Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Blaðsíða 29

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Blaðsíða 29
Bara fáein dráitum hvað hann væri að gera. En það virðist ekki hvarfla að Astráði. Halldór þýðir til dæmis „What hit you?“ með „Hvað hitti yður?“. Astráður segir þá þýðingu vera „ankannalega; ,hæfði‘ hefði verið vænlegri kostur" (Skírnir ’84, bls. 32). (Hvað hæfði yður? [?]) Og Astráður lætur sér ekki nægja að segja þessa þýðingu vera ankannalega, heldur bætir því við að hún sé dæmi um „svika- tengsl“ sem stafi af „skilningsleysi á orðalagi frumtexta" (32). Og þannig afgreiðir hann eitt dæmi af öðru með orðum einsog: „Iðulega sýnir hann af sér handvömm" (44), „Þessi málsgrein er ,hrátt‘ þýdd og verður fádæma kauðsk" (48), „Þýðing Halldórs er . . . oft framandleg á óviðeigandi hátt“ (51), „Ekki get ég farið dult með að ég álít að Halldóri mistakist æ ofan í æ að þýða viðbrögð persóna sem birtast í töluðu máli“ (58). (Hier irrt sich Goethe, segja þjóðverjar þegar þeir ætla að vera fyndnir.) Einna skemmtilegastur verður þó Astráður þegar hann á einum stað lætur svo lítið að hrósa Halldóri fyrir orðalag: „er líklega skynsamlegt hjá Halldóri að þýða . . .“ (49-50); og meinar þá Ástráður trúlega að jafnvel hann hefði ekki getað gert betur sjálfur. Ekki er gott að sjá í krafti hvaða verðleika Ástráður telur sig þess umkominn að kveða upp alla salómonsdómana. Varla getur það verið vegna eigin hæfileika til að tjá sig í rituðu máli, því að maður sem skrifar setningar einsog: „Einnig er vöntun á gaumgæfni þýðanda um afstöðu hugsanlegs lesanda til textans. . .“ (60) getur varla talið sig til þess kjörinn að leiðbeina Laxness um su'l. Enda er ástæðan greinilega önnur, og hana má lesa útúr flestum skrifum Ástráðs: Það er í krafti fræðimennsku, lærdóms og nákvæmni sem hann er útvalinn til að taka hvern sem er, háan jafnt sem lágan, á kné sér. Nú eru nákvæmni og varúð dyggðir sem engin ástæða er til að gera lítið úr í fari fræðimanns, síst af öllu í textafræðum, þótt hinir allra aðgætnustu geti stundum orðið helsti bragðdaufir aflestrar. En aðal hætta þeirra sem allstaðar tala sem útvaldir fulltrúar vand- virkni og vísindalegrar nákvæmni er sú að minnsta yfirsjón þeirra sjálfra getur orðið þeim svo skeinuhætt. Þetta er einsog með þá pólitíkusa sem alltaf eru að býsnast útaf siðferði og heiðarleik; ef á þá sjálfa sannast gúmmítékki eða umferðarlagabrot eru þeir orðnir að athlægi fyrir lífstíð. Ástráður er fullur vandlætingar yfir þeirri aðferð Halldórs að setja eyðu eða þrípúnkt í stað blótsyrða í frumtextanum. Má reyndar ætla að sú uppgötvun hefði valdið mörgum heilabrotum, enda mjög ólíkt Halldóri að vera pempíu- legur í orðavali. En bókmenntafræðingurinn afgreiðir þetta blákalt og umsvifa- laust sem hæpinn stíl þýðandans, og bætir við: „Þykir mér þetta vægast sagt vafasöm aðferð“ (57). I 159. árgangi Skírnis, 1985, fer Sigfús Daðason nokkrum orðum um grein Ástráðs. Þar hrekur hann ýmsar af fullyrðingum hins síðarnefnda á hófstilltan og kurteislegan hátt; en þegar að þessu síðasttalda atriði kemur bendir hann einfaldlega á að í þeirra tíma útgáfum bókarinnar A Farewell to Arms hafi blótsyrðum alltaf verið sleppt; hinn upprunalegi texti sem Ástráður miðar við hafi ekki verið gefinn út fyrren löngu síðar. TMM II 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.