Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Blaðsíða 42

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Blaðsíða 42
Tímarit Máls og menningar hafa sníkt af rassgatinu á könunum. Og fylgdi það flengingunni að við værum lygakjaftar ef við segðum að enginn hefði viljað kannast við jafn góðan grip og hanskinn var. Því næst vorum við reknir út með harðri hendi og sagt að við stigjum aldrei fæti inn á þetta heimili fyrr en við snerum aftur heiðarlegir og tómhentir. Nýflengdir og hálfgrenjandi kröngluðumst við yfir hæðirnar, melinn og hið mikla grjót í Grindavik, eflaust í rigningu, sudda eða súld, með hanskann og hálfan flota Bandaríkjanna á margstrendri járndós. í dósinni hvíldi dýrindis kexið í lögum á þremur hæðum, og svaf hver kaka sætlega í sínu brúna og flúraða hreiðri. Dýrmætinu bar okkur að skila, en stíga síðan tómhentir og heiðarlegir inn um dyrnar á þessu heimili. Hermennirnir í hliðinu voru eflaust sannfærðir um að við hefðum ekki þegið nógar gjafir þegar við réttum fram hanskann í örvæntingu og bentum á góssið í fanginu. Líklega álitu þeir hanskann vera eins konar íslenskan betlihanska fyrir börn. Varðmennirnir áttu sjálfir engar gjafir og drógu út tóma vasa, en bentu okkur að fara í lautina. Þar var okkur tekið opnum örmum. Könunum þótti auðsætt að við hefðum fráleitt fengið nóg. Nú hlóðu þeir haug á fyrri gjafir, öðrum margstrendum kökukassa og slíkum ókjörum af hvers kyns varningi og myndablöðum að hið nýstofnaða pöntunarfélag verkamanna bliknaði fýrir sjónum okkar. Undir niðri ákváðum við að stofna bæði bókabúð og verslun í hænsna- kofanum. En óttinn við hinar harðlæstu húsdyr varð til þess að við hentum dótinu á gólfið í síðasta skálanum. Uppi varð fótur og fit meðal hermannanna. Þeir tróðu óðar upp í okkur styrkjandi sælgæti, líkt og orkugjafa. Engu að síður höfðum við hvorki afl né áræði til að hirða upp dótið. Hermennirnir röðuðu því þá í tvo pappakassa, bættu ögn við, og óku okkur heimleiðis á éppa, sannfærðir um að þungur burður og barnaþrældómur þekktist ekki hjá þjóð sem þoldi ekki ofríki dana. Þess vegna hlaut hver einstaklingur að vera einslags lítið lýðveldi og stolt, á slitnum klossum eða gúmískóm. Vegir svipta fæturna frelsi, því ef vegir eru lagðir neyðist fólk til að ganga á þeim. Nú óku kanarnir okkur eftir engum vegurti á frjálsum hossingi að hverju húsi og bentu spyrjandi. Við hristum höfuðið, líkt og 288
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.