Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Síða 34
2 3.–7. ágúst 2012 Verslunarmannahelgin Fjölskylduhátíð í náttúrufegurð n Hagyrðingar kveða og keppa n Sérkennileikar og ævintýraferð fyrir börn Vertu með neyðartónlist n Þetta þarftu að taka með Þ að er lykilatriði að vera með góða tónlist um verslun- armannahelgina. Þó að Ís- lendingar fjölmenni á úti- hátíðir þar sem tónlistaratriði eru allsráðandi er samt mikilvægt að hugsa fram í tímann og undirbúa góðan og þéttan lagalista til að taka með sér í bílinn á leiðinni eða til að spila í tjaldinu eða bústaðnum. Al- mennt er það stemmingin hjá hverj- um og einum sem þarf að ráða för en það eru samt tveir listar sem fólk þarf alltaf að taka með sér, partílagalisti og neyðarlagalisti. Ef þú ert að fara til Vestmanna- eyja til að fagna „Þjóðhátíð“ með eyjaskeggjum er lykilatriði – þó það sé alls ekki besta tónlistin – að taka með sér öll gömlu þjóðhátíðarlög- in. Það er partílisti þeirra sem fara á Þjóðhátíð. Hvort sem það eru Stuð- menn sem syngja um Einsa kalda eða Hreimur í Landi og Sonum sem syngur um hvað lífið sé yndislegt er skylda að taka allan pakkann með sér til Eyja. Klassískt er að taka saman ís- lenska vinsældarlista og finna hress- ustu lögin þar á bænum. Þessa stundina eru Helgi Björnsson og Reiðmenn vindanna með lagið Ég er kominn heim á toppi Vinsældar- lista Rásar 2. Fyrir þá sem fíla ekki ís- lenska kántrítónlist er best að kíkja á Íslenska listann hjá FM957, þar sem Lykke Li trónir á toppnum með I Follow Rivers. Neyðarlagalistinn er öllu ein- faldari og gildir fyrir alla, hvert sem þeir fara. Besta undirbúnings- ráðið fyrir þann lista er að kíkja í heimsendatösku Ríkisútvarpsins. Þar er að finna lög og lagalista sem nota á við hin ýmsu atvik þar sem einhvers- konar hættuástand ríkir á landinu. Í töskunni er til að mynda að finna latin-djass með Roberto Per- era frá Úrúgvæ eða djass-gítarleikar- ann Earl Klugh sem spilaðir eru við hættuástand. Svo þegar allt er fallið í ljúfa löð er ráð að vera með nokkur lög með Mezzoforte, sem RÚV spil- ar þegar óvissan er yfirstaðin. Erfitt er nefnilega að finna íslenskt lag sem boðar jafn látlausa gleði og Garden Party með Mezzoforte. Á lfaborgarséns, fjölskylduhá- tíð á Borgarfirði eystra verður haldin að venju um Verslun- armannahelgina. Hátíð þessi á marga áskrifendur í hópi fjölskyldna sem vilja njóta þess að vera á rólegum stað í ægifögru um- hverfi og njóta viðburða við allra hæfi. Ólíkt öðrum hátíðum er hápunkt- ur Álfaborgarséns um miðjan dag á laugardag þar sem börnum er boðið uppá Ævintýraferð þar sem þau koma til með að hitta álfa og kynjaverur auk þess að kynnast náttúru og umhverfi. Dagskrá Álfaborgarséns hefst reyndar á föstudegi með hag- yrðingamóti í félagsheimilinu Fjarðarborg þar sem landsþekkt- ir hagyrðingar með heimamanninn Andrés Björnsson fremstan í flokki láta gaminn geysa. Meðal þeirra sem taka þátt er Halla Gunnarsdótt- ir aðstoðarmaður innanríkisráð- herra. Keppt á sérkennileikum Eftir ævintýraferð, knattspyrnumót og neshlaup á laugardeginum munu hljómsveitin Nefndin stíga á stokk á tónleikum. Sunnudagurinn er síðan helgað- ur pönnukökubakstri auk þess sem keppt verður á Sérkennileikunum 2012 en þar er keppt í óvenjulegum og jafnvel óþekktum íþróttagreinum. Um kvöldið eru tónleikar í Fjarðar- borg og þá eru það hinir landskunnu Jónas Sigurðsson og Valdimar Guð- mundsson sem skemmta. „Á Álfaborgarséns er heimilisleg stemning þar sem sem gestir geta í bland við heimamenn átt nota- lega stund hvort sem menn kjósa að dvelja alla helgina eða taka þátt í einstaka viðburðum,“ segir Ásgrím- ur Ingi Arngrímsson einn skipu- leggjenda. Álfaborgarséns á Borgarfirði Eystri Dagskráin Föstudagur 20:00 Hagyrðingamót í Fjarðarborg. Stjórnandi: Freyr Eyjólfsson. Hagyrðingar: Andrés Björnsson, Friðrik Steingrímsson, Halla Gunnarsdóttir, Stefán Bogi Sveinsson og Þorsteinn Bergsson. 24:00 Lifandi tónlist í Álfakaffi og Fjarðar- borg að loknu hagyrðingamóti. Laugardagur 13:00 Ævintýraferð barnanna 14:00 Knattspyrna á Borgarfjarðarvelli 16:00 Neshlaup. Hlaupið frá Snotrunesi og inn í Bakkagerði. 23:00 Dansleikur í Fjarðarborg með hljóm- sveitinni Nefndinni Sunnudagur 15:00 Lindarbakkadagurinn. Sveitastjórnin bakar pönnukökur við Lindarbakka handa gestum og gangandi. 16:00 Sérkennileikar á Borgarfjarðarvelli. Keppni í óvenjulegum og jafnvel óþekktum íþróttagreinum. 22:00 Tónleikar í Fjarðarborg með þeim Jónasi Sigurðssyni og Valdimar Guðmundssyni 23:00 Lifandi tónlist í Álfakaffi Hagyrðingur með meiru Halla Gunnarsdóttir aðstoðarmaður innanríkis- ráðherra, keppir á hagyrðingamóti. Syngur á balli Valdimar Guðmunds- son og Jónas Sigurðsson syngja á balli á sunnudaginn. Frumlegar leiðir til að tjalda Uppi í tré Þetta hugvitssamlega tjald er hengt uppi í tré. Ef til vill til þess að forðast bjarndýr eða önnur stærri rándýr. Of mikið? Sumir þola ekki útilegur. Þessi útilegukappi hefur viljað eiga heimili að heiman. Á palli Ef að það má finna trépall sem þennan er hægt að gera leik að því að tjalda á honum. Þá er komið ígildi örlítils sumarbústaðar. Á ströndinni Það þarf ekki að tjalda til einnar nætur. Þeir sem vilja eyða huggulegum dagsparti á strönd geta brugðið upp fallegu tjaldi. Látlaus gleði Garden Party með Mezzoforte er skothelt í útileguna um Verslunar- mannahelgina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.