Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Blaðsíða 101

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Blaðsíða 101
Listin að Ijúka sögu Aðalsteinsdóttir gagnrýndi í grein sinni „Breytileiki lífsins er sannleikur- inn“ (TMM 2, 1982) „bókmenntalegt mat“ Árna Sigurjónssonar á aðalpers- ónum Sölku Völku, einkum Arnaldi, í greininni „Hugmyndafræði Alþýðu- bókarinnar" (TMM 1, 1982). Það mætti staldra svolítið við ágreining þeirra Silju og Árna - sem er líklega ekki eins mikill og óbrúanlegur og hann virðist vera við fyrstu sýn. Silja vitnar orðrétt í „dóm Árna um Arnald og samband þeirra Sölku“ (204), og ég tek klausu Árna upp á nýjan leik: Siðferði Arnalds virðist vera talsvert ábótavant. Að minnsta kosti býður höfundur ótvírætt upp á þann möguleika að lesandinn skilji þessa persónu sem hálfgerðan aula eða jafnvel þorpara. I ástarævintýrinu með Sölku sefur hann hjá annarri konu, sem verður barnshafandi; hann fær þá lánaða peninga hjá Sölku til að fá fóstureyðingu fyrir hina stúlkuna. Honum (eða höfundi?) þykir Salka í rauninni ljót og telur vafasamt hvort hægt sé að kyssa hana; Arnaldur færist undan svari þegar hún spyr hann hvort hann elski hana. Hann gleymir kommúnismanum meðan á ástarævintýrinu stendur; og að lokum þiggur hann að gjöf allt sparifé Sölku og stingur af til útlanda. . . Silja viðurkennir að „Arnaldur er sekur um alla þessa glæpi“. En gallinn á mati Árna sé sá að hann noti hér á Arnald „sín prúðu borgaralegu norm“, en reyni ekki „að meta hann á forsendum sögunnar eða forsendum Sölku“ (204/05). Það er auðvitað rétt hjá Silju að bæði Arnaldur og Salka gegna í sögunni öðru og ef til vill mikilvægara hlutverki en hlutverki elskenda. Arnaldur innræti Sölku „hugsjón sameignarstefnunnar“, en hún verði að koma henni í framkvæmd „með eigin hendi“. Og til þess að geta það verði hún „að losna við Arnald, sem er maður andartaksins en ekki veruleikans, draumsins en ekki framkvæmdanna". Þannig megi segja að „höfundur fórni Arnaldi á altari sögunnar, því það er Salka sem verður að lifa“ (205). Árna er auðvitað síður en svo ókunnugt um hina pólitísku hlið málsins. En í þeim orðum sem áðan var vitnað í er hann ekki að tala um hana heldur um hina hliðina, ástarævintýri þeirra Arnalds og Sölku. Og það er ekkert aukaatriði í sögunni; það má segja að í lok hennar sé það orðið aðalatriði. En gagnvart Sölku Völku sem einlægri ástmey hagar Arnaldur sér ræfilslega, ekki aðeins miðað við hin „prúðu borgaralegu norm“, heldur, að manni finnst, á mælikvarða siðferðis yfirleitt. Árni er vissulega ekki að biðja um „siðprútt ástafar og siðprúða von um trúlofun í bókarlok“, einsog Silja gefur í skyn. En það er hægt að sýna náunga sínum í hvaða stétt sem er lágmarks nærgætni. Silja heldur því fram, gegn þeim skilningi Árna að Arnaldur stingi af frá ástmey sinni, að Salka sendi Arnald „nauðugan burt frá sér“ (206). Sú 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.