Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Blaðsíða 83

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Blaðsíða 83
Hafa kvennabókmenntir se'rstöðu? Þess vegna er ástæða að spyrja, hvers vegna þjóðir hafí ekki haldið neina andlega hreinsunarhánð þegar hinar svo nefndu kvennabókmenntir spruttu alskapaðar úr höfði auglýsingasérfræðinganna á Madison Avenue í New York? En stefna þeirra í bókmenntum hefur síðan borist um allan hinn hálfameríska heim. Og virðist sem auglýsingastjórarnir hafi fundið upp stefnuna sem eins konar raunabót handa bandarískum konum, eftir að mæðraveldið þar leið undir lok í upphafi og meðan háð var stríðið í Víet Nam. Hið alkunna mæðraveldi í Bandaríkjunum var ein af sálrænum orsökum fyrir nauðsyn stríðsins, og hefur aldrei ríkt á jörðinni meira mæðraveldi en í Norðurameríku; hin kaþólsku mæðraveldi við Miðjarðarhafið með sína Maríudýrkun komast ekki í hálfkvisti við hið bandaríska. Kannski er þetta höfuðskýringin á framgangi hinna svo nefndu kvennabók- mennta í Bandaríkjunum. Mæðurnar heimta völdin á ný, eftir að synirnir reyndust of linir karlmenn í stríðinu. Þeirgátu ekki sýnt nægilega karlmennsku sína, og sektin rekur þá aftur undir væng móðurinnar; með uppgjöf sinni sönnuðu þeir að mömmurnar eiga auðvitað að stjórna. Kjörorð og loforð mömmu eru þau sömu og alls kúgunarvalds sem sér sér leik á borði, sú fjarstæða sem blekkir manninn ætíð: „Ef við komumst til valda þá verður ekkert stríð?“ Engin kvennabók hefur vakið verulegan úlfaþyt. Hvorki þjóðir né einstakl- ingar hafa risið upp í reiði og sekt gegn boðskap „kvennabókmenntanna". Hafa þá allar þjóðir tandurhreina samvisku gagnvart konum? Eða kannski hefur það kraftaverk gerst, í fyrsta sinn í sögu veraldar, að „sannleikurinn“ er sagður án þess hann veki úlfúð eða ástæða sé til að þjóð hreinsi sig með því að ofsækja höfund? Þvert á móti, í stað ofsókna kemst höfundur “kvennabókmennta“ strax í efstu sæti á bókasölulistunum. Konur sanna þar alkunna list sína í að kaupa. Kannski er ekkert mark tekið á “kvennabókmenntum“, úr því þær vekja fremur ös í bókabúðum en andlegt uppnám og reiði i herbúðum hins andlega vana. Engu að síður er mikil hugkvæmni fólgin í hreinsunarathöfnum þjóða og bækur sem henni valda eru hrein nauðsyn, því betra er að fórna um stund einum rithöfundi en að heil þjóð þjáist af sekt. Slík andleg hreinsun er að því leyti hagkvæmari en hin líkamlega, að það nægir að baða einn syndasel i skömmum fyrir skáldverk, svo öll þjóðin hreinsist. Það á ekki af skáldsögunni að ganga, hvorki í þessu máli né öðru. Ljóðlistin og aðrar listgreinar hafa sloppið við vörumerki og stimpil auglýsingasérfræð- inganna við Madison Avenue. Hvers vegna greinist aðeins skáldsagan í kyn, eftir þeirra kokkabókum? Hvers vegna sleppur ljóðið, smásagan, sinfónían, píanó- TMM VI 329
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.