Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Page 2
2 Fréttir 3.–7. ágúst 2012 Helgarblað Voru kölluð „börn djöfulsins“ 1 Jón Hlífar Guðfinnuson hefur lagt fram kæru á hendur hjón- unum Einari Gíslasyni og Beverly Sue Dögg Gíslason. Jón Hlífar var vistaður á barnaheimili sem hjónin ráku á Hjalt- eyri við Eyjafjörð á áttunda áratugnum. Heimilið var einka- rekið og því sjálfstætt en starfaði með gildi Hvítasunnukirkjunnar að leiðar- ljósi. Í viðtali við DV á mánudag lýsti Jón Hlífar dvölinni og greindi þar frá miklu ofbeldi. Eldri systir Jóns Hlífars, Margrét Wium, dvaldi einnig á heim- ilinu. Hún sagði í viðtali við vikuna árið 1998 að þau hefðu verið kölluð „börn djöfulsins“. Fá ókeypis mat 3 Mýmörg dæmi eru um að þjón-ustufyrirtæki út um allt land; vegasjoppur, veitingastaðir og hótel, veiti leiðsögumönnum frían mat og aðrar vörur gegn því að þeir stoppi með ferðamenn hjá sér. Að sögn eigenda þjónustu- fyrirtækja sem DV talaði við gera sum- ir leiðsögumenn miklar kröfur. Auk þess að vilja fríar máltíðir vilja kröfuhörðustu leið- sögumennirnir fá sígarettur að laun- um fyrir stoppið. Þetta kom fram í DV á miðvikudag og sagði Hrefna Birkisdóttir, eigandi Vegamóta á Snæfellsnesi, að fararstjórar sem koma með litla hópa séu frekastir. „Þeir vilja fá allt frítt,“ sagði Hrefna. Fær ekki að fara heim 2 Brynjar Mettinisson, Íslendingur sem setið hefur í fangelsi í Taílandi síð- an í júní í fyrra, var sýknaður á þriðju- dag. Brynjar var handtekinn vegna gruns um fíkniefnamisferli. Þó að hann hafi nú verið sýknaður er barátt- unni hvergi nærri lokið því hann þarf að bíða í mánuð þar sem saksóknarar hafa tekið ákvörðun um áfrýja málinu. Brynjar fær því ekki að fara heim fyrr en í fyrsta lagi þegar niðurstaða áfrýj- unarinnar liggur fyrir. „Þetta er mik- ill léttir og þó að það sé smá skuggi framundan þá er það samt léttir að hann hafi verið sýknaður,“ sagði móð- ir hans við DV á miðvikudag. Þessar fréttir bar hæst í DV í vikunniFréttir vikunnar Hleypur fyrir litlu systur R eykjavíkurmaraþon Íslands- banka fer fram þarnæsta laugardag, 18. ágúst. Fjöl- margir hafa skráð sig til leiks og safna nú áheitum fyrir góð- gerðarfélög. Þar á meðal er fólk sem á ástvini sem hafa glímt eða glíma enn við veikindi og hlaupa því fyrir góð- gerðarfélög sem það hefur leitað til. Safnar fyrir systur sína Viktor Snær Sigurðsson er á þrett- ánda aldursári og er búinn að skrá sig í hlaupið. Hann safnar nú áheit- um fyrir AHC-samtökin á Íslandi en markmið samtakanna er að stuðla að því að finna lækningu eða lyf við sjúkdómnum Alternating Hemipleg- ia of Childhood. Sunna Valdís, syst- ir Viktors Snæs, er 6 ára og er með þennan sjaldgæfa sjúkdóm. „Tauga- sjúkdómurinn veldur köstum hjá systur minni og þá lamast líkaminn hennar í einhvern tíma. Mér fannst hugmyndin að taka þátt í hlaup- inu mjög góð og þannig get ég safn- að peningum fyrir samtökin. Þannig hjálpa ég systur minni,“ segir Viktor Snær sem ætlar að hlaupa tíu kíló- metra. Stefnir hátt Hann hleypur nú í þriðja