Þjóðlíf - 01.11.1986, Blaðsíða 28

Þjóðlíf - 01.11.1986, Blaðsíða 28
unum er 2,2 börn. Ef þessir einstakl- ingar geta ekki átt börn taka þeir fósturbörn. Hjónabandið er yfirleitt í molum. Báðir einstaklingar bæla til- finningar sínar og því eru samskipti og tjáskipti mjög erfið. Linda segir Þetta fólk snýr sér að þeim sem næstir standa — börnunum. ennfremur, að um helmingur þeirra manna, sem hún hefur haft afskipti af, hafi ekki haft kynmök við konur sínar þann tíma, sem sifjaspellið átti sér stað. Hún segir, að þessi þáttur sé því ekki greinilegt samkenni, heldur séu það fyrst og fremst samskiptaörð- ugleikarnir. í þessum fjölskyldum er alltaf um það að ræða, að annar einstaklingur- inn drottnar yfir hinum, — og í lang- flestum tilfellum er það eiginmaður- inn sem drottnar yfir konunni. Kon- an lætur að öllu undan vilja hans og heimilislífið snýst í kringum hann. í öðrum tilfellum er það konan sem sér alfarið fyrir heimilinu — maðurinn er alkóhólisti, fatlaður, atvinnulaus o.s.frv. Þetta fólk, segir Linda San- ford, leitar ekki til sálfræðinga eða annarra sérfræðinga með vandamál sín. Það snýr sér að þeim sem næstir standa — börnunum. Þessir menn eru ekki að fullnægja Kynf erðislegt samband gerir kröfurtil barnsins, sem það hefur ekki þroska til að taka á. kynhvöt sinni, segir Linda Sanford. Málið snýst fyrst og síðast um vald, — vald yfir einhverjum — og lítið barn er betra en ekkert. „Þeir eru yfirleitt stjórnunarsamir, drottnunargjarnir, en með mjög lágt sjálfsmat og hafa mjög mikla þörf fyrir tilfinningatengsl,“ segir Hulda Guðmundsdóttir, yfirfélagsráðgjafi á geðdeild Borgarspítalans. „Þessa þörf virðast þeir aldrei hafa lært að tjá vegna ófullkominna tilfinninga- tengsla í bernsku. Þeir eru oft fremur að reyna að fulnægja þörf sinni fyrir blíðu, hlýju og öryggi, en um leið valdi, fremur en kynhvöt sinni í bók- staflegum skilningi.“ Börnin í þessum fjölskyldum eiga börnin að uppfylla þarfir foreldranna, ekki öfugt. Fórnarlömb sifjaspella eru yfirleit látin bera gífurlega ábyrgð á heimilum sínum, og ekki er óalgengt að sex til sjö ára barn sé látið gæta Við ákváðum að kalla hana Huld. Nafnið hæfir henni vel. Hún vill ekki láta nafn síns getið, af skiljanlegum ástæðum, og hún hefur hulið skelfi- lega æskureynslu sína innst í hugskoti sínu — eins og ótölulegur fjöldi kvenna. Nú finnst henni hins vegar að hún standi á tímamótum. Umræðan á undanförnum mánuðum um kynferð- islega misnotkun á börnum hefur opnað augu hennar fyrir því, að hún er ekki ein um þessa reynslu, og hún þarf að gera eitthvað til að þessi reynsla bugi hana ekki endanlega. Þess vegna féllst hún á að eiga eftir- farandi viðtal við ÞJÓÐLÍF. Sín vegna fyrst og fremst, en einnig vegna þeirra kvenna sem hafa lent í þessu og þeirra barna og unglinga sem kunna að lenda í þessu. „Ef ég get bjargað þó ekki væri nema einni stúlku með þessu, þá verð ég ánægð,“ segir hún. Hún kallar hann alltaf kallinn í samtali okkar, eða helvítis kallinn. Hún segist hafa misst sambandið við móður sína þegar „kallinn" kom inn á heimilið. Hann var strangur við þau systkinin og fyrir