Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Qupperneq 22
U mferðarslys eru algeng- asta dánarorsök ungra karlmanna á Íslandi. Árið 2011 létust tólf manns í umferðinni og helming- ur þeirra hafði ekki náð 18 ára aldri. Undanfarin áratug eða síðan árið 2002 hafa 196 dáið í umferðarslys- um en um 1000 manns hafa látið líf- ið í slíkum slysum hér á landi síðan að skráning hófst árið 1966. Þá eru ótaldir þeir sem hafa slasast alvar- lega en það eru um 10.000 manns. Umferðarslys eru talin kosta Ís- lendinga um 30 milljarða á ári og þá er ótalið það sálarlega tjón sem bæði þeir sem lifa slysin af og aðstandend- ur þeirra sem lifa af og þeirra sem deyja verða fyrir. Fækkað um helming Sigurður Helgason hjá Umferðar- stofu segir banaslysum í umferðinni fara fækkandi en betur megi ef duga skuli. „Banaslysum hefur almennt farið fækkandi undanfarin ár en þau eru samt of mörg. Þróunin hefur ver- ið þannig ef við tökum síðustu fimm ár annars vegar og síðustu fimm ár þar á undan hins vegar þá er um það bil helmingsfækkun,“ segir hann. Ein helsta ástæða fyrir banaslys- um í umferðinni undanfarin ár hefur verið hraðaakstur. Aðrar algengustu ástæðurnar eru ölvunarakstur og að bílbelti hafi ekki verið notuð. Til hraðaksturs telst allur akstur yfir lög- legum hámarkshraða. Ofsaakstur er síðan þegar ökumenn keyra meira en helmingi hraðar en leyfður hámarks- hraði er. Þannig er ljóst að koma hefði mátt í veg fyrir mörg þessara slysa með notkun bílbelta eða með því að aka á leyfilegum hraða. Hefur allt sín áhrif Sigurður segir auknar forvarnir og meiri vitund meðal þess sem hjálp- að hafi til við að fækka banaslysum í umferðinni. „Vitund fólks er orðin meiri, það fer varlegar, miðar hraða við aðstæður og passar alla þá þætti. Einnig eru komnir betri bílar, þeir eru öruggari með ýmsum tæknibún- aði og betri öryggisbúnaði en var. Síðan hafa verið gerðar verulegar breytingar á vegakerfinu á mörgum stöðum og þetta hefur allt haft sín áhrif,“ segir hann. Hann segir slysatíðni ekki miðast við ákveðinn árstíma en oft sé mest um alvarleg umferðarslys á sumrin. „Þetta er breytilegt en oft hefur sum- arið verið versti tíminn. Þá eru fleiri á ferðinni og fólk oft að keyra við að- stæður sem það þekkir ekki og því fylgir aukin hætta.“ Enn of mörg dauðaslys 22 Fréttir 3.–7. ágúst 2012 Helgarblað n 196 manns látist í umferðarslysum á síðustu 10 árum n Banaslysum í umferðinni hefur fækkað 2002: 29 2003: 23 2004: 23 2005: 19 2006: 31 2007: 15 2008: 12 2009: 17 2010: 8 2011: 12 2012: 7 Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is Úttekt Látnir í umferðarslysum eftir árum frá 2002 „alltaf að hugsa til hans“ Þ að líður varla sú mínúta að ég hugsi ekki til hans. Ég er alltaf að hugsa til hans, alltaf,“ seg- ir Marteinn Sveinsson, fað- ir Ólafs Odds Marteinssonar sem lést í umferðarslysi 15. apríl í fyrra. Ólafur var aðeins 17 ára gamall þegar hann lést í slysinu sem varð við Akur- eyjaveg. Hann ók yfir leyfilegum há- markshraða og var ekki í bílbelti. „Það hefði líklega bjargað honum að vera í bílbelti,“ segir Marteinn. Símtalið sem foreldrar óttast að fá Marteinn var staddur úti á landi þegar hann fékk símtalið sem allir foreldr- ar óttast að fá. „Ég fékk símtal frá lög- regluþjóni á Selfossi sem sagði mér að sonur minn hefði látist í umferðarslysi. Hann hefði