sinn í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir systur sína. Í síðustu tvö skiptin sem hann hljóp safnaði hann samtals 900 þús- und krónum. Í ár segist hann stefna á að safna um 700 þúsund krón- um. En hann ætlar ekki einungis að safna meiri peningum en í fyrra heldur ætlar hann líka að bæta hlaupatímann sinn. „Í fyrra hljóp ég þessa tíu kílómetra á einni klukku- stund og þremur mínútum. Nú ætla ég að hlaupa þá á undir klukku- stund þrátt fyrir að ég sé slæmur í hnjánum. Ég er búinn að æfa mig mikið fyrir þetta hlaup,“ segir hann. Viktor Snær segist gera allt fyr- ir systur sína. „Mér þykir mjög vænt um Sunnu Valdísi og við erum afar góðir vinir þrátt fyrir að ég sé sex árum eldri en hún,“ segir Viktor Snær. Fleiri skrá sig Svava Oddný Ásgeirsdóttir, verk- efnisstjóri Reykjavíkurmaraþons- ins, segir að mun fleiri hafi nú þegar skráð sig í hlaupið en allir þeir sem skráðu sig í hlaupið í fyrra. „Nú hafa 5.554 einstaklingar skráð sig til leiks sem er 50,3 prósent fleiri en á sama tíma í fyrra. Þá var slegið met í áheitasöfnun þegar hlauparar söfnuðu áheitum fyrir rúmlega 43 milljónir króna. Í ár hafa hlauparar samtals safnað tæpum 8 milljón- um króna. Svava Oddný segir flesta hlaupara fara á fullt í næstu viku að safna áheitum. Þeir sem vilja heita á hlaupara er bent á vefsíðuna hlaupastyrkur.is Elín Ingimundardóttir blaðamaður skrifar elin@dv.is „ Mér þykir mjög vænt um Sunnu Valdísi og við erum afar góðir vinir. n Helmingi fleiri hafa skráð sig í Reykjavíkurmaraþonið en á sama tíma í fyrra Gott að eiga góðan bróður Viktor ætlar að hlaupa 10 kílómetra fyrir Sunnu. mynd HlaupaStyrkur.iS Eitt kaffihús á hverja fjóra íbúa Í gömlu Ögursveitinni í Ísafjarðar- djúpi eru þrjú kaffihús en einungis 10 til 11 manns með fasta búsetu. Það er óvenjulega mikill fjöldi kaffihúsa miðað við höfðatölu. „Já, það má með sanni segja að það sé lattelepjandi lið í 401 Ísa- fjörður,“ segir Halldór Halldórsson hjá Ögur Travel í samtali við vef Bæjarins besta, BB.is, sem grein- ir frá málinu. Gestir kaffihúsanna eru þó fyrst og fremst ferðamenn. Ögursveitin nær úr Hestfjarðar- botni, rétt inn fyrir Þernuvík með eyjunni Vigur meðtalinni. Þar er einnig félagsheimili sem þekkt er fyrir dansleiki sína. Ein hópuppsögn í júlímánuði Vinnumálastofnun barst ein til- kynning um hópuppsögn í júlí. Um er að ræða tilkynningu um uppsagnir í rannsóknar- og þró- unarstarfsemi. Heildarfjöldi þeirra sem sagt var upp er 68 manns. Þeir starfsmenn, sem sagt hefur verið upp, koma aðallega til með að missa vinnuna í október til des- ember 2012, samkvæmt upplýs- ingum á vef Vinnumálastofnun- ar. Það sem af er þessu ári hefur því einungis ein tilkynning um hópuppsagnir borist til Vinnu- málastofnunar. Fyrstu sex mánuði ársins barst engin tilkynning. Útgáfa DV DV kemur næst út miðviku- daginn 8. ágúst. Ekkert blað kemur út á mánudag vegna þess að þá er frídagur verslun- armanna. Veglegt helgarblað kemur svo út föstudaginn 10. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.