Þjóðlíf - 01.12.1987, Síða 16

Þjóðlíf - 01.12.1987, Síða 16
INNLENT • Segist ekki selja æru sína. sem rifjaö er upp Geysisslysið á Vatnajökli en að þeim þætti vann Sigrún sl. sumar. Hún verður því viðloðandi sjónvarpið næstu vik- umar þó fréttadeildin megi vera án hennar. „Eg hef alltaf haft sérstaka ánægju af því að taka viðtöl við venjulegt fólk eins og í þátt- unum um mann vikunnar, og ef ég þyrfti að hætta alveg á sjónvarpinu þá myndi ég sakna meira dagskrárgerðarinnar heldur en frétt- anna því það er á margan hátt meira full- nægjandi að vinna prógram en frétt. Já, tímamótin í lífi mínu eru margvísleg,“ segir hún brosandi. „Ég varð fertug í vor og finnst á margan hátt skrítið að þurfa nú að spyrja sjálfa mig ýmissa spuminga vegna þeirra breytinga sem ég er að upplifa. En mér finnst ég óneitanlega vera mjög heppin vegna þess að mér finnst ég hafa val.“ - Fyrrverandi eiginmaður þinn, Jón Óttar Ragnarsson á Stöð 2, kallaði þig „uppa“ í nýlegu Mannlífsviðtali. Eru lífshœttir þínir, nám og störfaf því taginu? „Nei, ég er ekki „uppi“ og vil alfarið afsala mér þeim titli. Hér í Bandaríkjunum em þeir kallaðir uppar sem fá allt upp í hendurnar, eru pabbastrákar eða -stelpur sem fá allt gefins. Ég hef aldrei fengið neitt sjálfkrafa upp í hendurnar heldur tel mig hafa unnið fyrir öllu því sem mér hefur áskotnast." Og um þetta persónulega Mannlífsviðtal, þar sem m.a. var fjallað um einkalíf Sigrúnar í fyrra hjónabandi, hefur hún þetta að segja: „Mér finnst það vera skýrt dæmi um þá þróun sem á sér stað í blaðamennsku á Islandi því það sem ég sagði áður um sölu- mennsku í sjónvarpi á ekkert síður við um blöðin. Hún hefur færst á lægra plan og þetta viðtal er sennilega eitt sannasta dæmið um það. Þessi sölumennska í blöðum og öðmm fréttamiðlum er ómálefnaleg og yfirgengileg. Ég varð sjálf fyrir þessu fyrir skömmu þegar ónefndur ritstjóri á tímariti hringdi í mig og bað mig um viðtal. Ég hef verið viðloðandi fjölmiðla í tuttugu ár og hélt að ég gæti sjálf ráðið við að koma fram í viðtölum, en þetta er í fyrsta skipti sem ég hef orðið að slíta viðtali vegna þess hve mér ofbauð. Ég átti sífellt að vera að segja eitthvað persónulegt og neikvætt um starfsfélaga mína eða ein- hverja aðra, og ritstjórinn þrástagaðist á því að hann yrði að hafa viðtalið svona vegna þess að hann þyrfti að selja blaðið. Ég var eingöngu söluvara í munni ritstjórans. Hvað varðar mig um það hvort einhver ritstjóri þarf að selja blaðið sitt, ég fer ekki að selja æru mína út á það,“ segir Sigrún og er hvöss í máli. Hún er þó ekkert að ergja sig yfir þessari yfirborðsmennsku íslenskra fjölmiðla- manna; er hin hressasta og bíður þess greini- lega með eftirvæntingu að fá takast á við krefjandi verkefni þegar hún kemur heim. „Ég vil vera hress,“ segir hún, „og tek t.d. tarnir og trimma á hverjum degi. Ég er ekki með neina heilsuræktarmaníu en reyni að borða sæmilegan mat og lifa góðu lífi. Ég reyki ekki og finnst það skipta miklu máli en ég er ekki fanatísk í þessu og finnst t.d. voða- lega gott að fá mér ost og rauðvín þegar það hentar mér. Fyrst og fremst hef ég þó ánægju af því að glíma við spennandi verkefni og finnst að mér standi margir áhugaverðir vegir opnir.“ • Ómar Friðriksson 16

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.