verið einn í bílnum og velt honum,“ segir hann. Lögregluþjónn- inn spurði hvort hann treysti sér til að keyra í bæinn og hann játti því en seg- ist auðvitað hafa verið í áfalli og líklega ekki átt að keyra. „Ég hafði samband við fjöl- skylduna mína í bænum og sagði henni frá þessu. Ég keyrði svo í bæinn og var kominn eftir klukkutíma og þá var stærsti hluti fjölskyldunnar kom- inn saman heima hjá ömmu minni. Seinna um kvöldið hringdi lögreglu- þjónninn svo aftur og ég spurði hvort ég gæti fengið að sjá drenginn. Þá sagði hann að það væri ekki hægt því að það væri verið að fara með hann í krufningu. Móðir hans hefði bor- ið kennsl á hann og það hefði ver- ið bænastund á Selfossi um kvöldið,“ segir hann og er ósáttur við vinnu- brögðin. Marteinn og móðir Ólafs eru skilin og Marteinn gagnrýnir að hann hafi ekki verið boðaður á Selfoss til að vera viðstaddur minningarathöfnina og til að fá að sjá son sinn. Eins finnst honum einkennilegt hvernig hon- um var tilkynnt um andlátið en það sé ekki vaninn að hringja í aðstand- endur heldur sé nánast alltaf reynt að fá prest og lögreglu saman til þess að færa ættingjum slík sorgartíðindi. Það hafi hann fengið staðfest hjá presti eftir á. „Bara einn hryllingur“ Kvöldið leið og Marteinn segir að í raun hafi mesta áfallið komið daginn eftir. „Það kom þegar ég vaknaði morguninn eftir, þá held ég að ég hafi farið að kveikja á perunni, þá var þetta orðið raunverulegt. Það var bara einn hryllingur þegar ég áttaði mig á að þetta væri staðreynd.“ Marteinn bað svo um að fá að sjá son sinn. „Ég fékk hins vegar ekki að sjá hann fyrr en á miðvikudeginum, fimm dögum eftir að hann dó. Þá fékk ég símtal þar sem mér var sagt að ég gæti komið að sjá hann en ég yrði að koma strax því að það væri verið að loka kapellunni því að það væru að koma páskar. Þannig að ef ég hefði ekki verið í bænum hefði ég ekkert fengið að sjá hann fyrr en eftir páska.“ Gríðarlega erfiður tími Marteinn segir það hafa verið erfitt að sætta sig við dauða sonar síns. „Þetta hefur verið gríðarlega erfiður tími, það hefur samt aldrei komið yfir mig eitt- hvert svartnætti eða eitthvað þannig. Ég ákvað strax að loka þetta ekki inni og tala um þetta við fólk, alveg frá fyrsta degi. Bara eins og þetta er og ég held það hafi hjálpað mér ofsalega mikið.“ Honum var ekki boðin nein aðstoð í kjölfar áfallsins en leitaði eftir henni sjálfur. „Ég hafði sjálfur samband við vakthafandi prest í Grafarvogskirkju á laugardeginum sem boðaði mig á sinn fund á mánudeginum,“ segir hann. Þeir feðgar voru mjög nánir þótt þeir hefðu ekki búið saman síðustu ár Ólafs. „Við töluðum saman dag- lega. Eftir að hann var sjálfur kominn með síma töluðum við saman á hverj- um einasta degi og stundum oft á dag,“ segir Marteinn. Skemmtilegur og ljúfur „Þetta var svo góður drengur, hann bað aldrei um neitt, maður þurfti alltaf að ota öllu að honum. Hann var rosa- lega skemmtilegur, ljúfur og vinmarg- ur. Við vorum miklir vinir og töluð- um mikið saman. Ég hefði viljað gera n Marteinn missti son sinn í bílslysi n Bílbelti hefði líklegast bjargað lífi hans Skemmtilegur og ljúfur Faðir Ólafs segir hann hafa verið skemmtilegan og ljúfan og átt marga vini. „Það var bara einn hryllingur þegar ég áttaði mig á að þetta væri staðreynd.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.