Þjóðlíf - 01.12.1987, Side 59

Þjóðlíf - 01.12.1987, Side 59
• Leitað að árennilegum skíðabrekkum. Á skíðum í Sahara Hvaða glóra er nú í þessu? Skíðaferð á sandi? Jú, ÞJÓÐLÍF kynnir hér, fyrst blaða, nýjasta valkost ferðamannsins; skíðaferð til _______________FÓLK___________________ Sahara. Petta er uppátæki íslandsvinarins og ferðafrömuðarins Norbert Schehle frá Pýskalandi. Fyrr á árinu lét hann gamlan draum um skíðaferð á sandinum rætast og kom alsæll til baka ásamt vinum sínum. Nú stendur jafnvel til að bjóða uppá skíðaferðir til Sahara á ferðaskrifstofu Nor- berts Schehle en til þessa hefur hann sérhæft sig í íslandsferðum og er orðinn stærsti um- boðsaðili þýskra ferðamanna til íslands. Schehle er gjörkunnugur íslandi og hefur dreift mjög vönduðum og ítarlegum kynn- ingarbæklingi um ísland í Þýskalandi og býður nú líka upp á ferðir til Grænlands og Færeyja. Nokkru áður en Schehle hélt í skíðaferðina til Afríku fór hann í torsóttan og mikinn hundasleðaleiðangur um Græn- land - rétt til að kynna sér aðstæður. í skíðaferðinni var líka Hans nokkur Meilinger frá Austurríki en hann hefur helst unnið sér það til frægðar að finna upp Iítið tæki sem notað er til að finna fólk sem hefur týnst í snjóflóðum. Hefur það gefið góða raun að sögn - þó ekki þyrfti að grípa til þess á sandhólum Sahara. Það fylgdi reyndar ferðasögu Schehles frá Sahara að innfæddir hafi ekki efast eitt andartak um andlegt ásigkomulag Evrópumannanna þegar þeir héldu út á sandauðnina með skíðaútbúnað- inn. • Hans Meilinger á léttu svigi. 59

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.