Þjóðlíf - 01.11.1986, Blaðsíða 29

Þjóðlíf - 01.11.1986, Blaðsíða 29
sonarins. Hann hefur verið á heimili þeirra síðan, en móðirin og stjúpfað- irinn eiga tvö börn saman. Huld hélt út á land í fiskvinnu, en var engan veginn í stakk búin til þess að stunda vinnu eða sjá um sig sjálf, hvorki andlega né líkamlega. Hún segist hafa iagst í sex vikna drykkju, en farið síðan til frændfólks síns úti á landi þar sem hún reyndi að stunda nám og vinnu næstu þrjú árin. Þetta voru mjög erfið ár og drykkja og strákastand voru áberandi hluti af lífi hennar. Hún reyndi að fremja sjálfs- morð fyrir átta árum, tók inn fullt glas af sterkum verkjapillum, og var í viku að ná sér. Síðan kom hún „heim“ og kynntist þá manninum sín- um. Stjúpi hennar réðst á hana dag- inn eftir að hún kom á heimilið, kýldi hana og barði þannig að hún átti fótum fjör að launa. Síðan hefur hún haldið sig eins fjarri heimili móður sinnar og stjúpa og henni hefur verið unnt. Hún segist margoft hafa reynt að ræða þetta mál við móður sína, en það sé eins og að tala við vegg. Hún segist ekki skilja afstöðu hennar, hvernig sem hún reyni. „Ég held að mamma sé ekki eina mamman, sem breiðir yfir svona hluti,“ segir hún með beiskju í röddinni. „Ég þekki að minnsta kosti fleiri dæmi mínu lík.“ Hún segist að vonum vera afskap- lega ósátt við móður sína. „Hún varð reið út í mig þegar ég ætlaði að fara að ræða þetta við hana fyrst og sagði, að ég hefði tælt hann! Ég sem var eins og beinagrind og örugglega ljót- asta stelpan í bænum! En það þýðir ekki fyrir mig að ræða þetta mál við hana, eða önnur tilfinningamál. Hún lokar eyrunum fyrir öllu slíku.“ Sárindin sitja í Huld — og munu örugglega sitja þar alla ævi. Fram- koma stjúpans, afstaða móðurinnar, það að hún skyldi þurfa að fara að heiman eins og sakamanneskja og þurfa að skilja drenginn eftir og vita af honum hjá stjúpanum! Sárin eru djúp, - og þau blæða enn í sál Huldar. Hún segist ekki hafa getað talað um þetta við nokkra manneskju á sínum tíma. Hún hafi hins vegar skrifað hugrenningar sínar í stílabæk- ur, ótal margar bækur, sem hún hafi því miður glatað. Hún sagði þó manninum sínum frá þessu þegar þau kynntust, til þess að hann frétti þetta ekki annars staðar. En hann vissi þá af þessu. Stjúpinn hafði nefnilega gortað af „afreki“ sínu víða um bæ- inn. Hún segist vart afbera tilhugsunina um að drengurinn sé hjá stjúpa henn- ar. „Ég þoli þaö ekki,“ segir hún. Hún vill þó ekkert gera í því drengs- ins vegna, því honum líði vel hjá móður hennar og vel sé hugsað um hann. „Maður þarf að hafa húmor, bæði fyrir sjálfum sér og öðrum,“ segir hún um sjálfa sig og líðan sína. „Og vera STERK. Ég reyni að hugsa ekki um þetta, hræra ekki upp í þessu því það brjótast svo margar tilfinningar fram þegar ég geri það. Niðurlæging mín var algjör. Manni er algjörlega misboðið sem einstaklingi með þessu. Ég var mjög geðill í mörg ár og æst, reyndi að fela vanmáttinn og sektarkenndina með gassalátum. Mér fannst, að öllum stæði á sama um mig, enda stóð þeim heima alveg á sama. Þetta hafði lamandi áhrif á tilfinningar mtnar. Nú finn ég hins vegar, að ég er að skríða inn í sjálfa mig, en ég hef alltaf passað að það gerðist ekki. En ég ræð ekki við þetta lengur. Mér finnst, að ég eigi eftir að vinna heilmikið í þessu, sérstaklega gagnvart mömmu. Mér fannst hún svíkja mig hrottalega. Mér fannst ég ekki eiga að þurfa að ganga af heimil- inu. ÉG VAR EKKI SEK!“ Huld á þrjú börn með manni sín- um, það yngsta innan við ársgamalt. Hún segir, að á ýmsu hafi gengið í samlífinu og þetta hefði aldrei gengið nema vegna þolinmæði hans. Hún hafi fyrst kynnst því fyrir fjórum árum, að kynlíf var ekki ljótt og leiðinlegt, eins og hún hafði haldið fram til þess tíma, heldur eitthvað sem hún gæti notið. En þótt sambúð- in sé kannski ekki það sem hún allra helst vildi, dettur henni ekki í hug að skilja eða taka saman við annan karl- mann. „Hann er faðir barnanna minna og mér dettur ekki í hug að fá stjúpföður inn á mitt heimili! Það skal aldrei verða!“ Ég veit ekki hvort Huld leið eitt- hvað betur eftir þetta samtal en áður. Hún hafði fáum trúað fyrir þessu máli áður, bitið á jaxlinn og borið vanmáttinn og sektarkenndina ein og óstudd gegnum h'fið. Nú er hins vegar greinilega komið að uppgjöri í sál hennar, þótt hún viti það kannski ekki sjálf nema óljóst ennþá. Hún fer nú orðið sjaldan í bæinn, finnst fólk stara á sig, og þótt hún viti að þetta er ímyndun ræður hún ekki við þessa tilfinningu. Henni líður illa innan um margt fólk og vill helst halda sig heima. Vonandi tekst Huld fyrr eða síðar að komast á réttan kjöl og lifa sem heilsteypt manneskja, sátt við sjálfa sig og umhverfi sitt. Vonandi tekst okkur líka að uppræta það skelfilega athæfi sem lagði líf Huldar og ótal annarra í rúst, helst með öllu. En það gerum við ekki með því að loka augunum fyrir staðreyndum, jafnvel neita að trúa að þessir hlutir séu til staðar. ÞJÓÐLÍF þakkar Huld fyrir kjark hennar og óskar henni innilega vel- farnaðar á kontandi árum. Hún á ekki annað skilið, - því hún hefur ekkert rangt gert. ÞJÓÐLIF 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.