Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Page 40
8 3.–7. ágúst 2012 Verslunarmannahelgin n Hátíðir í öllum landshornum af ýmsum toga Ú tihátíðir eru fjölmargar í ár og í öllum landshornum. Stærstu hátíðirnar verða í Vestmanna- eyjum og á Akureyri, en einnig er búist við nokkrum fjölda á ýmsar smærri hátíðir víða um land, svo sem á Neistaflugi, Fjölskylduhá- tíð SÁÁ og Álfaborgarséns. Úrval fjöl- skylduvænna hátíða er sífellt meira og úr veglegri dagskrá að moða. Sæludagar verða í Vatnaskógi á vegum KFUM og KFUK. Sæludagar eru fjölskylduhátíð, þar sem mark- miðið er að bjóða upp á vímulausa hátíð fyrir alla aldurshópa. Dagskrá Einnar með öllu hófst á fimmtudaginn með tónleikum á veg- um sjónvarpsstöðvarinnar N4. Dag- skrá verður síðan fram á sunnudag. Neistaflug í Neskaupstað verður haldið í 20. skiptið í ár og er fjölskyldu- væn. SÁÁ heldur Edrúhátíð um versl- unarmannahelgina á Laugalandi í Holtum. Hekluganga, dansleikir, leik- sýningar, bingó, hugleiðsla og ýms- ir fyrirlestrar verða á dagskránni fyrir hátíðargesti, auk fjölbreyttrar barna- dagskrár. Að auki verða tónleikar föstudag, laugardag og sunnudag. Hátíðin er líka matarhátíð, þar verður rekin taílensk matstofa og boðið upp á úrvals kaffi. Hátíðin Álfaborgarsjens hef- ur verið haldin á Borgarfirði eystra undanfarin 20 ár. Hátíðin verður sett á föstudaginn og síðan hefst fjöl- breytt dagskrá sem lýkur á sunnudag. Meðal þess sem gestum hátíðarinn- ar verður boðið upp á er hagyrðinga- mót og keppni í sérkennileikum auk skemmtidagskrár fyrir börn. Þjóðhátíð í Eyjum hátíðin verður sett formlega klukkan 14:30 á föstu- daginn. Eftir það tekur við dagskrá fram á sunnudag, þegar hápunktin- um er náð með brekkusöng klukkan 23:20. Innipúkinn verður ellefta árið í röð í Iðnó, en að auki verður svoköll- uð extra-dagskrá á Kexinu. Fjöldi tónlistarmanna kemur fram á Inni- púkanum, meðal annarra nýstirnin í Tilbury, og Jónas Sigurðsson sem spil- ar líka á Álfaborgarséns. Ekki má gleyma stærsta íþrótta- móti ársins, Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Selfossi um verslun- armannahelgina. Búist er við á þriðja þúsund keppendum og keppt verður í 14 greinum. Líkt og undanfarið ár munu Sigl- firðingar slá upp veislu um verslun- armannahelgina og bjóða gestum á Síldarævintýri. kristjana@dv.is Úr mörgu að velja Mýrarboltinn Ísafirði  18 ára aldurstakmark n Mýrarboltamótið er haldið ár hvert á Ísafirði. Sex eru inná í einu, en jafnan eru liðin þó skipuð 9-15 manns, því drullan þreytir menn fljótt. Vinahópar taka sig saman og mynda lið, einstaklingar taka þátt með skrapliðum svokölluðum. Á föstudeginum er skráningarkvöld, pepp- skemmtun og ball, ókeypis fyrir þátttak- endur. Á laugardeginum er dúndurball í Edinborgarhúsinu. Á sunnudagskvöldinu er svo dú-dú-dú-dúndurball, stundum haldið í Hnífsdal, stundum á Torfnesi. Ein með öllu Akureyri  Dagskrá alla helgina n Það eru Vinir Akureyrar sem standa að Einni með öllu í samvinnu við Akureyrarstofu. Allir leggja sitt að mörkum til að búa til skemmtilega stemmingu í bænum. Síldarævintýri Siglufjörður  Frír aðgangur n Líkt og undanfarið ár munu Sigl- firðingar slá upp veislu um verslun- armannahelgina og bjóða gestum á Síldarævintýri. Af nógu verður að taka fyrir alla fjölskylduna, en á dagskránni eru m.a. listasmiðjur, töfrabragða- námskeið og ýmis tónlist- aratriði. Þá verður að vanda hægt að horfa á síldarsöltun með gamla laginu. Þjóðhátíð Vestmannaeyjar  Frítt fyrir ellilífeyris- þega og börn yngri en 13 ára n Þjóðhátíð 2012. Þjóðhátíð í Eyjum. Síðan 1874 og er hátíðin í ár númer 138. Á þessum tíma hefur Þjóðhátíð orðið stærsta útihátíð Íslands. Unglingalandsmót UMFÍ Selfoss  Frítt á hátíðina  n Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Selfossi um verslunarmanna- helgina 2012. Þetta er í fyrsta skipti sem mótið er haldið á Selfossi. Sæludagar Vatnaskógur  Vímulaus hátíð n Í Vatnaskógi hófust hinir árlegu Sæludagar fimmtudaginn 2. ágúst. Ógrynni skemmtilegra atriða og uppákoma verður á hátíðinni yfir verslunarmannahelgina, en hún er ætluð öllum aldurshópum og er vímulaus. Innipúkinn Reykjavík  18 ára aldurstakmark  Iðnó n Tónlistarhátíðin Innipúkinn fer fram í ellefta skipti í miðborg Reykjavíkur um Verslunarmannahelgina. Innipúkinn 2012 teygir sig yfir þrjá daga og fer fram föstu- dags-, laugardags- og sunnudgskvöld dagana 3. – 5. ágúst. Traktorstorfæra Flúðir  4. ágúst kl. 13:30. n Traktorstorfæran verður á sínum stað í Litlu-Laxá í Hruna- mannahreppi um verslunarmannahelgina. Keppnin var í uppnámi eftir að Björgunarfélagið Eyvindur þurfti að segja sig frá henni. Torfæruklúbbur Suðurlands mun halda keppnina í samstarfi við Fögrusteina, Landtak og LímtréVírnet laugar- daginn 4. ágúst kl. 13:30. Edrúhátíð Laugalandi í Holtum  4500 krónur  Vímulaus hátíð n Fjölskylduhátíð SÁÁ, Kaffi, kökur og rokk & ról, barna- dagskrá, andlegt prógram, 12-sporafundir, matarveislur, útivist, fræðsla, skemmtun og gleði — allt í einni bendu. Álfaborgarséns Borgarfjörður Eystri  Fjölskylduhátíð n Álfaborgaséns á Borgafirði eystri - frá- bær fjölskylduskemmtun um Verslunar- mannahelgina. Hagyrðingamót, tónleikar, ball og sérkennileikarnir 2012 haldnir auk skemmtidagskrár fyrir börn. Neistaflug Neskaupstaður  500-1000 krónur í tjaldstæði n Áherslan í ár er að fjölskyld- an skemmti sér saman. Neistaflug Í Neskaupstað er haldið núna í 20. skiptið dagana 1. - 5. ágúst 2012.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.