Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Blaðsíða 11

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Blaðsíða 11
Gunnar Benediktsson maðurinn nálægari og skiljanlegri, og það er með mið af þessari sam- eiginlegu glímu við guðdóminn og prestskapinn að viðbættum stjórn- málaskoðunum, sem ég skrifa þessi orð. Af vígðum mönnum sem ég hefi kynnst er Gunnar Benediktsson meðal hinna sérstæðustu. Hann var gáfaður maður, heilsteyptur per- sónuleiki, með orðum Ritningarinnar: Israelíti sem ekki fundust svik i. Prestur af Guðs náð, en ekki í venjulegri merkingu þess orðs, því að við það loðir svo margt sem aldrei náði að festast við hann eða hann dustaði af sér þegar i upphafi prestskapar síns. Fyrst og síðast var hann þó spámaður í ætt við þá Jesaja og Amos Gamla testamentisins, er brunnu af heilagri vandlædngu yfir rangsleitni heimsins og varmennsku samtímans. I ágústmánuði 1943 ritar hann grein sem hann kallar Kristilegt siðleysi. Tekur hann þar á kné sér ungan klerk, menntaðan vel og gáfum gæddan, sem nýlega hefur tekið við preststarfi í Reykjavík. Tilefnið útvarps- predikun þessa manns hinn 1. sama mánaðar. Gunnar hafði gert sér von um að heyra nú af vid talað, en raunin varð önnur. Hann segir í grein sinni: „Veruleikinn er svo ljótur á vissan hátt nú á tímum, og sá ljótleiki stendur í svo nánu sambandi við mektarvöld heimsins, að það kostar mikið hatur og stríð, ef sannleikurinn um hann er sagður. Það er því eðlisræn varúðarráðstöfun að reyna að skilja sem minnst í ástandi félags- málanna og ganga blindandi um innstu rök þeirra vandamála, sem þjá heiminn. Það er þannig ástatt, að prestar hafa það á tilfinningunni, að þeir hafi ekkert menningarhlutverk af hendi að inna í starfi sínu og alls ekki í prédikunarstarfinu.“ Og enn segir hann um hina sömu prédikun: „Það er í fremsta máta siðlaust að flytja prédikanir án þess að gera sér grein fyrir því, hvort nokkurt orð af því, sem sagt er, getur staðizt. Það er yfirleitt ekkert siðgæði í yfirborðshætti á hvaða sviði sem er og allra sízt, þegar sá yfirborðsháttur er viðhafður til að þóknast skemmdarvörgum menn- ingarinnar og forðast að vekja andúð þeirra. En þó er höfuðsiðleysi ræðunnar fólgið í þeim tilgangi hennar að milda afstöðu fólksins gegn þeim menningarspjöllum nútímans, sem þjá alþýðu manna um allan heim og liggur eins og mara á framtíðardraumum mannkynsins. Það eina, sem nú getur bjargað heiminum, er skarpur skilningur á þjóðfé- lagslögmálunum og harðvítug barátta gegn siðleysi þeirra þjóðfélags- 257
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.