Þjóðlíf - 01.11.1986, Blaðsíða 26

Þjóðlíf - 01.11.1986, Blaðsíða 26
Áreitnin miklu meiri en vitað er Hulda Guðmundsdóttir, yfirfé- lagsráðgjafi geðdeildar Borgarspítal- ans, er einn þeirra aðila, sem náið hafa kynnst kynferðislegri misnotkun á börnum hér á landi í tengslum við störf sín, bæði á geðdeildum og á stofu. Hún hefur ásamt nokkrum öðr- um aðilum komið á fót tengslahóp þeirra, sem vinna með og kynnast málum af þessu tagi. Hulda segist í starfi sínu hér á landi frá árinu 1979 hafa í vaxandi mæli orðið vör við, að valdbeiting og of- beldi gegn börnum ættu sér stað hér á landi, þar á meðal kynferðisleg ár- eitni og misnotkun, og það miklu oft- ar en almennt væri vitað. „Um leið varð ég þess vör, að það er erfitt að fá slík mál tekin til opinnar og hreinskil- innar umræðu og raunhæfrar með- ferðar hér á landi,“ segir hún. „Það var, og er enn, sterk tilhneiging til að líta á mál af þessu tagi sem óþœgileg mál, feimnismál, sem reynt var að loka augunum fyrir, þagga niður eða afneita. Þegar efnt var til fyrstu norrænu ráðstefnunnar um ofbeldi gegn börn- um í Danmörku árið 1983 ákvað ég því að sækja hana og glöggva mig betur á stöðu þessara mála. Næstu ráðstefnu um þessi mál, sem haldin var í Stokkhólmi 1985, sóttu tíu ís- lendingar og fjögur okkar héldu framsöguerindi. Þriðja norræna ráð- stefnan verður haldin í Osló 1987.“ Hulda segir, að íslensku þátttak- eridurnir hafi allir sótt ráðstefnuna að eigin frumkvæði vegna áhuga á þess- um málum, og þeir hafi síðan haldið áfram að funda um þessi mál á und- anförnum mánuðum, með það fyrir augum að vinna að þróun og upp- byggingu raunhæfra aðgerða á þessu sviði. Að hópnum standa aðilar úr heilbrigðis-, félagsmála, - mennta- og dómskerfinu. Tilgangur hópsins er að vinna að kynningar- og fræðslustarfi um þessi mál út á við, svo og rann- sóknum á umfangi og eðli þessara vandamála hér á landi. Slíkar grunn- upplýsingar þarf að vinna upp, því Hulda Guðmundsdóttir: Sterktil- hneiging til að líta á þessi mál sem „óþægileg mál“. eins og kemur fram annars staðar í blaðinu, m.a. hjá fulltrúum Félags- málastofnunar Reykjavíkur og Rann- sóknarlögreglunnar, eru mál af þessu tagi ekki skráð sérstaklega og því erf- itt að gera sér grein fyrir umfangi þeirra. Vitið þið eitthvað um félagslegar aðstœður fjölskyldna þeirra barna, sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi eða misnotkun á heimilum hér á landi? „Hér á landi hefur þetta ekki verið kannað til hlítar,“ svara Hulda. „En það er afskaplega líklegt, að þessum málum sé svipað farið hér og annars staðar. Erlendar athuganir benda til þess, að kynferðisleg valdbeiting á börnum komi fyrir í öllum stéttum, óháð menntun og efnahag, en hinum betur stæðu tekst oft betur en þeim verr stæðu að leyna innri vandamál- um. Þessar fjölskyldur virðast fljótt á litið svipaðar öðrum fjölskyldum, en við nánari athugun má greina hjá þeim ýmis samkenni, sem einnig koma fyrir í fleiri vandamálafjöl- skyldum. Eitt megineinkenni þeirra er, að þær eru oft tilfinninga- og fé- lagslega einangraðar frá umheimin- um og hinu félagslega umhverfi sínu. Þær hafa lítil tengsl út á við og eru oft fremur vinasnauðar. Þær eiga altént ekki vini, sem þær geta sýnt trúnað hvað varðar persónuleg vandamál og tilfinningar sínar. Tortryggni þeirra sjálfra er hér mestu um að kenna, en af þessu leiðir, að tilfinningalegum þörfum, sem og öðrum þörfum, verð- ur að fullnægja innan fjölskyldunnar. Mörk fjölskyldunnar út á við eru yfirleitt stíf og ósveigjanleg, en oft þeim mun óljósari milli hinna full- orðnu og barnanna. Barnið lendir oft í fullorðinshlutverki, bæði í bókstaf- legri merkingu og tilfinningalegri. Slík kona trúir því oft, að hún sé eða hljóti í eðli sínu að vera fórnarlamb kúgunar og misnotkunar. Oft þarf það að annast yngri systkini og tekur óeðlilega mikinn þátt í heim- ilishaldinu, og á tilfinningasviðinu þarf það að taka mikið tillit til for- eldranna og fullnægja tilfinninga- legum þörfum þeirra. Breskur geðlæknir, Anton Bento- vim, hefur bent á, að foreldrarnir í þessum fjölskyldum hafi oft mikla 26 ÞJÓÐLlF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.