Þjóðlíf - 01.11.1986, Blaðsíða 33

Þjóðlíf - 01.11.1986, Blaðsíða 33
Ólafur Oddsson, forstöðumaður Hússins: Um þriðjungur ungl- inganna sagði frá kynferðislegri misnotkun á heimilum, flest stúlk- ur og flest af hendi stjúpföður. fyrir kynferðislegri áreitni af hendi óskyldum aðila, hafi oft verið þol- endur kynferðislegs ofbeldis í fjöl- skyldu þeirra. Þetta þýðir, að börn og unglingar, sem orðið hafa fyrir kyn- ferðislegu ofbeldi á heimili, eiga mjög erfitt með að dœma fólk og kringum- stæður og verða því oft annars konar þolendur einnig, verða t.d. fyrir að- kasti, háði o.s.frv. Margt fleira mætti telja upp hér, eins og kemur nánar fram í viðtali við Huldu Guðmundsdóttur síðar í greininni. Ljóst er þó, að áhrifin eru skelfileg. Eru það svona einstaklingar sem við viljum ala upp? Að sjálfsögðu ekki. En þá er að stöðva athæfið, — ekki loka augunum eins og hingað til hefur verið gert, hversu óþægileg sem okkur kunna að finnast þessi mál. Og það fyrsta sem við þurfum að segja við börnin og hina fullorðnu, sem orðið hafa fyrir kynferðislegri mis- notkun, er þetta: Ég trúi þér! Næsta setning þarf að vera: Þetta var ekki þér að kenna! ákaflega illa að meðferð barnavernd- armála yfirleitt, bæði vegna kynferð- isafbrota og annarra afbrota í garð barna. Mjög sterkar vísbendingar þurfa að vera fyrir hendi til þess að menn séu hnepptir í varðhald og þeim er sleppt um leið og málið er upplýst. Oftast halda mennirnir auð- vitað beina leið heim til sín á ný og barnaverndarnefnd getur ekki stjórn- að ferðum fólks. Þá þyrfti að hraða rannsóknum og dómsúrskurðum mjög í þessum málum, en oft geta liðið tvö til þrjú ár þar til dómur gengur yfir mönnunum. Yfirleitt er mönnum gert að sæta geðrannsókn, en barnaverndarnefnd hefur ekki að- gang að þeim skýrslum og enginn fylgist með því, hvort þessir menn fá viðhlítandi geðlæknismeðferð. Við reynum eftir mætti að fylgjast með fjölskyldunni áfram, en það er tak- markað hvað við getum gert ef ekki næst samvinna við hana. Þá getur líka hugsast, að afbrotamaður hafi gengist undir mjög vel heppnaða meðferð, og þá kemur dómur eftir dúk og disk dálítið á skjön við veru- leikann. Vandinn er sá, að þarna eru tvö eðlisólík kerfi að fást við sama málið, réttarkerfið og félags- málakerfið. Þarna vantar tengingu og miklu meiri samvinnu á milli.“ Gunnar segir Félagsmálastofnun hafa á að skipa sérhæfðu starfsliði, þótt fámennt sé, og geti því boðið upp á góða meðferðarþjónustu í þess- um málum. Hann segir, að yfirleitt sé byrjað á því að aðskilja barnið og gerandann. í íslensku barnaverndar- lögunum er ákvæði þess efnis, að fjarlægja megi geranda af heimilinu, en það mun líklega einsdæmi í laga- setningu af þessu tagi, a.m.k. í grann- löndum okkar. „Þetta er hins vegar mjög erfitt í framkvæmd," segir hann. „Oft skortir á samvinnu við hitt foreldrið, og málið vandast enn frekar ef gerandinn er ekki hnepptur í gæsluvarðhald meðan rannsókn stendur yfir. Þótt ég telji hiklaust, að betra sé að fjarlægja gerandann af heimilinu en þolandann, verðum við að vega og meta hvert tilfelli fyrir sig.“ Gunnar Sandholt kveðst vona, að umræða um þessi mál verði til þess, að augu almennings og stjórnenda landsins opnist fyrir bágri réttarstöðu barna þessa lands. „Við þurfum að fá fram umræðu um réttindi barna," segir hann. „Börn eru ekki viður- kennd sem mannverur með full mannréttindi. Það er afskaplega lítið tillit tekið til barna í okkar þjóðfélagi yfirleitt, þótt við séum vitaskuld bet- ur sett en margar þjóðir heimsins í þessum efnum. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um húsnæðismál okkar, vinnuálag, dagvistarmál, skólamál, umhverfismál eða umferðarmál, svo eitthvað sé nefnt. Tilfinningaálag á fjölskyldur er hér afskaplega mikið og foreldrum er því oft mikill vandi á höndum að sinna börnum sínum svo vel sé. Hér erum við reyndar komin inn á stjórnmálin, en það er auðvitað stjórnvalda fyrst og fremst að skapa þann ramma, þar sem gott fjölskyldulíf getur þrifist. Barnaverndarlög okkar fjalla fyrst og fremst um það hvað gera skuli þegar allt er komið í óefni, en þau fjalla lítið um almenna réttarstöðu barna. Öllum borgurum ber skylda að til- kynna til barnaverndarnefndar ef grunur leikur á um e.k. misfellur í uppeldi barna. Mörgum finnst þetta hins vegar mjög erfitt; það er rík hefð í okkar þjóðfélagi að skipta sér ekki af börnum annarra. Slíkt er álitið af- skiptasemi. En það er hins vegar allt- af jákvætt að sýna börnum athygli því velferð þeirra er á ábyrgð okkar allra. Og það er hægt að skipta sér af börnum á margan hátt, bæði já- kvæðan og neikvæðan, og það er ekk- ert sem segir að við eigum bara að skipta okkur af þeim þegar eitthvað ber út af. Að þessu leyti þarf að verða hugarfarsbreyting meðal al- mennings að mínu mati. Við þurfum öll að taka ábyrgð á okkar yngstu þegnum. Lögin leggja einnig samfé- laginu skyldur á hendur ef foreldrarn- ir bregðast. Barnaverndarnefndum ber skylda til að láta mál til sín taka ef eitthvað ber út af. Gallinn er bara sá, að barnaverndarnefndir eru mjög víða óvirkar og þær hafa á mörgum stöð- um ekki aðgang að fagfólki, einkum úti á landi. Á smærri stöðum er vart við öðru að búast, og því þarf að breyta skipulagi nefndanna. Vonandi ýtir þessi umræða á eftir því, að öll byggðarlög viðhlítandi þjónustu." ÞJÓÐLÍF 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.