Þjóðlíf - 01.11.1986, Blaðsíða 4

Þjóðlíf - 01.11.1986, Blaðsíða 4
EFNISYFIRUT FORSÍÐAN 22 Forsíðuefnið fjallar um mál, sem hingað til hefur legið I algjöru þagnargildi meðal íslendinga - en hefur ætíð verið til. Sifjaspell eru tíðari en nokkurn grunar, svo og önnur kynferðisleg misnotkun á börnum og unglingum. Hór er fjallað ítarlega um þetta tabú eða bannorð og rætt við 27 ára konu, sem var nauðgað af stjúpföður sínum er hún var 14 ára gömul. VIÐTALIÐ 8 Þröstur Ólafsson er umsvifamikill athafnamaður í íslensku við- skiptalífi auk þess að vera framkvæmdastjóri eins stærsta verka- lýðsfélags landsins. Hann er einnig í forystusveit Alþýðubanda- lagsins og hefur oft verið nefndur sem arftaki annars sætis á lista flokksins í Reykjavík. Hann hefur sætt mikilli gagnrýni á umliðnum árum fyrir störf sín, en enginn efast um viðskiptahæfileika hans. Hvað segir hann sjálfur um málið? MYNDLIST 14 Slgur&ur Þórlr Slgurðsson opnaði einkasýningu á verkum sínum þann 8. nóvember í nýju galleríi í Reykjavík. FJÖLMIÐLAR 16 Ólafur Hauksson er best þekktur sem ritstjóri tímaritsins Samú- els. Hann hefur á undanförnum árum barist fyrir frelsi útvarps og sjónvarps - og hefur nú séð þann draum sinn rætast. Hann var einn stofnenda íslenska útvarpsfélagsins en sagði sig úr því vegna óánægju með framkomu annarra. EFNAHAGSMÁL 19 Að undanförnu hefur rækilega verið tíundað í fjölmiðlum, að ís- lendingar búi nú við mikið gó&æri, jafnvel meira en oft áður í sögu þjóðarinnar. Birgir Árnason, hagfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun, fjallar um málið. FATNAÐUR 34 Slgrún Guðmundsdóttir mun frá og með næsta blaði fjalla um fatnað, kynna efni og liti, strauma og stefnur, og gefa nytsamar ábendingar. Hún skrifaði bókina Föt fyrir alla, sem notið hefur mikilla vinsælda, og nú er að koma út eftir hana bók um fatnað á börn. ÞJÓÐLÍF kynnir Sigrúnu í þessu tölublaði. FRÉTTIR Sagt frá Þórunnl Sigurðardóttur og nýju leikriti hennar, Jóhönnu Harðardóttur á Bylgjunni og mörgu fleiru. TÓNLIST 39 Ung bandarísk söngkona hefur slegið í gegn í heimalandi sínu og í Evrópu á undanförnum mánuðum. Andrea Jónsdóttir segir frá blökkukonunni Whitney Houston. HÖNNUN 41 Unnur Úlfarsdóttir fjallar um Bauhaus-hönnunina margfrægu, en sú hönnunarstefna átti sitt blómaskeið í Þýskalandi á þriðja áratug aldarinnar og lifir enn góðu lífi meðal okkar í dag. FÉLAGSMÁL 48 Eru skákmenn skrýtnir? Svo spyrja sálfræðingar og komast aö þeirri niðurstöðu, að þeir séu a.m.k. um margt ólíkir okkur hinum, en við seljum þetta ekki dýrar en keypt var! Rætt er við skák- meistarann íslenska Friðrik Ólafsson. VERKALÝÐSMÁL 52 Verkalýðshreyfingin er sennilega sú stofnun þjóðfélagsins, sem mestri gagnrýni sætir. Svanur Kristjánsson ræðir um gagnrýnina og málsvörn forystumanna verkalýðshreyfingarinnar. MATARLÍF 58 Við kynnum apríkósu-rjómaostaköku og Tortoni-kaffi. ALÞJÖDAMÁL 60 Dagur Þorleifsson fjallar um Palestínumenn, uppruna þeirra og sögulega þróun þess landsvæðis sem jafnan er kennt við Palest- ínu. BÓKAMÁL 68 Jólin nálgast nú óðfluga og ekki seinna vænna að kynna hvað verður á boðstólum á bókamarkaðnum í ár. BARNALÍF 72 Við kynnum tvær teiknimyndasögur, sem framvegis verða fastir gestir í blaðinu. Það eru þeir Bragi og Hundurinn, teiknimyndir handa öllum aldursflokkum. Yngri börnin fá einnig eitthvað við sitt hæfi. TÍMARITIB ÞJÓÐLÍF 5. tbl. 2. árg. Nóvember 1986. Útgefandi: Félags- útgáfan h.f.. Laugavegi 18A, póst- hólf 1752, 121 Reykjavík. Ritstjóri: Auöur Styrkársdóttir. Fram- kvæmdastjóri: Margrét Hálfdánar- dóttir. Auglýsingastjóri: Ása Jó- hannesdóttir. Hönnun og útlit: Pröstur Haraldsson. Ljósmyndir: 4 ÞJÓÐLÍF Porvaröur Árnason o.fl. Lit- greiningar og filmuvinna:' Prent- myndastofan h.f. Prentun og bók- band: Prentsmiöjan Oddi h.f. Útgáfustjórn: Árni Sigurjónsson, Björn Jónasson, Ingibjörg G. Guö- mundsdóttir, Reynir Ingibjartsson, Skúli Thoroddsen (stjórnarformaö- ur), Svanur Kristjánsson, Þröstur Haraldsson. Varamenn: Ásdís Ing- ólfsdóttir, Ólafur Ólafsson, Ómar Haröarson. TÍMARITIB ÞJÓÐLÍF kemur út sex sinnum á ári. Verö í lausasölu kr. 239. Áskriftarverð þriggja tölublaöa frá september: kr. 633.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.