Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Blaðsíða 25

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Blaðsíða 25
Frá Hírósíma til . . . ógnarjafnvægisins sem mótuð var af Robert McNamara, varnarmálaráðherra Kennedys forseta. Sú regla byggist á kenningunni um „gagnkvæma, örugga eyðileggingu“ ef til kjarnorkustríðs kemur milli risaveldanna." Til grundvallar eru þau sérkennilegu rök að gagnkvæm, örugg eyðilegging sé svo skelfileg tilhugsun að af kjarnorkustríði gæti aldrei orðið. Eða með öðrum orðum: aldrei yrði gripið til kjarnorkuvopna. Þetta getur virst sannfærandi í fljótu bragði, en þar með er ekki tekið tillit til þess að nútímamaður er langt frá því að vera vélmenni sem hegðar sér alltaf á sama hátt, óháð tilfinningum, andlegu og likamlegu heilsufari. Kannski er þó alvarlegra að kenningin tekur ekkert tillit til þess að kjarnorkustríð getur hafist vegna hreinnar slysni, jafnvel þótt allra hugsanlegra öryggisráðstafana sé gætt. Þrisvar á síðasta ári hefur munað aðeins örfáum mínútum að kjarnorkustríð skylli á vegna þess að tölvustýrðar banda- rískar varnarstöðvar gáfu falskar aðvaranir um sovéska innrás. Nokkru áður hafði aðvörunarkerfið að sögn farið í gang vegna þess að gæsaflokkur kom inn á bandariska ratsjárskerma og var talinn vera langdrægar sovéskar eldflaugar. Hin „nýja“ kjarnorkuvopnastefna virðist fela í sér að minni áhersla verði lögð á gagnkvæma, örugga eyðileggingu. Tækniframfarir undanfarið hafa leitt til að kjarnaoddar eru margfalt hittnari en áður. Hin nýja kjarnorkustefna Carters er grundvölluð á þessari staðreynd og lögð er megináhersla á það sem kallað er sakleysislegu og kolröngu heiti „skurðaðgerð með kjarnorkuíhlutun“. Stefnt er að því að eyðileggja í upphafi striðsátaka tilteknar stöðvar: svo sem öll helstu hernaðarmannvirki Sovétmanna, einkum skotpalla kjarnorkuflauga. hernaðarlegar og pólitískar stjórnstöðvar ríkisins, stórar herbúðir og vopna- geymslur o. þ. h. Svokölluð „Skipulagssveit hernaðarskotmarka“ undirbýr og endurnýjar listann yfir það hvaða skotmörk eigi að jafna við jörðu og með hvers konar flaugum. Þessi nýja kjarnorkustefna hefur aðeins birst í óljósum blaðafregnum fram að þessu. Hins vegar fer ekki milli mála að eitt af aðalmarkmiðum hennar er að tryggja Bandarikjamönnum möguleika á árangursríkri forskotsárás. Þannig er hið tvísýna jafnvægi milli risaveldanna tveggja farið að raskast ískyggilega. Ákvörðun NATO-ríkjanna 12. desember 1979 að „endurnýja“ kjarnorku vopnabúnað i Evrópu, fól þegar í sér að verið væri að búa í haginn fyrir bandaríska forskotsárás. Þessi ótti styrkist af ákvörðun Carters forseta um nýja kjarnorkustefnu í fyrirmælum nr. 59. Ákvörðunin hefur því sætt harðri gagn- rýni og verið talin auka hættuna á kjarnorkustríði einkum af tveimur ástæð- um.l! Forskotsmöguleikar annars risaveldisins geta skelft svo stjórnvöld hins að þau reyni að verða á undan forskotsvopnunum með því að gera sjálf kjarn- 271
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.