Þjóðlíf - 01.11.1986, Blaðsíða 23

Þjóðlíf - 01.11.1986, Blaðsíða 23
Sifjaspell, eða blóð- skömm, er það athæfí sem mest bannhelgi hvílir yfírleitt á í þjóðfélögum mannanna. En það er ekki þar með sagt að slíkt athæfí eigi sér ekki stað. „Sifjaspell eru ekki bönnuð; það er hins veg- ar bannað að tala um þau,“ segir Linda San- ford, bandarísk kona sem rekið hefur meðferðar- heimili fyrir börn og kon- ur, sem orðið hafa fyrir sifjaspellum og kynferðis- legri misbeitingu. Þetta eru orð að sönnu. Allt fram undir haustið 1986 fengust mjög litlar upp- lýsingar um þessi mál hér á landi, — og engin kona fékkst til að ræða reynslu sína. Það var engu líkara en sifjaspell kæmu aldrei fyrir hér og opinberlega var aldrei um þau rætt. Síðan gjörbreyttist allt. Upplýsing- ar komu frá starfsmönnum Húss Rauða krossins um, að allt að þriðj- ungur þeirra unglinga sem leituðu að- stoðar í Húsinu hafði frá slíkri reynslu að segja, einkum stúlkurnar. Samtök um Kvennaathvarf héldu fræðsluerindi um málið og sjónvarpið tók það fyrir í Kastljóssþætti. Á eng- an verður þó væntanlega hallað þótt sagt verði, að þáttur Svölu Thorlaci- usar hafi verið mestur í því að opna augu almennings fyrir því, hversu geigvænlegt vandamál er hér á ferð- inni, og hversu mikil linka kynferðis- afbrotamönnum er sýnd. Og þá loksins virtist hægt að ræða málið. -Það er að segja, konur fóru að ræða málið sín í milli. Og þá kom í ljós, að sifjaspell og kynferðisleg misnotkun barna og unglinga virðist jafn algengt hér á landi en annars staðar í ná- grannalöndum okkar. Ég fékk allt í einu að heyra sögur kvenna, lífsreynslu þeirra og vinkvenna, — reynslu sem margar voru að segja frá í fyrsta sinn. Ég ætla ekki að lýsa því, hversu mikið þessar sögur fengu á mig — leyfi mér aðeins að vísa í frá- sögn Huldar, sem birt er annars stað- ar í blaðinu. Meir fengu frásagnirnar þó á viðmælendur mína. Sektar- kennd, biturleiki, vonleysi, reiði, sár- indi .... Jafnvel tíu, tuttugu árum síðar var sárið enn opið. Enginn veit fjöldann Á árunum 1910-1930 var talið í Bandaríkjunum að tíðni sifjaspella væri 1.1-1.2 á hverja milljón íbúa, þ.e.a.s. vart greinanleg! Nú er hins vegar talið að um tíu prósent stúlkna verði fyrir alvarlegri kynferðislegri misnotkun áður en þær ná 18 ára aldri. Ekki er þetta vegna þess að tíðnin hafi í raun aukist, heldur vegna hins að augu manna hafa loks opnast fyrir því, að hér er að ferðinni raunveru- legt vandamál. Aðalsteinn Sigfússon, sálfræðingur barnaverndarnefndar Reykjavíkur, segir að umfang máls- ins hafi ekki komið í ljós fyrr en farið var að bjóða upp á viðeigandi með- ferð, jafnt þolendum sem gerendum. „Þetta er það dulin hegðun, að erfitt er að komast að henni,“ segir hann. „Þetta er eins og með ísjakann, — aðeins tíundi hluti hans er sýnilegur, en hversu stór hann er veit enginn.“ Linda Sanford hin bandaríska, sem vitnað var til hér að framan, telur reyndar, að tíðni kynferðislegrar mis- notkunar sé í raun miklu hærri en margir vilja giska á. Hún segir, að giska megi á með nokkurri vissu, að fjórðungur nýfæddra stúlkubarna muni verða fyrir einhvers konar kyn- ferðislegri áreitni eða misnotkun áður en þær ná 18 ára aldri, og um einn af hverjum sjö nýfæddum drengjum. Hún segir einnig, að meiri líkur séu á að misnotkunin eigi sér stað inni á heimili stúlkunnar en utan þess, en þessu sé öfugt farið með drengina. Þeir verði einkum fyrir áreitni af völdum nágranna, íþrótta- kennara, kennara o.s.frv. heldur en heimilismönnum eða ættingjum. Hér á landi liggja engar tölur á lausu, hvorki um sifjaspell eða kyn- ferðislega áreitni í garð barna og unglinga. Agnar Guðmundsson deildarstjóri hjá Rannsóknarlögregl- unni sagði í samtali við ÞJÓÐLÍF, að fá sifjaspellsmál bærust embættinu, en hins vegar mörg mál þar sem börn- um eða unglingum er sýnd kynferðis- leg áreitni. Tölur liggja hins vegar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.