Þjóðlíf - 01.11.1986, Blaðsíða 57

Þjóðlíf - 01.11.1986, Blaðsíða 57
Á ári hverju kaupa konur um ver- öld víöa snyrtivörur fyrir billjónir króna í þeirri von að geta lagað ýms- ar misfellur, sem þeim þykir náttúran hafa á sig lagt. En samkvæmt nýjustu rannsóknum á mannanna hegðan og smekk geta konur nú rólegar lagt frá sér málningarburstana. Það hefur nefnilega komið í ljós, að almenning- ur allur, bæði karlar og konur, veita karlmannsandlitum mun meiri at- hygli en kvenandlitum. Hin gömlu sannindi um, að karakter mannsins liggi í andlitssvipnum en konunnar í líkamanum, virðast skv. þessu eiga sér stoð í raunveruleikanum. Hópur sálfræðinga í Bandaríkjun- um og Bretlandi tók nýlega saman 1.750 ljósmyndir af einstaklingum sem birst höfðu í Time, Newsweek, MS., San Francisco Chronicle og ýmsum fleiri útbreiddum blöðum og tímaritum austan hafs og vestan. Þeir tóku ekki með myndir, sem augljós- lega áttu að sýna annað en andlitið, svo sem auglýsingamyndir af módel- um í baðfatnaði eða af snyrtivörum. Malningin hefur ekkert að segja þegar upp er staðið! Andlitslausar konur Síðan athuguðu þeir hversu löngum tíma þátttakendur í rannsókninni eyddu í að skoða þá líkamsparta, sem sáust á viðkomandi mynd. Og útkom- an varð sú, að ef andlit þess sem mynduð/aður var hallaði út á öxl, hlaut viðkomandi langmesta athygli. Ef líkaminn allur sást á mynd, var henni veitt Iítil athygli. Annað athyglisvert kom einnig í ljós — og nú skyldu allir femínistar halda sér fast: þátttakendur eyddu yfirleitt mjög litlum tíma í að skoða andlitin á myndunum ef hún var af konu! Hins vegar var annað uppi á teningnum ef fyrirsætan var karlmað- ur. Þá eyddu þátttakendur um tveim- ur þriðju af þeim tíma, sem þeir vörðu til að skoða myndina, í andlitið eitt. Sérfræðingarnir voru ekki sáttir við þetta, þannig að þeir fóru enn á stúf- ana. Nú rannsökuðu þeir alls kyns blöð og tímarit frá öllum heimsálfum og einnig sjálfsmyndir málara langt aftur í aldir. Alls staðar rákust þeir á það, að mun meira var lagt upp úr andlitum karlmanna en kvenna. Síð- an lá leið þeirra í listaskóla, þar sem þeir báðu 80 nemendur af báðum kynjum að teikna karl og konu þann- ig, að karakter viðkomandi kæmi skýrt í ljós. Hinir verðandi listamenn, bæði karlarnir og konurnar, gerðu andlit karlmannanna mun meira áberandi en kvennanna og lögðu einnig meiri alúð við andlitsdrætti karlanna. Hvernig skyldi nú standa á því, að fólk leggur svona mikið upp úr andliti karlmanna? Fyrir löngu sagði einn spekingurinn, að andlitið væri spegill sálarinnar — og ef til vill hefur hér áhrif sú staðreynd, að sál karlmanna er meira metin en kvenna. Samfé- lagið heldur hins vegar öðrum eigin- leikum á lofti þegar um konur er að ræða, svo sem hjartagæsku og vexti. Þessar staðreyndir hafa e.t.v. meiri og djúpstæðari áhrif en virðist í fljótu bragði. Andlitssvipurinn kann nefni- lega að villa okkur illilega sýn. í einni af þeirri athugun sem fræðingarnir gerðu kom nefnilega í ljós, að fólk hafði mikla tilhneigingu til að dæma fólk eftir andlitssvipnum. Þannig voru þeir sem voru með skarpa and- litsdrætti yfirleitt álitnir gáfaðir, hug- aðir og almennt meira aðlaðandi en hinir með veika andlitsdrætti. Hér eru því ekki aðeins á ferð Iítt uppörv- andi upplýsingar fyrir konur al- mennt, heldur ekki síður fyrir karl- menn með veikan svip! En þá er kannski bara að láta sér vaxa þriggja daga skegg og koma sér upp stingandi augnaráði! ÞJÓÐLÍF 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.