Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Page 80

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Page 80
Ásmundur kærður n Kæra barst til forsvarsmanna Mýrarboltans um þátttöku þing­ mannsins Ásmundar Einars Daða- sonar á mótinu. Hafna liðsmenn áhugamannaliðsins Djöfull er ég fullur því að leika við hlið Ás­ mundar sem þeir telja vera at­ vinnumann í mýrarbolta, þar sem hann hafi það að atvinnu að vera á Alþingi þar sem leðjuslagur og skítkast sé stundað. Ásmundur, sem mun leika með liðinu Dala­ sýslu Pink Rams, þarf þó ekki að hafa áhyggjur af því að fá ekki að taka þátt, því forsvars­ menn Mýrarbolt­ ans búast við að kær­ an týnist eða endi hreinlega á bálkesti. Alltaf blíða á þjóðhátíð! Yoko Ono í Dótturfélaginu n Stórstjarnan Yoko Ono er stödd á landinu og skellti sér á Lauga­ veginn á fimmtudaginn. Þar kom hún meðal annars við í kvenfata­ búðinni Dótturfélaginu ásamt fríðu föruneyti. Svo skemmtilega vildi til að í sömu mund og Yoko var stödd í búðinni þá kom á fón­ inn lagið Come Together en þó ekki með Bítlunum heldur með hljómsveitinni Aerosmith. Eng­ um sögum fer þó af því hvernig Yoko líkaði laga­ val búðarda­ manna í Dóttur­ félaginu. Þetta er þó ekki fyrsta stórstjarn­ an sem kíkir í heimsókn í búðina því í síðustu viku kíkti Jennifer Connelly þar við og keypti sér leður­ jakka. Ólafur Ragnar í jakkafötum n Á boðsbréfum sem send voru út vegna embættistöku Ólafs Ragnars Grímssonar forseta á miðvikudag var þeim tilmæl­ um beint til þingmanna að þeir ættu að mæta í kjólfötum og bera heiðursmerki. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingar, ger­ ir þetta að umtalsefni og rifjar upp athyglisverða staðreynd. Ólaf­ ur Ragnar Gríms­ son mætti í jakka­ fötum við sömu athöfn árin 1988 og 1992 þegar hann var þingmað­ ur. „Þannig að ekki er leið­ um að líkjast,“ segir Mörð­ ur sem sjálfur mætti að vísu í „þokkaleg­ um“ jakkaföt­ um að eigin sögn. Þ að var á Þjóðhátíð ‘64 – þá fauk Þjóðhátíð,“ segir Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokks­ ins og brekkusöngvari, um eftirminnilegustu verslunarmanna­ helgi sem hann hefur upplifað. Það árið blés ekki byrlega fyrir þjóðhá­ tíðargesti enda geysaði vonskuveður í Eyjum. Þjóðhátíðargestir í ár ættu þó ekki að örvænta enda er spáð blíðviðri. „Hún bara hreinlega fauk. Þetta var sannkallaður stormur,“ segir Árni, sem þarna var rétt um tvítugt, en hann hafði tekið þátt í undir­ búningi hátíðarinnar, meðal annars gert gamla þjóðhátíðarborðið klárt sem var hlaðið kræsingum. „Bæði lundinn og rabarbaragrauturinn fuku út í buskann,“ segir Árni. Hvítu samkomutjöldin, sem eru eitt af sérkennum Þjóðhátíðar, tók­ ust einnig á loft. „Ég man til dæm­ is að það sátu tveir frægir skipstjór­ ar, Siggi í Vídó og annar, í tjaldinu sínu – en tjaldið sjálft var fokið. Þeir sátu bara við borðið og drukku kaffi í rólegheitum. Svo komu tveir menn sem stóðu fyrir utan grind tjaldsins. Þá sagði Siggi í Vídó: Blessaðir strák­ ar, komið inn úr rigningunni og setj­ ist hjá okkur.“ Veðrið á umræddri Þjóðhátíð var í raun svo vont að hún var slegin af. „Hún var svo haldin viku seinna – en var ekki nema svipur hjá sjón þá,“ segir Árni sem kveðst ekki muna hverjir spiluðu á hátíðinni. „Mig minnir þó að það hafi verið Svav­ ar Gestsson – svo voru þarna Raggi Bjarna og fleiri.“ Árni, sem mun leiða brekku­ sönginn á Þjóðhátíðinni í ár, lofar þéttri dagskrá og góðri stemningu í dalnum um helgina. baldure@dv.is Þegar Þjóðhátíð fauk n Árni Johnsen rifjar upp eftirminnilega verslunarmannahelgi Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 3.–7. ÁGúst 2012 89. tbl. 102. árg. leiðb. verð 659 kr. Látúnsbarki Árni Johnsen leiðir brekku- sönginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.