Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Blaðsíða 10

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Blaðsíða 10
Rögnvaldur Finnbogason Gunnar Benediktsson - IN MEMORIAM - Frá æsku minnist ég þess að rætt var um boðskap meistarans frá Nazaret á mjög ókirkjulegan eða óguðfræðilegan hátt, enda var sú umræða ekki uppi höfð af guðfræðingum heldur kreppuhrjáðum erfiðismönnum. Þegar öllu væri á botninn hvolft kynni þessi boðskapur að vera meira í ætt við bolsévisma Alþýðublaðsins heldur en auðhyggju Morgunblaðsins — og fyrir því borinn klerkur norður í Eyjafirði. En þetta var á kreppu- árunum — fyrir stríð eins og nú er sagt. Þetta var fyrsti andblærinn sem mér barst af skoðunum sr. Gunnars Benediktssonar. Eg hef verið beðinn að setja á blað nokkrar línur til minningar um þennan mann, Gunnar Benediktsson, og senn liðin hálf öld frá þessum árum — og ég spyr sjálfan mig hvað segja skuli. Er eitthvað fleira að segja en það sem hið forna skáld mælir við Drottin: Þú eyðir þeim, þeir sofna, þeir er að morgni voru sem gróandi gras. Að morgni blómgast það og grær, að kvöldi fölnar það og visnar? Eða var það kannski eitthvað annað og meira sem mig langaði að segja við verkalok þessa mæta manns en það eitt, að hann væri nú sem fölnað blóm eða visnað gras? Gunnar Benediktsson hefur skilið eftir sig þau verk sem gera hann um langa framtíð lifandi meðal okkar þótt hann sé horfinn okkur sýn, þvi að menn honum líkir halda áfram að lifa þótt þeir hnigi og falli í fang- brögðum sínum við elli. Milli okkar Gunnars voru rúmir þrír tugir ára, og örlögin höguðu því löngum þannig að milli okkar voru landsfjórðungar líka. En við kynnt- umst og fundum okkar bar saman nokkrum sinnum eftir að ég varð prestur. í bókinni Skriftamál uppgjafaprests hefur Gunnar gert allgóð skil þeirri innri baráttu og þeim ytri atvikum sem urðu til að breyta lífshlaupi hans, þegar hann lætur af prestskap og gerist rithöfundur og boðberi sósíalisma og nýrra samfélagshátta. Fyrir þeim sem hrjáður hefur verið af sömu efasemdum og uppreisnarhug sem Gunnar Benediktsson verður 256
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.