Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Side 55

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Side 55
B jarne Skounborg fæddist 1972 í Hróarskeldu í Dan- mörku og fékk nafnið Peter Kenneth Bostrøm Lundin. Faðir hans, Ole Lundin er danskur en móðir hans, Anne Schaftner, var af þýsku bergi brot- in. Peter er í dag best þekktur undir nafninu Peter Lundin og er dæmdur morðingi. Þegar Peter var sjö ára fluttist fjöl- skylda hans búferlum til Bandaríkj- anna, til Maggie-dals í Norður Kar- ólínu og segir fátt af högum hans þar en 7. apríl, 1991, fékk hann sig fullsaddan af nöldri móður sinnar sem lagði hart að honum að klippa hárið, sítt og mikið hár sem Peter var greinilega annt um. Þegar upp var staðið lá móðir Peters liðið lík á gólf- inu; Peter hafði kyrkt hana. Nú voru góð ráð dýr, en feðgarn- ir Peter og Ole dóu ekki ráðalaus- ir og faðirinn hjálpaði syninum að losna við líkið. Fóru þeir með það á strönd við Hatteras-höfða og grófu þar. Átta mánuðum síðar fannst líkið og kennsl voru borin á það. Feðgarn- ir voru handteknir en síðar sleppt vegna skorts á sönnunargögnum. En í júníbyrjun 1992 voru feðgarnir handteknir í Toronto í Kanada og við réttarhöld síðar fullyrti Peter að dauði móður sinnar hefði verið óhapp. Hann var engu að síður dæmdur til 20 ára fangelsisvistar og faðir hans til tveggja ára fangelsisvistar. 39 stig af 40 Árið 1994 veitti Peter dönsku sjón- varpsstöðinni TV2 viðtal og birt- ist áhorfendum með annan helm- ing andlits síns málaðan svartan, en hinn hvítan sem áttu að skírskota til „hins góða og þess illa“. Sænskur sál- fræðingur, Sten Levander, horfði á upptöku af viðtalinu og gaf Peter, í kjölfarið 39 stig af 40 mögulegum á skala sem notaður er til að meta sið- blindu fólks. Árið 1999 var Peter Lundin sleppt úr fangelsi i Bandaríkjunum, vegna plássleysis, og vísað úr landi og hann sendur til Danmerkur. Árið 1996, meðan hann afplán- aði dóm sinn í Bandaríkjunum hafði hann gengið í hjónaband með Tinu nokkurri og þegar hann kom heim til Danmerkur komu þau sér fyrir í Måløv, ásamt táningsdóttur Tinu. En Adam var ekki lengi í Paradís og Peter lagði hendur á mæðgurn- ar sem á endanum fengu nóg og var Peter fleygt á dyr. Peter fékk inni á heimili fyr- ir karlmenn á hrakhólum á Norður- brú í Kaupmannahöfn og gerði sér stundum ferð á hóruhús sem var þar skammt frá. Mæðgin hverfa Á hóruhúsinu komst hann í kynni við Marianne Pedersen, 36 ára ekkju og hórumömmu. Þann 3. júlí árið 2000 fékk lögreglan í Kaupmannahöfn til- kynningu um að Marianne og tveir synir hennar væru horfin, og hvorki tangur né tetur að finna af þeim á heimili þeirra í Rødovre. Peter Lundin fullyrti að mæðginin hefðu farið í ferðalag og hann hefði boðist til að mála húsið á meðan. En tæknimenn lögreglunnar fundu blóð bæði í kjallara hússins og bíl Pet- ers. Hann var úrskurðaður í mánaðar varðhald og kærður fyrir morð. Eftir nánari rannsókn komst lögreglan að þeirri niðurstöðu að mæðginin hefðu verið myrt og síðan sundurlimuð, til að byrja með í kjallaranum og síðar í bílskúrnum. Hafði lögreglan á orði að báðir staðirnir hefðu verið „sláturhúsi líkastir“, þrátt fyrir viðleitni Peters til að afmá verksummerkin. Þremur vikum eftir handtökuna breytti Peter sögu sinni; um miðjan júní hafði hann heyrt vein og öskur úr kjallaranum og hann kom að Marianne þar sem hún hafði banað báðum sonum sínum og lá nán- ast meðvitundarlaus á gólfinu sök- um mikillar fíkniefnaneyslu. Í bræði hefði hann látið hnefana dynja á henni, „ekkert alvarlega“ samt og hún dó skömmu síðar. Að eigin sögn kaus Peter að losa sig við líkin því hann taldi, í ljósi for- sögu sinnar, að lögreglan myndi ekki leggja trúnað á sögu hans. Í verslunarferð Þann 10. október, 2000, viðurkenndi Peter að hann hefðir verið valdur að dauða mæðginanna. Þau hefðu rif- ist eftir að Marianne hafði daðrað við ónefndan karlmann í símanum. Rifr- ildið breyttist í handalögmál og þau öll endað í einum allsherjarslags- málum í hjónarúminu. Þar hálsbraut Peter Marianne og syni hennar með berum höndum. Til að byrja með hafði Peter geymt líkin í frysti heimilisins en 19. júní fór hann í verslunarleiðangur í Metro Cash & Carry í Glostrup. Á innkaupa- listanum var meðal annars að finna öxi, gúmmíhanska, plastpoka og hreingerningalög. Síðan tók hann til óspilltra mál- anna, sundurlimaði líkin og vafði í plastpoka sem hann síðar kom með- al annars fyrir í sorpgámi fyrir sorp sem átti að brenna. Líkamsleifar mæðginanna fund- ust aldrei. Þann 15. mars, 2001, var Peter Lundin dæmdur til lífstíðarfangels- is vegna morðanna. Faðir hans var dæmdur til fjögurra mánaða fang- elsisvistar. Ástæðan var ekki sú að hann hefði verið syni sínum inn- an handar við morðin eða förgun líkanna, heldur var hann dæmd- ur fyrir þjófnað því hann hafði látið greipar sópa um persónulegar eigur Marianne. 39Helgarblað 3.–7. ágúst 2012 Sakamál 30 ára fangelsi Michelle Martin, eiginkona hins kaldrifjaða morðingja, Marc Dutroux, hefur fengið reynslulausn úr fangelsi. Martin, sem er 52 ára, var fundin samsek um morð og nauðganir á ungum skólastúlkum í Belgíu. Hún var dæmd í 30 ára fangelsi og hefur afplánað 16 ár af þeim dómi. Hún verður flutt úr fangelsi í klaustur í suðurhluta Belgíu en nunnur í klaustrinu hafa samþykkt að taka á móti henni. U m s j ó n : K o l b e i n n Þ o r s t e i n s s o n k o l b e i n n @ d v . i s n Fékk lífstíðardóm fyrir þrjú morð n Kyrkti móður sína nítján ára að aldri„Hafði lögreglan á orði að báðir stað- irnir hefðu verið „slátur- húsi líkastir“, þrátt fyr- ir viðleitni Peters til að afmá verksummerkin. FÉLEGIR FEÐGAR Peter Lundin Sýnir lögreglu hvernig hann hálsbraut fórnarlömb sín. „Í bræði hefði hann látið hnefana dynja á henni, „ekkert alvarlega“ samt og hún dó skömmu síðar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.