Þjóðlíf - 01.12.1987, Síða 14

Þjóðlíf - 01.12.1987, Síða 14
INNLENT varpsins hafa öll fréttaviðtöl verið vélrituð til geymslu. Þessu var að vísu hætt að hluta til síðast liðið haust af sparnaðarástæðum sem er mjög miður. Þetta gerði mér kleift að gera samanburð á hversu oft er talað við konur í fréttum miðað við karlmenn og þá um hvað væri rætt við þær. Enn sem komið er birti ég eingöngu stað- reyndir málsins, sem eru vægast hroðalegar út frá sjónarmiðum jafnréttis, en ég hef líka ákveðnar skýringar á þessu og tel jafnframt að þessar niðurstöður gefi tilefni til að setja fram mikilvægar spurningar.í hnotskurn eru niðurstöðurnar eindregið á þann veg að ís- lenskar konur hafa afar litla möguleika á að komast í sjónvarpsfréttir. Ég hef líka komist að því að kvennfréttamenn hafa miklu minni möguleika en karlar á að koma sínum frétt- um framarlega að í fréttatímum. Konur eru algerlega útilokaðar frá ákveðnum mála- flokkum, það er t.d. aldrei rætt við þær um sjávarútveg, ef fiskvinnslan er undanskilin. í alls 209 viðtölum um sjávarútveg finnst engin kona. Jafnréttismál eru eini mála- flokkurinn þar sem konur koma vel út.“ Aðspurð um skýringar segist Sigrún ekki láta sér það nægja að bent sé á að konur starfi ekki t.d. á fiskiskipum og í stjórnum útgerð- arinnar. „Hvar eru allar konurnar?" spyr hún. „Eru þær ekki líka að gera eitthvað merkilegt - rúmur helmingur þjóðarinnar? Ég tel að alvarlegasta skýringin liggi í því að fréttaramminn hefur verið skilgreindur og mótaður þannig að konur passa ekki inn í hann. Allt sem gerist í kringum sjávarútveg er talið fréttaefni. Af hverju er ekkert af því sem gerist á heimilunum í landinu talið til fréttar? Þar vinna þó tugþúsundir kvenna. Þessi rammi var ákveðinn fyrir löngu síðan og við höfum tekið hann eins og gefinn hlut. Konur virðast einfaldlega hafa gleymst þegar það var ákveðið hvað væri fréttnæmt og hvað ekki, og það er orðið löngu tímabært að endurskoða þetta. Það má líka líta á þetta frá sjónarmiðum samkeppninnar um „áhorf“ á milli stöðvanna, eins og það er kallað. Konur horfa mikið á sjónvarp og þá ætti auðvitað að fjalla meira um h vað þær eru að gera.“ Reið, pirruð og tilbúin að slást... „Annað er líka íhugunarefni,“ heldur hún áfram, „og það er sú staðreynd sem frétta- menn þekkja, að það er erfiðara að fá konur í viðtöl heldur en karla. Það þarf oft að dekstra konur til að koma fram í sjónvarpi og Austurstræti 12 ■ Símar 91 -27077 & 91 -28899 Hótel Sögu viö Hagatorg ■ 91 -622277. Akureyri: Skipagötu 14 • 96-27200 AMSTERDAM GLASGOW HAMBORG LONDON Samvinnuferdir - Landsýn 14

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.