Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Qupperneq 66

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Qupperneq 66
Tískan á Laugavegi Ekki vinna of lengi á meðgöngu n Börn kvenna sem vinna fram á níunda mánuð meðgöngu fæðast léttari en önnur börn V innandi konum sem eiga von á barni er ráðlagt að hætta í vinnunni áður en komið er fram á níunda mánuð með- göngunnar. Í könnun sem vísinda- menn við Essex-háskóla í Bretlandi framkvæmdu kom í ljós að áhrif þess að vinna of lengi á meðgöngu séu jafn hættuleg og að reykja á meðgöngu. Konur sem unnu fram á níunda mánuð meðgöngunnar eignuðust börn sem voru að með- altali 230 grömmum léttari en börn kvenna sem hættu fyrr – frá sjötta mánuði til áttunda mánaðar með- göngunnar. Börn óléttra kvenna, sem voru undir 24 ára þegar þær voru óléttar, voru í minni hættu en börn eldri kvenna. Í frétt um málið á vef Daily Mail kemur fram að börn sem fæðast of létt eigi frekar á hættu en önnur börn að þjást af hinum ýmsu kvill- um í framtíðinni. Samkvæmt niður- stöðunum virðist mikið liggja við að óléttar konur vinni ekki of lengi á meðgöngu. Marco Francesconi, einn þeirra sem framkvæmdi könnunina, seg- ir að ríki ættu að innleiða sveigj- anlegra fæðingarorlof fyrir mæð- ur. Konur sem þyrftu frekar á orlofi að halda áður en þær eiga börn en eftir ættu að hafa óskoraðan rétt til þess. „Við vitum að þyngd nýbura segir mikið til um heilsu þeirra á fullorðinsárunum. Við þurfum að taka þessa þætti alvarlega því, eins og niðurstöðurnar bera með sér, er ávinningurinn af því að komast snemma í fæðingarorlof ótvíræður,“ segir Francesconi. 50 Lífsstíll 3.–7. ágúst 2012 Helgarblað E sjan var mér lengi vel ráðgáta. Ég botn- aði ekkert í því fólki sem fann hjá sér hvöt til að ganga þar upp. Og ég stóð í þeirri mein- ingu að Esjan væri á landsmælikvarða fremur ómerkilegt fjall. En síð- an eru liðin mörg ár. Ég hef farið margar ferðir á þessa drottningu allra fjalla á höfuðborgarsvæðinu. Nú veit ég að hún er yfir 900 metr- ar á hæð þar sem Hábunga er. Ég veit líka að lengi vel var Hátindur talinn hæsti punktur en nýir út- reikningar breyttu því áliti. Eftir að hafa gengið Esjuna eftir mörgum ólíkum leiðum veit ég að hún er stórmerkilegt fjall þar sem mað- ur uppgötvar eitthvað nýtt í hverri ferð. F jöll eru gjarnan stolt hvers byggðarlags. Um áratugaskeið bjó ég á Flateyri þar sem fjall- ið Þorfinnur gnæfir tígulegt handan fjarðar. Við börnin á Eyr- inni trúðum því að á tindi Þorfinns væri gullkista. Þjóðtrúin hermdi að sá sem hitti á réttu stundina mætti taka eins mikið gull og hann ork- aði að bera. En til að koma gullinu í verð mátti hann aldrei líta um öxl á leiðinni niður fjallið. Ef hann gerði það breyttist gullið í grjót. Áratugum saman horfði ég á fjall- ið og hugsaði um gullið. Svo kom að því að ég kleif á efsta tind Þor- finns. Þar var ekki sýnilegt gull. En verðmætin lágu í þeirri tilfinningu að standa loksins, eftir hálfa öld, á toppi Þorfinns. Það var gullið. G uðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, er þekktur af gullaldarmáli sínu og visku. Hann ávarpaði eitt sinn Flateyringa á hátíðarstundu. Flestir þorpsbúar voru mættir þegar hann hóf tölu sína á því að vísa til fjallsins. „Þar stend- ur Þorbjörn- inn …“ sagði ráðherrann og það mátti heyra andköf frá mannfjöldanum. Ráð- herrann hikaði en hélt síðan áfram og lýsti því að „Þorbjörninn“ væri tákn um stórhug þorpsbúa. Lítið barn kallaði mjóum rómi úr hópn- um: „Fjallið okkar heitir Þorfinn- ur.“ Guðna fipaðist um stund en eins og vönum manni sæmir hélt hann áfram með ræðu sína og lét í það skína að þarna hefði hann ver- ið að grínast. Auðvitað væri Þor- björninn í Grindavík. Á þessum tíma fannst mér háðulegt að líkja saman Þorbirni, litlu og ómerki- legu fjalli á Suðurnesjum, og Þorfinni, háreistum konungi Ön- undarfjarðar. Ég einsetti mér að skokka einhvern tíma upp á þúf- una Þorbjörn. Árin liðu í hreyf- ingarleysi. Um síðustu helgi lét ég svo loksins verða af því og átti ekki von á neinu. En viti menn. Þegar tindinum var náð opn- aðist ævintýraheimur. Djúp og hlykkjótt hraunsprunga er eins og völundarhús í gegnum fjall- ið. Útsýni af toppnum er frábært. Þorbjörninn, sem reyndar heitir Þorbjarnarfell, er slíkur ævin- týraheimur að ég mun örugglega fara þangað aftur. Ég hef fyrirgefið Guðna Ágústssyni fyrir hönd Flat- eyringa og allra aðdáenda Þor- finns. „Þar stendur Þorbjörn“ Afslöppun Það borgar sig að slaka vel á áður en lokakafli meðgöngunnar hefst og hætta tímanlega í vinnu. M iðborgin iðar af lífi í síð- sumarsólinni. Síðast- liðinn miðvikudag fengu tískuunnendur nóg fyrir sinn snúð. Í verslun GK voru ný tískumerki kynnt til sögunn- ar, Stella McCartney, MCQ eftir Alex ander McQueen og MM6 eftir Maison Martin Margiella og í versl- uninni Einveru kynnti Katrín Alda Rafnsdóttir nýju haustlínuna sína. Jónatan Grétarsson, ljósmyndari DV, fangaði stemninguna. kristjana@dv.is Reynir Traustason Baráttan við holdið Með stílinn á hreinu Anna Clausen stílisti og Bjarni, kærastinn hennar. Glæsilegt par Hildur Sif og Mummi. Stoltur eigandi Ása Ninna, eigandi GK, með MM6 kjól. Laglegt par Gummi og Ása Ninna. Hann er í McQueen og hún í Stellu McCartney. Fallegur kjóll Ása Ninna sýnir gylltan kjól úr smiðju Stellu McCartney Fjörug fjölskylda Íris Dögg og Bjössi, kenndur við Mínus, með börnin tvö: Sölku og Storm. Fyrirsætur á ferð Fyrirsæturnar Bríet og Tatíana mættu til að skoða haust- og vetrarlínu Kalda. Síðsumarsól á Laugavegi Ryan, Harpa Einarsdóttir, Eygló og Óttar Sæmundsen sátu í sólinni fyrir utan verslunina Einveru. Systur og vinkona Systurnar Rebekka og Katrín Alda Rafnsdætur með góðvinkonu sinni Ellen Loftsdóttir. Drífa og Íris Dögg Báðar í Alexander McQueen. Flott lína Guðrún Edda og Fanney Birna, vinkonur Katrínar Öldu mátuðu flíkur úr línunni. n Haust- og vetrarlína Kalda n Stella McCartney, MCQ og MM6 í GK M y n D ir jó n A tA n G r ét A r SS o n
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.