541, 0708 70 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.