Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Blaðsíða 86

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Blaðsíða 86
Tímarit Máls og menningar Hann sat þarna kyrrlátur og fylgdist með hvernig hugur hans reyndi að lyfta þessum níðþunga vanda, þessum ofurþunga þjáning- anna, þessum rótgrónu árum. Fyrst í stað náði hann engri handfestu; komst ekki einu sinni undir horn. En hann var ekki þannig maður að hann gæfist upp; hann hafði komist áfram af eigin rammleik, maður gæddur sjálfskapaðri stefnufestu. Og eftir nokkra stund neyddi hann sjálfan sig til að segja: hún er ekki tilgerðarleg, hún er ekki hræsnis- full, það er vel hugsanlegt að henni finnist alveg eins heillandi að horfa á sindrandi vatnið breiða úr sér og sjá fáein hvít hús og mér sjálfum á árum áður. Þá var ég einlægur og hví skyldi hún ekki vera það núna? Eg hafði ekkert einkaleyfi á einlægni. Hún er yngri en ég og hún hefur yndi af mörgu sem ég kann ekki lengur að meta: það er henni til hróss að hún skyldi klifra upp í þennan turn, henni til hróss að hún skuli reyna að dylja ótta sinn við slöngutemjarana. Aðrar stúlkur leggja þetta ekki á sig; aðrar stúlkur beina ekki hræsni sinni inn á svo aðdáunarverðar brautir. Allt þetta er henni til sóma. Eg sýkna hana af hræsni. Og við þetta dvaldi hann stundarkorn, dálítið másandi og sveittur af erfiðismunum réttlætisins. Svo mikið hafði hann axlað, svo mikið var í rauninni satt. Þegar hann hafði aðlagast þessari byrði, hélt hann áfram: Það er ósanngjarnt af mér að álasa henni fyrir stéttarleg einkenni, finna tortryggni hennar, taka eftir því sem henni er áskapað að taka ekki eftir. Hún tekur ekki eftir því þegar þjónar taka upp hanskana hennar, rétta henni töskuna eða opna dyrnar fyrir henni vegna þess að hún var alin upp við að veita slíku enga athygli. En hún er athugul í eðli sínu þótt hún sé það ekki að uppruna. Og á þessu er munur, dálítill munur. Og það var vegna eðlis hennar sem ég giftist henni og ekki vegna fortíðarinnar - og hafi það verið vegna upprunans og foreldr- anna, og vegna raddarinnar og klæðaburðarins og sjálfsöryggisins, þá væri ég sekur; ég gæti sjálfum mér um kennt að hafa gengið að eiga eiginleika hennar. Það getur ekki verið að ég hafi gifst þessum eiginleikum vegna þess að ég man að tilfinningarnar sem ég bar til hennar, voru ást og það var vegna þess að við elskuðum hvort annað sem ég kvæntist henni og af engri ástæðu annarri. Einu sinni elskaði ég hana af öllu hjarta, áður en við giftum okkur, áður en við 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.