Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Blaðsíða 80

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Blaðsíða 80
Tímarit Máls og menningar óþolandi, glottandi, frakka og háðslega krakkaskratta bursta þá, því að hann þoldi ekki að aðrar hendur færu að óhreinka sig fyrir peninga hans vegna. I hvert skipti sem hann kom að hótelinu eða fór þaðan út, byrjaði strákurinn við dyrnar að söngla vísu á frönsku um enska nirfilinn í skítugu skónum og Klói varð kuldaleg og stíf við hliðina á honum. Nú horfði hann á hana þar sem hún sat, dreypti á gininu og nartaði kæruleysislega í dýru, litlu brauðferningana: Eins og ævinlega var andlit hennar ófrítt þegar hún hafðist ekki að, dálítið sviplaust og hörkulegt og þreytan eftir skoðunarferðirnar gerði það að verkum að andlitssnyrtingin gat ekki leynt því hve hörundið var gróft og líflaust. Það var honum sífellt undrunarefni hvað hún var í rauninni ófríð og sviplaus, því að þegar hann kynntist henni fyrst hafði honum þótt hún falleg, framandleg og sköpuð til að láta dást að sér; nú þekkti hann hana betur og gerði sér ljóst að það var bara fjörið sem gæddi hana vissum spennuþrungnum yndisþokka. Yndisþokk- inn var raunverulegur en hún sóaði honum sjaldan á hann. Þegar hún var alveg kyrr var hún ekki neitt, og þótt andlit hennar hefði á sínum tíma heillað hann og skelft, vakti það nú fyrst og fremst með honum samúð. Dag nokkurn fyrir mörgum mánuðum, rétt eftir að þau trúlofuðust, hafði hún sýnt honum á trúnaðarstundu mynd af sjálfri sér sem skólastelpu og þegar hann sá sljótt, sviplaust og búlduleitt andlit hennar sem rýndi vesaldarlega inn í myndavélina í hópi smáleitari og ásjálegri skólasystra, hafði hann fyllst örvæntingu, því að í fyrsta skipti hafði honum þótt hún brjóstumkennanleg og ef það var nokkuð sem honum var illa við þá var það viðkvæmni. En þá var allt orðið um seinan og hann gat ekki fremur bægt frá sér freistingu vorkunnseminnar en hann hafði áður getað staðist freistingar öfund- sjúkrar aðdáunar. Smám saman, þegar fyrstu hugmyndir hans um hana fóru að leysast upp í ruglingslega móðu, fann hann að hann fór að rifja upp það sem aðrir höfðu sagt um hana, líkt og meira væri að marka mat þeirra á henni og það gæti ekki verið að hann hefði gengið að eiga konu af þessu tagi af einhverri skyldurækni. Oðrum þótti hún lagleg og því hlaut hún að vera lagleg og hann gat sjálfum sér einum um kennt ef hann sá það ekki lengur. Þegar hún var búin með ginið og alla litlu ferningana nema einn (hann gat ekki með nokkru móti fengið sig til að kalla þá snittur, ekki 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.