Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Blaðsíða 58

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Blaðsíða 58
Tímarit Máls og menningar og sjónvarp. Hugmyndin um opinbera þjónustu, ríkisrekna eða ríkisstýrða, hvort heldur hún hefur verið fjármögnuð af almannavaldi eða einkarekstri, hefur aldrei verið álitin komin til af hinu góða, heldur af tæknilegri nauðsyn vegna takmarkaðs fjölda útvarpsrása. Þeir sem hafa verið andvígir markaðs- lögmálunum í blaðaheiminum hafa aldrei verið meira en hálfvolgir í stuðn- ingi við opinbert útvarp eða sjónvarp. Þeir hafa einblínt á yfirráð og taumhald ríkisvaldsins. Þeir hafa starað á opinbera þjónustu sem væri hún gríma valds eða ásjóna viðskiptahagsmuna og gagnrýnt valdboð og tak- markanir þær sem jafnvægis- og hlutleysisreglur setja þessum stofnunum. Vinstrisinnar hafa annað hvort fallið í freistni draumóra um frjáls boð- skipti, án skipulags eða fjárstuðnings, eða látið freistast til að álíta fjölgun boðmiðla af hinu góða því hún muni leiða til fjölbreytni. Hvort tveggja er tengt, á einhvern hátt, hugmynd um frjálsa tjáningu, listræna og pólitíska. Ef þetta hefur ekki verið reyndin, þá hafa menn frestað frekari umræðu þar til ríkið væri komið í þeirra hendur. Að mínu mati verða yfirstandandi breytingar auðskiljanlegri, og vænlegra að sleppa út úr ríkis/markaðar umræðunni og kenningunni um frjálsa pressu, ef menn nálgst vandamálið út frá kenningunni um „almenning". Kenningin um „almenning“, eins og Júrgen Habermas færir fyrir henni rök, segir að rétt eins og beint lýðræði í Aþenu byggðist efnislega á þrælahaldi, hafi kapítalísk efnahagsþróun á samkeppnismarkaði skapað forsendur fyrir bæði kenningu um og útfærslu á borgaralegu lýðræði. Ný pólitísk stétt, borgarastéttin, fékk bæði fjármuni og tíma til að ríða net stofnana í samfélagi þegnanna, stofna dagblöð, lærðramannafélög og um- ræðuhópa, útgáfufyrirtæki, bókasöfn, háskóla, fjöltækniskólá og söfn, þar sem nýtt pólitískt vald, almenningsálit, gat orðið til.3 Þessi „almenningur“ bjó yfir eftirfarandi eiginleikum: Hann gat varist ágangi ríkis og kirkju og gengið að stórum hópi einstaklinga sem höfðu sjálfstæðan efnahag. Hann var opinn öllum á sama hátt Og markaðurinn var opinn öllum, og kostnaður við inngöngu var lágur, „almenningurinn“ var svo stór. Hann varð því altækur í líkingu við ríki Hegels, þar sem þegnskapur þýddi í raun þátttöku. Allir þátttakendur á „almenningnum“ voru, rétt eins og á markaðnum, jafnir að völdum, þar sem kostnaði var jafnt dreift og almennt, rétt eins og samfélagsauði var jafnt dreift innan borgarastéttarinnar. Hagsmunir „al- menningsins“ voru ólíkir einkahagsmununum sem stýrðu samfélaginu í heild. Umræðan þar fylgdi hefð Upplýsingarinnar, lét ráðast af skynsemi og rökum, pólitísk viðhorf voru opinskátt viðruð og ákvarðanataka opin, ekki í valdasamsæri, heldur með rökum byggðum á heimildum, vegna þess að einkahagsmunir voru ekki áhugamálið, heldur almannaheill. Þess vegna birtist „almenningurinn“ sem skynsemisásjóna á ríki Hegels. 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.