Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Blaðsíða 9

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Blaðsíða 9
Magnús Kjartansson meðal þeirra minninga sem maður á kærastar. Það hefti sem við vorum með í smíðum þá stundina þokaðist kannski ekki ýkja langt áleiðis á þessum fundum, en hins vegar gat fengist efniviður og innblástur í marga árganga fram í tímann. Magnús var ævinlega kátur og hress og miðlaði okkur af margháttaðri reynslu sinni. Við bjuggum lengi að sögum sem hann sagði á ritnefndarfundum. Varanlegastar verða þó að sjálfsögðu þær greinar sem hann skrifaði í Tímaritið á þessum árum og jafnast á við bestu ritsmíðar hans frá fyrri tíð. Rauður þráður í þessum skrifum er sú brýning að menn láti ekki lífsþægindagræðgina villa sér sýn og slái þar með af þeim hugsjónakröfum sem nauðsyn eru fullvalda þjóð. Herstöðvakrafa Bandaríkjamanna 1945 varð beint og óbeint þess valdandi að Magnús Kjartansson helgaði sig stjórnmálaskrifum og stjómmálastarfi án þess hann hefði ætlað sér það hlutskipti. Magnús var listamaður — skáld að upplagi, og kannski er einmitt í því fólgin skýringin á óvenjulegum og glæsilegum stjórnmálaferli hans. Þar á ég ekki aðeins við ritsnilld hans þar sem hann átti engan sinn líka, heldur einnig víðsýni og glöggskyggni á samtíð og framtíð. Að ógleymdu því veganesti sem hann hafði úr föðurgarði þar sem hann hafði kynnst réttindabaráttu fátækrar alþýðu til mannsæmandi lífs. Sú barátta var Magnúsi sífellt leiðarljós, bæði i þingmennsku og ráðherradómi. Hann var of heilsteyptur hugsjónamaður og of mikill húmorisd til að láta vegsemdina stíga sér til höfuðs. Það var einhver sérstök reisn yfir at- höfnum og skrifum Magnúsar og oft yljaði hann manni um hjartarætur. Á þessari stundu er mér minnisstæðust ræða hans á þingi Norðurlanda- ráðs 1974 sem kom eins og ferskur gustur í þeirri niðurlægingu sem þá einkenndi utanríkispólitíska umræðu. En hér var ekki ætlunin að gera neina pólitíska úttekt á störfum Magnúsar Kjartanssonar heldur að minnast örfáum orðum mikilhæfs og góðs manns og flytja honum þakkir í nafni Máls og menningar. Og þakkir okkar ritnefndarmanna fyrir dýrmæt kynni og samstarf sem því miður tók enda allt of fljótt og fyrr en nokkurn varði. Kristrúnu og öðrum aðstandendum hans færum við einlægar samúð- arkveðjur. Þ. H. 255
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.