Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Blaðsíða 50

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Blaðsíða 50
Tímarit Máls og menningar Ekki ferst mér að rengja þá sem menntamálaráðherrarnir trúa — nema tilefni gefist. Og naumast getur heldur um áreiðanlegri heimild varðandi það bordell allt, sem kallað er samfélag í sunnudagserindum, en einmitt MTÓ. Og nú kemur að því sem máli skiptir. Hræsnistalinu um mikilvægi og hreinleika bókmenntanna. Þær risa ekki fremuren annað hátt uppúr því svaði þarsem tegundin homo sapiens er að velkjast. Ekki fyren við höfum ráð til að breyta snúningshraða jarðmöndulsins — og þá gætu þær rétteins verið orðnar óþarfar. Það má semsé einu gilda hvort við líkjum samfundum höfundar og lesanda við hórukassann ellegar vanalega eiturlyfjasölu. Þörfin er altént fyrir hendi hversu óskiljanleg sem hún er. I það finnst enginn botn þó hollt sé að róta stundum í leðjunni — svona i hófi. Bölið verður að hafa sinn gang, eins þó það heiti bókmenntir. Nema allt sé stöðvað og bannað. Eigi að leyfa ósómann verður hann að vera frjáls. Valdið yfir ósómanum liggur í þvílíku tilviki enganveginn hjá þeim sem borgar heldur, líktog oftar hendir, hjá meglurum og milliliðum. Nú er Stóribróðir Ríkiskassi orðinn meirihlutaaðili sem óðum hrifsar til sín valdið yfir bókmennta- starfseminni. Valdið fylgir peningunum sem hann hrifsar til sín. Gist hef ég lönd þarsem Stóribróðir er orðinn enn frekari meglari og voldugri á þessum sviðum. Þar endar það vanalega með því að sjálfstæðar bók- menntir eru gjörsamlega bannaðar. Því meir sem ríkisvaldið eykur þátt sinn í efnahagslegri afkomu bókarinnar (hér og nú tekur ríkiskassinn næstum 52% af verði bókarinnar í sinn hlut) nálgast hættuástandið, það fer að kalla á hverslags amlóða og misheppnunarfólk til forystu. Þá upphefst tal um göfgi og mikilvægi bókmennta. Teóríumenn sem aldrei hafa getað klúðrað saman frambærilegum texta veljast með undarlegasta hætti til forystu í samtökum rithöfunda. Það er valdhafanum nauðsyn. Raunverulega starfar þetta fólk í þágu ástandsins af botnlausu, stundum ómeðvituðu hatri til þeirra félaga sem eitthvað fengu af hæfileikum í vöggugjöf. Og frá þeim og pólitíkusunum stafar allt heilagleikatalið um 296
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.