Þjóðlíf - 01.12.1987, Síða 5

Þjóðlíf - 01.12.1987, Síða 5
Til lesenda þjóðlíf vill benda lesendum sínum á að þeir geta sent okkur bréf til birtingar, svo framarlega sem fjallað er um efni ÞJÓÐLÍFS eða því tengdu á einhvem hátt. Bréf sem fjalla um annað em ritstjóm kærkomin, en verða ekki birt. Bent er á, að ritstjóm áskilur sér rétt til að stytta bréf, en mun kappkosta að breyta ekki rnerkingu þeirra. Bréf skulu stfluð þannig: Fréttatímaritið ÞJÓÐLÍF c/o Bréffrá lesendum Vesturgötu 10 Pósthólf 1752 121 Reykjavík Bækur Þetta er hálauna fólk og spjarar sig áreiðan- lega án ykkar tára. Sigurlaug, Reykjavík. Getur það verið að stjórnmálin í landinu séu farin að líða fyrir það að hæfileikaríkt fólk sinnir ekki þingmálum vegna launa og óvissu um hvað við tekur eftir að þingmennsku sleppir? Eitthvað er brogað við stjómmálin í dag og þetta gæti hugsanlega verið skýringin, eða a.m.k. hluti hennar. Fólk sem sér fram á að þurfa kannski að sleppa sinni vinnu sem það hefur sérstaklega menntað sig til í mörg , og hefur að engu að hverfa, hlýtur að hugsa sig tvisvar um áður en það leggur út í slíka óvissu. Pétur, Reykjavík. Sykurmolamir Ég skil ekkert í ykkur á þessu blaði að birta forsíðumynd af hljómsveitinni Sykurmolun- um (Nóv. 1987). Vel má vera að þessi hljóm- sveit sé fræg einhvers staðar úti í heimi, en hér heima er hún kúlthljómsveit sem fáir hlusta á. Ég ætla ekki að metast um það hvort þau eru góð eða vond, en það er stað- reynd að ekki er mikið hlustað á hana hér og því engin ástæða til að hleypa henni svona upp. En viðtalið var býsna skemmtilega tekið samt sem áður. Ævar, Kópavogi. Ég vildi gjarnan nota tækifærið er ég sendi ykkur þessa krossgátulausn og þakka ykkur fyrir bókakálfinn sem fylgdi síðasta blaði. Þetta var mjög gott framtak og sýnir, að þetta er mjög menningarlegt blað hjá ykkur, dálítið annað en önnur tímarit í landinu sem keyra mikið á því sem engu máli skiptir. Jónatan, Reykjavík. VÖRÐUR Styrkár Snorrason lést með sviplegum hætti 24. nóvember 1987. Styrkár var sex ára gamall er hann lést, fæddur 27. maí 1981. Hann var sonur Dagrúnar Magnúsdóttur myndlistarnema og Snorra Styrkárssonar framkvæmdastjóra Þjóð- lífs. Við minnumst hans. Þingmenn Mér finnst þið vorkenna fullmikið þessum blessuðu þingmönnum ykkar í síðasta blaði (Nóv. 1987). Ég held að þessu fólki sé engin vorkunn að kynnast erfiðleikum með að fá sér vinnu; þannig verður alþýðan að lifa í þessu landi og haldið þið að fiskverkafólk t.d. vorkenni þeim eitthvað? Nei, blessuð reynið að finna aðra hópa til að vorkenna. £P NATURA CASA NVBVIAVECUR 20. 200 KÓPAVOCI. SlMI 91-44422 ASKRIFENDAHAPPDRÆTTI Ætlar þú að vera með í áskrifenda- happdrætti Þjóðlífs? Því ef þú verður skuldlaus áskrifandi um áramótin verðurðu búin(n) að tryggja þér aðild. Dregið verður þann 15. janúar um átta glæsilega vinninga: 1. Ferðavinningur að eigin vali frá Ferðaskrifstofunni Sögu, að verðmæti 15.000.- 2. íslendingasögurnar með nútíma stafsetningu frá Svart á hvítu, að verðmæti 12.250.- 3. FAM-ryksuga frá versluninni Hauki og Ólafi, að verðmæti 12.700.- 4. -8. Hljómplata, Bergþóra í seinna lagi. 5

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.