Þjóðlíf - 01.12.1987, Síða 53

Þjóðlíf - 01.12.1987, Síða 53
TÆKNI & VÍSINDI Stórir áfangasígrar Guömundur Þorgeirsson lektor í lyfjafræöi viö HÍ um nýju líftæknisprengjuna, lækningarmeö nýjum lyfjum og bjartari vonir gagnvart alvarlegum sjúkdómum „ÞESSI EFNI ERU KOMIN mjög mislangt á veg,“ segir Guðmund- ur Þorgeirsson, læknir á hjartadeild Landspítalans, en hann er sér- fræðingur í lyflækningum og hjartasjúkdómum og er lektor í lyfja- fræði við læknadeild HÍ. ÞJÓÐLÍF leitaði álits sérfræðings í lækna- stétt á þeirri líftækniþróun sem lýst er í grein þeirra Jakobs Kristjáns- sonar og Arnar D. Jónssonar. Guðmundur heldur áfram: „í dag er augljóst að framieiðsla hormóna með líftæknilegum aðferðum er komin mjög langt og hefur mikið gildi. Nú er t.d. búið að framleiða vaxtarhormón með erfðatækni og hefur sænskt fyrirtæki þegar kom- ið því á markað,“ segir hann. „Erfðavísirinn sem segir fyrir um myndun á vaxtarhormóni er settur í bakteríur og þannig fæst hormón sem bætir skort manna. Annað dæmi er mannainsúlín sem núna er Iíka hægt að mynda í bakteríum með sömu aðferðum þ.e. skjóta erfðavísinum inn í erfðamengi bakteríanna og láta þær sjá um framleiðslu á sameind sem er nákvæmlega eins og insúlín manna. Þessi lyf bæta fyrir skort á tilteknum hormónum og munu nýtast vel í framtíðinni. í raun er Uftækni gamalt fyrirbæri í lyfjafræði og hefur t.d. vinnsla hormóna úr kirtlum manna og dýra viðgengist lengi en hún hefur ekki hagnýtt sér erfðatæknina sem nú er komin til skjaianna. Streptokinasi, sem er lífhvati unninn úr bakteríum, hefur um nokkurt skeið verið notaður til að ieysa upp blóðsega en nú er lyfið tPA (tissue Plasminogen Activator) komið fram og er enn virkara og sértækara, þ.e. það leysir eingöngu upþ blóðsega á réttum stöðum. Það er betra lyf en því miður geysilega dýrt með þeim framleiðslu- aðferðum sem notaðar eru, og því bíða menn í ofvæni eftir því að hægt verði að framleiða það með erfðatæknilegum aðferðum." Guðmundur segir að hér á landi hafi lyfið Streptokinasi verið notað gegn blóðtappa með góðum árangri en margt bendir til að nýja lyfið sé mun betra og því fylgi minni blæðingarhætta. • Guðmundur Þorgeirsson lektor við HÍ og sérfræðingur á hjartadeild Landspítalans. „Reiri verða gamlir en hámarksaldurinn hækkar þó ekkert." REGNBOGA- BÆKLJR ..vandaðar og ódýrar kiljur! ÁSKRIFTASÍMI: 622229 1 53

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.