Þjóðlíf - 01.12.1987, Page 21

Þjóðlíf - 01.12.1987, Page 21
INNLENT • Verkafólk við hafnarvinnu. Á svo til fyrsta degi í Reykjavík fékk ég mig yfirfærðan úr Verkamannafélagi Akur- eyrarkaupstaðar og inn um dyr Dagsbrúnar. Það var auðvelt og jafnframt heillaríkt spor að stíga þar inn yfir þröskuld. Á sama hátt var mér vel tekið í Sósíalistafélagi Reykja- víkur, alstaðar mættu mér menn sem buðu mig velkominn og urðu síðar félagar mínir og baráttufélagar. Ég reyndi að taka eins mikinn þátt í félags- störfum og ég gat. Ég sat í stjórn Dagsbrúnar á árunum 1952-72, lengst af sem ritari, var þó varaformaður í sjö ár. Einnig var ég rit- ari Verkamannasambandsins og Sósíalista- félagsins og á flestum þingum Alþýðusam- bandsins á þessum árum. Ég varð að skrifa upp allar ræður, öll frumvörp og mótfrum- vörp því ekki voru til nein segulbönd þá, og síðan var allt fært inn í gerðabók. Þetta var gífurleg vinna, en jafnframt skemmtileg. Frá þessum árum eru mér sérstaklega minnisstæð verkföllin í desember 1952 og vorið 1955. í hinu fyrra var harkan alveg gífurleg. Þetta var rétt fyrir jólin og vörur lokaðar úti í skipunum við höfnina. Atvinnu- rekendur ætluðu alls ekki að gefa sig, en þegar við hótuðum að láta stöðva frystihúsin létu þeir undan og var þá komið fram að fimm dögum fyrir jól. Fyrst þá gátu menn farið að flytja vörur í verslanir. Jólainnkaup- in það árið fóru því fram allra síðustu dagana fyrir aðfangadag. I verkföllunum 1955 sem stóðu í sex vikur var samstaðan í alla staði góð og þá loksins fengum við atvinnuleysistryggingarnar í gegn. Það var mikill áfangi miðað við það sem á undan hafði gengið.“ Þú skipaðir annað af heiðurssætum Alþýðubandalagsins í kosningunum í vor. Urðu úrslitin mikil vonbrigði? „Auðvitað voru þessi kosningaúrslit von- brigði, en komu mér svo sem ekki mikið á óvart. Öll vitum við að þó lífsafkoman bygg- ist að miklu leyti á kaupgjaldsbaráttunni þá er hún ekki einhlít, við þurfum einnig að heyja baráttuna á stjómmálasviðinu enda er það í fullu samræmi við lög og stefnuskrá Dagsbrúnar og verkalýðshreyfingarinnar í heild, að verkalýðurinn taki sjálfur þátt í stjórn lands og bæjarfélaga. Verkalýðshreyf- ingin og öll önnur samtök launamanna verða að taka höndum saman og margfalda áhrif sín á löggjafarvaldið og stjórn ríkisins. Sam- staðan er fyrir öllu. Kaupgjaldsbaráttan og öll önnur dægur- mál geta aldrei í eðli sínu orðið neitt takmark verkalýðshreyfingarinnar. Hið mikla tak- mark er óskoruð völd alþýðunnar sjálfrar yfir landi sínu öllu og auðæfum þess, það er hið mikla verkefni sem bíður enn óleyst. Nú, sem gömlum baráttujaxli finnst manni að hærra kaup náist ekki nema með hörðum verkföllum og það víðtækum. Samstaða stórsambandanna tveggja, ASÍ og BSRB, verður að vera meiri, þau eiga ekki á neinn hátt að berast á banaspjótum. Sem pólitískt afl gætu þau orðið mjög sterk ef þau vinna betur saman. Fólk verður að horfa til þess liðna til að gera sér grein fyrir hvað náðst hefur. Mörg- um finnst eins og öll þessi velferð og allar tryggingar hafi komið af sjálfu sér. En það gerði það svo sannarlega ekki, heldur með mjög harðri baráttu og hörðum verkföllum og engu öðru. Ef lágu launin eiga að halast upp þarf miklu harðari baráttu en hún hefur verið undanfarið.“ Hvers vegna fórstu að setjast við skriftir á efri árum? „Heilsan bilaði þegar ég var sjötugur erfiðisvinnumaður með þeim afleiðingum að ég hlaut að hverfa af mínum vinnustað og varð þá jafnframt, að læknisráði, talinn óhæfur til að sinna þeim félagsstörfum sem um langan aldur voru mitt hálfa líf. Þá reik- aði hugurinn víða. Heimilislæknirinn sagði við mig að nú hefði ég tekið þann sjúkdóm sem engin lækning fyndist við, hann sendi mig til hjartasjúkdómalækna og ráðlagði mér þegar ég gengi fyrir þeirra auglit að ganga í keng, annars tækju þeir ekki mark á mér. Hið nýja tímabil á lífsferlinum hófst með sjúkdómslegu og ég var lagður inn á stofu þar 21

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.