kom að honum varð laus höndin gagnvart móðurinni og börnunum, sérstaklega Huld. En hún fann að móðirin vildi ekki sleppa manninum. „Hann skaffaði vel,“ seg- ir hún í hæðnistón, en fjölskylda hennar hafði alla tíð lifað í sárustu fátækt. Ástandið skánaði verulega við komu stjúpföðurins. „Og þá held- ur maður kjafti," bætir hún við með biturleika í röddinni. Hún talaði lengi um ástandið á heimilinu, fjölskyldu sína og upp- vöxt, barnið sem hún fæddi 15 ára gömul og ævi sína eftir það. En þegar kom að því að lýsa því sem gerðist, féllust henni hendur. Tárin streymdu / Eg varekki SEK! Ég veit ekki hverju ég átti von á, þegar Huld birtist í dyrunum hjá mér. Ég átti alla vega ekki von á því að hitta káta og eðlilega 27 ára gamla konu, sem sló um sig með bröndur- um og kaldhæðni. Hún kom í fylgd vinkonu sinnar, sem hún hafði áður sagt frá reynslu sinni, og návist henn- ar hjálpaði henni áreiðanlega gegn- um samtalið. Því þegar til kastanna kom hrundi sú framhlið, sem Huld hefur með ærnu erfiði byggt upp gegnum árin, — árin sem liðin eru frá því hún var 14 ára gömul og stjúpfað- ir hennar hóf að venja komur sínar f svefnherbergi hennar. Hún segir mér fyrst frá fjölskyldu sinni, áður og eftir að stjúpfaðirinn flutti inn á heimilið. Hún var elst fimm bama móður sinnar, sem þá var nýskilin eftir erfiða sambúð við manninn, sem Huld kallaði pabba sinn. Hún segir, að móðir sín hafi í erfiðleikum þeim, sem fylgdu þessari sambúð og skilnaðinum, treyst mikið á hana, tólf ára gamla stúlkuna. Og Huld gekkst upp í verndarhlutverk- inu, bæði gagnvart móður sinni og yngri systkinum. Síðan kom hann. Huld varð strax meinilla við hann. Henni þótti hann ungæðislegur í háttum, spila sig „ofsa gæjalegan“ og var alltaf með tyggjó. „Ég hefði get- að kyrkt hann bara fyrir tyggjóið!," segir hún. niður kinnarnar og hún hnipraði sig saman í stólnum eins og lítið og varn- arlaust barn — 13 árum síðar. Við töluðum því ekki meira um það, enda enginn bættari með slíkum lýsingum. Það nægir að segja, að stjúpfaðirinn gerði sér lítið fyrir og nauðgaði stjúp- dóttur sinni 14 ára gamalli í heilt ár eða þar til hún var 15 ára gömul og þá orðin ófrísk eftir hann. Hún þagði um málið allan tímann. Hvers vegna? Vegna þess að hann skaffaði vel og hún vildi halda fjöl- skyldunni saman. Slík var hennar ábyrgðarkennd. En um leið lagði hún sitt eigið líf í rúst. Hún segist halda, að móðir sín hafi vitað þetta allan tímann. „Ég trúi hreinlega ekki öðru,“ segir hún. Móðir hennar gekk á hana með fað- ernið, þegar hún komst að ástandi dóttur sinnar. Dóttirin gaf óljós svör, sagðist ekki vita hver faðirinn væri, því hún hefði verið með svo mörgum! Móðirin trúði þessu ekki, því dóttirin var iðin við heimilisstörf og barna- gæslu og hafði því lítinn tíma til úti- vistar. Síðan spurði hún hana að því hvort það gæti verið að . . . . Og dóttirin játaði því. Málið var ekki rætt frekar. Tveimur vikum eftir að elsti sonur Huldar fæddist undirritaði hún yfir- lýsingu þess efnis, að hún eftirléti móður sinni og stjúpföður uppeldi 28 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.