Þjóðlíf - 01.11.1986, Blaðsíða 64

Þjóðlíf - 01.11.1986, Blaðsíða 64
Þjóðernishyggja Þjóðernishyggja jafnt araba sem gyðinga hellti olíu á eldinn. Framá- menn gyðinga voru framan af tilbúnir að fallast á að þetta þjóðarheimili þeirra yrði innan ramma tyrkneska soldánsdæmisins og síðar breska heimsveldisins, en þegar báðum þeim veldum seig larður og fjandskapur araba, utan Palestínu sem innan, magnaðist, varð sú skoðun ofan á meðal Palestínu-gyðinga að fullkom- lega sjálfstætt gyðingaríki væri eina lausnin. Harðlínumenn kröfðust auk allrar Palestínu allrar Jórdaníu og S- Líbanons, en þeir hófsömustu voru tilbúnir að sætta sig við hluta af Pale- stínu. Arabar fyrir sitt leyti vildu flestir ekki annað en losna við sem flesta gyðinga úr Palestínu, eða þá að gyðingar sættu sig við að vera þegnar Mikilvæg ástæða til út- lendingahaturs er gjarn- an ótti innfæddra um það, sem þeir skynja sem „sitt eigid". í ríki þar sem arabar hefðu völdin. Niðurstaðan varð sú að 1947 var samþykkt á allsherjarþingi SÞ að Palestínu skyldi skipt í tvö ríki, ara- bískt og gyðverskt. Þessi lausn, sem bæði Bandaríkin og Sovétríkin stóðu að, var slæm, en þó varla um aðra betri að ræða; fjandskapurinn milli araba og gyðinga var þá orðinn slíkur að erfitt var að gera sér í hugarlund að þeir gætu lifað saman stórvand- ræðalaust í einu og sama ríkinu. Flóttinn — flóttamennirnir Arabaríkin reyndu að kæfa þessa lausn í fæðingunni með vopnavaldi. Jafnframt hófst mikill flóttafjöldi ar- aba frá þeim svæðum þar sem gyðing- ar voru fjölmennastir. Ótti við of- beldi og hryðjuverk af hálfu gyðinga hefur trúlega valdið mestu um það, og eyðing arabaþorpsins Deir Jassin, er um 250 manns af báðum kynjum og á ýmsum aldri voru strádrepin, sýnir að sá ótti var ekki ástæðulaus. Rétt er að taka fram að arabar drógu ekki heldur af sér við hryðjuverkin þar sem þeir fengu þeim við komið. ísraelsmaður einn sagði þeim er þetta ritar, að allir þeir gyðingar er féllu aröbum í hendur í stríði þessu hefðu verið saxaðir sundur í smástykki. Þetta er mikill siður í Austurlöndum nær, þegar hernaður og manndráp eru á döfinni. Heimildum um tölu hinna upp- runalegu flóttamanna ber illa saman; þær hlaupa á bilinu 300 þúsund eða rúmlega það uppundir 700 þúsund. Það flækir málið að eftir að SÞ tóku að skipuleggja hjálp til þessa nauðstadda fólks, voru veruleg brögð að því að fátæklingar í löndum þeim er Palestínumenn höfðu leitað hælis í blönduðu sér í hóp þeirra til að afla sér viðurværis með þægilegu móti. Alvarlegt var þetta flóttamanna- vandamál vissulega, en hefði þó átt að vera tiltölulega auðvelt úrlausnar. Til dæmis má geta þess, að um 30 milljónir Evrópumanna urðu flótta- menn vegna heimsstyrjaldarinnar síð- ari, en þótt Evrópa væri í sárum eftir þann hildarleik tókst furðufljótt að útvega þessum fjölda nýja staðfestu. Táknræn mynd fyrir líf margra ungra ísraelsmanna um þessar mundir: rifflar og bækur skipa jafnan sess í hugum þeirra. Þeir Finnar sem misstu heimili sín er Rússar tóku mestan hluta finnsku Karelíu og fleiri svæði voru að líkind- um álíka margir og palestínsku flótta- mennirnir, en engu að síður tókst Finnlandi svo fátækt sem það var og illa leikið eftir stríðið að fá flóttafólk- inu nýja bústaði og atvinnu svo að segja þegar í stað. Arabaheimurinn var að vísu van- þróaður, en engu að síður svo víð- lendur og auðugur að tiltölulega auð- velt hefði átt að vera fyrir arabaríkin að skipta niður á sig flóttamönnum. Sum arabaríkin, einkum Sýrland og Tyrkland, hafa meira að segja talið sig hafa sára þörf á fleira fólki at- vinnulífi sínu til eflingar. Hvers vegna ekki leyst? En arabaríkin gerðu lítið til hjálpar flóttafólkinu og neituðu því um ríkis- borgararétt (nema Jórdanía). Þjóð- ernishyggju araba var samfara pan- arabismi — draumur um stór.-arabískt ríki. Litið var á Palestínu sem óað- skiljanlegan hluta þessa fyrirheitna, stór-arabíska föðurlands, og því var draumurinn um tortímingu gyðinga- ríkisins þar óaðskiljanlegur frá pan- arabíska draumnum. Palestínsku flóttamennirnir urðu vopn í höndum arabaríkjanna í baráttunni að þessu marki. Sú stefna að neita flóttamönn- unum um borgararétt var að öllum líkindum meðvituð viðleitni til þess að fá flóttamennina, nauðuga vilj- uga, til að halda uppi vopnuðum Vopnuð barátta PLO hef- ur verið lítið annað en hryðjuverk á vopnlausu og varnarlausu fólki. árásum á ísrael. Flóttamönnunum var semsé sagt: Þið fáið aldrei að lifa eðlilegu lífi sem fullgildir samfélags- þegnar nema ykkur takist að tortíma ísrael og setjast að í Palestínu. Að viðhalda flóttamannavandamálinu var líka aðferð til að vekja samúð með málstað araba gegn ísrael á al- þjóðavettvangi. Metnaður margra arabaleiðtoga var að fá sig viðurkennda sem for- ingja allra hinna í baráttunni fyrir sameinuðum arabaheimi og þar með baráttunni gegn ísrael. Mikill liður í þeirri togstreitu arabaríkjanna var að þau leituðust við, hvert um sig, að hafa samtök Palestínumanna undir sinni stjórn. Þetta á við um Egypta- land, Sýrland, írak, á síðari árum Líbíu, og að vissu marki Jórdaníu og Saudi-Arabíu. Jafnframt því sem arabaríkin öttu flóttamönnunum á ísrael beittu þau þeim í erjum sín á milli. Þetta stöð- uga ósamlyndi arabaríkjanna gátu samtök flóttamanna stundum hagnýtt til þess að verða sér úti um aukið olnbogarými gagnvart þeim. Til þess að flóttamennirnir gætu ógnað ísrael eða orðið að liði í innbyrðis erjum araba varð að vopna þá og þjálfa og láta þá skipuleggja sig, og allt þetta varð flóttamönnunum til eflingar og aukins athafnafrelsis. Álitshnekkir sá er arabaríkin urðu fyrir vegna hrak- faranna í Sex daga stríðinu leiddi og til aukins sjálfræðis palestínsku sam- takanna gagnvart þeim. Miklu máli skipti að forkólfar pale- 64 ÞJÓÐLlF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.